Blogghistorik: 2014 Visa kommentarer

06.07.2014 12:08

Glæsilegur árangur hjá Aroni

 

Gaman var að fylgjast með Unglingaflokki í morgun (í sjónvarpinu) þar sem Neisti átti flottan fulltrúa, Aron Frey Sigurðsson á Hlyn frá Haukatungu Syðri 1.
Hann gerði sér lítið fyrir og vann sig upp úr 5. sæti í það 3. Glæsilegur árangur það, innilega til hamingju!

 

 

3. Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1
Hægt tölt: 8,36
Brokk: 8,90
Yfirferð: 8,90
Áseta og stjórnun: 8,82
Lokaeinkunn: 8,75

 

06.07.2014 11:44

Fulltrúar Neista í fánareið á LM

 

Okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt í hópreið hestamanna á LM. Flottir fulltrúar.

Ásdís Freyja, Sólrún Tinna, Lara Margrét, Lilja María, Inga Rós og Haukur Marian.

 

 

 

 

 

Fleiri myndir má sjá á myndasíðu Sonju og Hauks í Hvammi. 

 

04.07.2014 11:40

Neistafélagar á Landsmóti

 

Neistafélagar eru að standa sig frábærlega á Landsmótinu á Hellu.
 

Þær Ásdís Freyja Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum og Lilja María Suska og Gullmoli frá Möðrufelli komust báðar í milliriðla í barnaflokki.

Í sérstakri forkeppni urðu þær í:

21-22. sæti Ásdís Freyja Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum 8,38
30. sæti, Lilja Maria Suska og Gullmoli frá Möðrufelli 8,28



Í milliriðlum urðu þær í:

18. sæti Ásdís Freyja Grímsdóttir og Hespa frá Reykjum 8,35

mynd: Sonja Suska

 

19. sæti Lilja Maria Suska og Gullmoli frá Möðruvelli 8.36

mynd: Sonja Suska

 

Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu syðri og Ásdís Brynja Jónsdóttir og Börkur frá Brekkukoti komust í milliriðla í unglingaflokki

Í sérstakri forkeppni urðu þau í:

17. sæti Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri, 8,45

23.-24. sæti Ásdís Brynja Jónsdóttir og Börkur frá Brekkukoti, 8,41



Í milliriðli gerði Aron Freyr sér lítið fyrir og náði að komast í A-úrslit

5. sæti Aron Freyr Sigurðsson og Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 8,54

 


21. sæti Ásdís Brynja Jónsdóttir og Börkur frá Brekkukoti 8,30

mynd:Eline Manon Schrijver

 

 

Ungmennaflokkur, séstök forkeppni.

60. sæti Haukur Marian Suska og Sveipur frá Miðhópi, 8,20

mynd: Sonja Suska

 

 

B-flokkur, sérstök forkeppni:

52.-53. sæti Gítar frá Stekkjadal og Jakob Víðir Kristjánsson, 8,42

mynd: Sonja Suska

 

 

A-flokkur, sérstök forkeppni:

20.-21. sæti Þyrla frá Eyri og Viðar Ingólfsson, 8,54

22. sæti Þyrla frá Eyri / Viðar Ingólfsson 8,46 í milliriðlum.

mynd: Eline Manon Schrijver
 

 

 

 

Þess má geta að stóðhesturinn Konsert frá Hofi í Vatnsdal er efstur í 4 vetra flokki, setti nýtt met  

Sköpulag: 9,5 - 8,5 - 7,5 - 9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 8,48
Hæfileikar: 10,0 - 8,0 - 7,0 - 7,0 - 9,5 - 9,5 - 6,0 = 8,60

og 8,55 í aðaleinkunn

Ræktandi: Eline Manon Schrijver, Jón Gíslason
Eigandi: Goetschalckx Frans

mynd tekin af eidfaxi.is

 

 

 

Innilega til hamingju Neistafélgar með frábæran árangur.

 

  • 1
Antal sidvisningar idag: 141
Antal unika besökare idag: 8
Antal sidvisningar igår: 442
Antal unika besökare igår: 24
Totalt antal sidvisningar: 439736
Antal unika besökare totalt: 51877
Uppdaterat antal: 4.5.2024 05:50:59

Meny

Um hestamannafélagið Neista

Namn:

Hestamannafélagið Neisti

Födelsedag:

1943

Postadress:

540 Blönduós

Plats:

Blönduós

Om:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Personnummer / Organisationnummer:

480269-7139

Länkar

clockhere