Blogghistorik: 2025 Länk

28.05.2025 08:49

Fréttir 28.05.2025

Fréttir úr starfi Neista

 

Reiðmaðurinn I mun standa til boða í Reiðhöllinni Arnargerði á hausti komandi ef næg þátttaka næst. Námskeiðið hefur nú verið auglýst og eru allir áhugasamir hvattir til að sækja um fyrir 10. júní.

 

Helgina 14. og 15. júní verður sameiginleg úrtaka Neista, Þyts og Snarfara haldin á Hvammstanga vegna fjórðungsmóts sem haldið verður í Borgarnesi 2. til 6. júlí í sumar. Skráning verður í gegnum sportfeng.

 

Félagsmót verður haldið sunnudaginn 22. júní á vellinum okkar. Félagar og gestir eru hvattir til að fjölmenna og gera gott mót. Mótið er gæðingamót að venju auk þess sem keppt verður í tölti/gæðingatölti og jafnvel skeiði. 

 

Neisti stóð fyrir mótun samstarfsverkefnis með öðrum íþróttafélögum í því skyni að virkja krakka til þátttöku sem ekki eru mjög virkir í íþróttum eða félagsstarfi.  Verkefni þetta hefur nú hlotið styrk frá menntamálaráðuneytinu og verður fundað í næstu viku um framkvæmd og fyrirkomulag. 

 

Að frumkvæði stjórnar og þá einkum Sigurðar Ólafssonar er kominn skriður á loftræsti og kyndingarmál reiðhallarinnar. Ýmsar lausnir eru nú í athugun og má telja næsta víst að framkvæmdir komist á koppinn fyrir næsta vetur. 

 

06.05.2025 15:48

Fréttir úr starfinu

 

 

Óskum æskulýðsnefnd, reiðkennurum, iðkendum og foreldrum til hamingju með frábæra sýningu þann 1. maí og árangursríkt og skemmtilegt starf í allan vetur.

Þann 14. og 15. júní er fyrirhuguð á Hvammstanga úrtaka Þyts, Snarfara og Neista vegna fjórðungsmóts í Borgarnesi. Laugardaginn 21. júní er stefnt á félagsmót Neista á Blönduósvelli.

Af reiðmanninum er það að frétta að pláss er fyrir tvo þátttakendur í viðbót og væri gott að heyra í líklegum sem allra fyrst.  Haft verður samband við alla sem lýst hafa yfir áhuga seinni part vikunnar. 

  • 1
Antal sidvisningar idag: 1905
Antal unika besökare idag: 11
Antal sidvisningar igår: 2139
Antal unika besökare igår: 43
Totalt antal sidvisningar: 1138584
Antal unika besökare totalt: 94355
Uppdaterat antal: 1.7.2025 09:06:39

Meny

Um hestamannafélagið Neista

Namn:

Hestamannafélagið Neisti

Födelsedag:

1943

Postadress:

540 Blönduós

Plats:

Blönduós

Om:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Personnummer / Organisationnummer:

480269-7139

Länkar

clockhere