Blogghistorik: 2019 Nästa sida09.04.2019 22:10SAH Mótaröðin - LokamótLokamót SAH mótaraðarinnar verður haldið , laugadaginn 13 apríl - mótið hefst 13:00 Mótið hefst á pollaflokki, en pollaflokkurinn (teymingarflokkur) og barnaflokkurinn(13 ára og yngri) verða riðnir inni (tölt T7) Aðrir flokkar keppa úti ! Keppt verður úti á beinni braut, þar sem hver knapi hefur tvær ferðir fram og til baka til að sýna þær gangtegundir sem að hann vill
kl. 23:00 föstudaginn 12 apríl
Skráningargjald þarf að greiða til þess að skráning sé tekin gild !
04.04.2019 14:24Neistafélagi sigraði B-úrslitin í fjórgangi í KS deildinni í gær.
Sigurvegari B-úrslita var Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu og hlutu þau 7,17 í einkunn. Þess má geta að Þórbjörn var yngsti keppandi kvöldins en hann er einungis 6 vetra.
Sigurvegari B-úrslita Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu Sigurvegari B-úrslita Bergrún Ingólfsdóttir og Þórbjörn frá Tvennu N/A Blog|WrittenBy Magnús 03.04.2019 15:31StórsýningBreytt dagsetning - 24.apríl klukkan 18:00
Þann 24. apríl 2019 fer fram Stórsýning A-Húnvetnskra hestamanna í reiðhöllinni Arnargerði. Hestamenn/eigendur eru hvattir til að taka þátt í þessum viðburði og gleðjast saman eins og hestamönnum einum er lagið. Hross af öllum toga og á öllum aldri velkomin.
Skráningargjald er 2000 kr. fyrir hvert atriði óháð fjölda hrossa.
Skráningar berist í tölvupósti á [email protected], en skráningarfrestur er til miðnættis 21.apríl. Upplýsingar sem þurfa að fylgja skráningu eru IS númer Nafn hests og litur Eigandi Aðrar upplýsingar um hrossið sé þess óskað
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Gunnarsson í síma 8948332 03.04.2019 09:53Frá FarskólanumVið í Farskólanum ætlum að bjóða upp á raunfærnimat á móti hestabraut í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra -FNV nú í vor ef næg þátttaka fæst (8 -10 manns). Raunfærnimat er frábær leið fyrir fólk, sem unnið hefur við tamningar í a.m.k 3 ár og er orðið 23 ára, til að fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga á framhaldsskólastigi. Þessi leið getur stytt námstíma á hestabraut, verulega. Biðjum ykkur að auglýsa þetta meðal ykkar félaga og við í Farskólanum munum svara öllum spurningum sem upp koma varðandi þetta. Getum einnig komið og kynnt fyrir áhugasömum eða þeir komið við í Farskólanum og fengið nánari upplýsingar. Einnig má gjarnan senda tölvupóst á [email protected] eða [email protected] ATH. - Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu ef viðkomandi hefur ekki lokið öðru námi en grunnskóla. N/A Blog|WrittenBy Magnús
Antal sidvisningar idag: 1769 Antal unika besökare idag: 11 Antal sidvisningar igår: 2139 Antal unika besökare igår: 43 Totalt antal sidvisningar: 1138448 Antal unika besökare totalt: 94355 Uppdaterat antal: 1.7.2025 08:45:14 |
MenyArkiv
Um hestamannafélagið Neista Namn: Hestamannafélagið NeistiMejladress: [email protected]Födelsedag: 1943Postadress: 540 BlönduósPlats: BlönduósOm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Länkarclockhere
|
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel