Blogghistorik: 2016 Visa kommentarer

22.07.2016 11:15

Gæðingamót Neista og Þyts

Sameiginlegt gæðingamót Þyts og Neista verður haldið á Blönduósi 13. ágúst nk. Boðið verður upp á eftirfarandi flokka: A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, B-flokk áhugamanna, Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu), Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu), Börn (10-13 ára á keppnisárinu), 100m skeið, 250 m brokk og Pollaflokk (9 ára og yngri á árinu).

Skráning er í gegnum mótasíðu Sportfengs. http://skraning.sportfengur.com/ Lokaskráningardagur er miðnætti þriðjudaginn 9.ágúst. Skráning polla sendist á email: [email protected] Skráning í B flokk áhugamanna verður þannig að knapar skrá sig í B flokk gæðinga og senda email á [email protected] til að láta vita að þeir ætli að skrá sig í áhugamannaflokkinn.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.500 kr. fyrir börn og unglinga 2.500 kr. Í kappreiðunum er skráningargjaldið 2.000 kr á hest. Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 um leið og fólk skráir í gegnum skráningakerfið og viðkomandi keppandi fer þannig inn á ráslista.
Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til mótanefndar áður en mótið hefst. Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framkvæmd mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Minnum einnig á Opna Íþróttamót Þyts sem haldið verður 19. og 20. ágúst nk á Hvammstanga.


Mótanefnd 

04.07.2016 08:18

Takk fyrir


Frábæru Landsmóti lokið. Glæsilegt í alla staði.

Okkar fólk og hestar tóku þátt og stóðu sig með prýði, þökkum við þeim kærlega fyrir frábæra frammistöðu.


Á fimmtudagskvöldið var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Fjölskyldan á Hofi sá alveg um þann þátt ásamt því að taka þátt í keppninni fyrr í vikunni.


Ásdís var fánaberi fremst í hópreiðinni ásamt fleiri unglingum.

 

Lara var fánaberi fyrir Hestamannafélagið Neista.

 

Fjölskyldan á Hofi tók þátt í hópreiðinni fyrir hönd hestamannafélagsins.

 
Myndir Martina Gates, teknar af fésbókarsíðu Eline.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 294
Antal unika besökare idag: 18
Antal sidvisningar igår: 249
Antal unika besökare igår: 23
Totalt antal sidvisningar: 439447
Antal unika besökare totalt: 51863
Uppdaterat antal: 3.5.2024 17:43:48

Meny

Um hestamannafélagið Neista

Namn:

Hestamannafélagið Neisti

Födelsedag:

1943

Postadress:

540 Blönduós

Plats:

Blönduós

Om:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Personnummer / Organisationnummer:

480269-7139

Länkar

clockhere