Blogghistorik: 2022 Mer >>11.06.2022 21:46LH-félagi ársins 2022
Í vetur kom hugmynd frá LH að hestamannafélögin tilnefndu sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Stjórn Neista tilnefndi Val Valsson fyrir allt það góða starf sem hann hefur lagt til félagsins til margra ára.
Hann vann kosninguna sem fram fór á netinu á vef LH. Innilega til hamingju! N/A Blog|WrittenBy Selma 11.06.2022 16:32Dagskrá mótsins 12. júníDagskrá mótsins á morgun 12.júní. 9.15 knapafundur 10.00 12.10-12.45 matarhlé N/A Blog|WrittenBy Selma 02.06.2022 12:13Landsmót - tjaldstæðiHestamannafélagið Neisti hefur fengið úthlutað tjaldstæðum á svæði 1, neðsta röð.
N/A Blog|WrittenBy Selma 02.06.2022 11:11FélagsgjöldFélagsgjöld hestamannafélagins voru send út í vor í heimabanka félagsmanna. Eindagi var 1. júní. Innifalið í félagsgjöldum er aðgangur að Worldfeng og þátttökuréttur á félagsmót hestamannafélagsins og á Landsmót, þ.e. eigandi hests þarf að vera búinn að borga félagsgjöldin. Við lokum aðgangi að Worlfeng á þá sem ekki eru búnir að greiða fyrir 5. júní. Þeir sem taka þátt í félagsmóti og úrtöku fyrir Landsmót 12. júní og eru ekki búnir að borga hafa ekki keppnisrétt. Þeir þurfa að vera búnir að borga greiðsluseðil fyrir 5. júní.
Gjaldkeri He. Neista. N/A Blog|WrittenBy Selma 02.06.2022 08:59Félagsmót og úrtaka fyrir LandsmótFélagsmót og úrtaka Neista og Snarfara verður haldið sunnudaginn 12. júní á velli Neista við Arnargerði. Boðið verður upp á A-flokk, B-flokk, ungmenna-, unglinga- og barnaflokk, og svo gæðingatölt fullorðinna og 21 árs og yngri. Skráning fer fram í Sportfeng og er loka skráningardagur 9. júní. Skráningagjald er 5000 kr. í alla flokka nema barna- og unglingaflokk, þar er gjaldið 4000 kr. Skráningagjald hækkar um helming ef skráð er eftir skráningafrest. Senda þarf kvittun á [email protected]. Skráning ekki gild fyrr en greiðsla berst.
Til þess að knapi sé gjaldgengur í úrtöku í B og A flokki þarf eigandi hests að vera skráður í annað hvort Neista eða Snarfara. Til þess að knapi sé gjaldgengur í yngri flokka úrtöku þurfa bæði knapi og eigandi hests að vera í Neista eða Snarfara.
Antal sidvisningar idag: 1905 Antal unika besökare idag: 11 Antal sidvisningar igår: 2139 Antal unika besökare igår: 43 Totalt antal sidvisningar: 1138584 Antal unika besökare totalt: 94355 Uppdaterat antal: 1.7.2025 09:06:39 |
MenyArkiv
Um hestamannafélagið Neista Namn: Hestamannafélagið NeistiMejladress: [email protected]Födelsedag: 1943Postadress: 540 BlönduósPlats: BlönduósOm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Länkarclockhere
|
© 2025 123.is | Registrera dig för 123.is | Kontrollpanel