03.02.2008 14:33

Frá endurmenntunardeild LBHÍ

Frá endurmenntunardeild LbhÍ

Í febrúarmánuði hefjast nokkur námskeið sem sérsniðin eru að hestaáhugafólki. Ekki er krafist neinnar menntunar en æskilegt er að
 viðkomandi stundi hestamennsku. Námskeiðið, Bygging hrossa, er boðið fram í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands
og gefur ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur.
Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi.
Mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar. Járningar og hófhirða verður boðið uppá á tveimur stöðum á landinu
á Ytra Álandi í Þistilfirði og á Miðfossum í Borgarfirði. Námskeið þetta er á farandlista, sem þýðir að félög geta óskað
eftir því að fá það í sitt heimahérað sé næg þátttaka fyrir hendi.

Fyrir þann sem hefur áhuga á að taka þátt í sýningum og keppni er þriggja helga námskeiðið
Uppbygging kynbóta- og sýningarhrossa
, sjá innihaldslýsingu í viðhengi.

Skráningar á [email protected] ? fram komi nafn, kennitala, heimilisfang og sími,

eða hafið samband í síma 433 5033/ 433 5000.

Með kveðju

Endurmenntunardeild LbhÍ

S: 433 5033/ 433 5000

www.lbhi.is/namskeid

[email protected]

Flettingar í dag: 2913
Gestir í dag: 186
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1001976
Samtals gestir: 90753
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 15:04:14

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere