13.08.2008 22:47Hestaferð NeistaHestaferð Neista
Helgina 22.-24. ágúst n.k. verður farið í félagsferð Neista. Áætlunin er að hestarnir verða komnir í Lækjardal fyrir föstudagskvöld, en hægt er að geyma þá þar frá og með fimmtudegi, 21.8. Lagt verður af stað frá Lækjardal föstudagskvöld kl. 18.30 og riðið í Þverá. Daginn eftir verður farið frá Þverá í gegnum Vatnadalinn í Skagasel þar sem við fáum okkur kjötsúpu og gistum. Á sunnudaginn er riðið yfir Skagaheiðina á Skagaströnd og áleiðis á Blönduós. Þeir sem vilja ekki fara alla leið heim þann dag hafa kost á að geyma hestana aftur í Lækjardal til mánudags. Ferðin er öllum opin en verðið á mann er kr. 5500.- fyrir félagsmenn en kr. 6500.- fyrir utanfélagsmenn. Miðað er við Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld 19.ágúst n.k. hjá
Angelu, s. 452 4323, 869 5923 Evu, s. 694 8999 Ragnheiði, s. 452 4128
Skrifað af SM Flettingar í dag: 1738 Gestir í dag: 170 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000801 Samtals gestir: 90737 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 10:49:54 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is