03.02.2009 15:43lhhestar - Fréttir | 03. febrúar 2009
Stjórn LH fundar á Blönduósi
Stjórn LH heldur vinnufund á Blönduósi um næstu helgi. Í tengslum við fundinn er hestamönnum í Húnaþingi, Skagafirði og Siglufirði boðið til almenns fundar næstkomandi föstudag, 6. febrúar, í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi. Stjórnum Glæsis, Léttfeta, Stíganda, Neista, Þyts, Snarfara og Svaða hefur verið boðið formlega á fundinn. Það skal þó sérstaklega tekið fram að allir hestamenn eru velkomnir. Til umræðu verður verkefnastaða LH: Landsmót 2008 og Landsmót framtíðarinnar, æskulýðsmálin, keppnismál, tölvumál, WorldFengur og samstarfið við FEIF svo einhver atriði séu nefnd. Tilgangur fundarins að hlýða á rödd hins almenna félagsmanns í viðkomandi félögum. Þess vegna eru allir sem láta sig málefni hestamanna varða hvattir til að mæta og láta í sér heyra. Og að sjálfssögðu verður heitt á könnunni. Stjórn Landssambands hestamannafélaga Skrifað af sm Flettingar í dag: 1738 Gestir í dag: 170 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000801 Samtals gestir: 90737 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 10:49:54 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is