01.02.2010 22:14Hefur þú áhuga á að bjóða unglingum í heimsókn?![]() Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost
á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 - 17 ára verða í 1
- 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum. Þetta er tækifæri fyrir
áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl. Einnig er fyrirhugað að bjóða erlendum unglingum til dvalar hér á landi á sömu forsendum. Æskulýðsnefndin óskar eftir áhugasömum unglingum sem vilja fara og fjölskyldum sem mundu vilja bjóða heim erlendum unglingum. Miðað verður við að þátttökugjald standi undir kostnaði. Ef þið hafið áhuga vinsamlega hafið samband sem fyrst við æskulýðsnefnd LH. Tölvupóstföng og símanúmer eru á heimasíðu LH á www.lhhestar.is Með kveðju Æskulýðsnefndar LH Skrifað af selma Flettingar í dag: 1738 Gestir í dag: 170 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000801 Samtals gestir: 90737 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 10:49:54 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is