21.06.2011 00:07

Æfing fyrir landsmót


Stemming er hjá krökkunum fyrir Landsmóti sem byrjar á sunnudaginn með forkeppni í unglingaflokki og síðan baranaflokki. Í kvöld örkuðu þau ásamt foreldri og Óla Magg,  sem er endalaust tilbúinn að snúast í kringum þau, á Vindheimamela að æfa fyrir keppnina. Virkilega skemmtileg ferð og gott fyrir þau að prófa annan völl en þann sem þau eru vön á Blönduósi.
Á Landsmót fyrir Neista fara:



Lilja Maria og Hamur, Agnar og Njörður, Sigurður Bjarni og Þokki, Sigurgeir Njáll og Hátíð og Haukur Marian og Viðar. Óli er með þeim á myndinni.

Í B-flokk fara Óli og Gáski og Raggi og Stikla en í A-flokk fara Óli og Ódeseifur og Raggi og Maur en þessir kappar þurfa nú lítið að æfa sig.

Afskaplega fallegt veður var á Melunum en kalt. Vonandi fer að hlýna.







Nokkrar myndir í albúmi.

Flettingar í dag: 1510
Gestir í dag: 154
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1000573
Samtals gestir: 90721
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 09:42:41

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere