05.07.2012 21:00MiðnæturreiðtúrNæstkomandi laugardagskvöld, 7. júlí, ætla Sigurlaug Markúsdóttir og Gunnlaug Kjartansdóttir að standa fyrir miðnæturreiðtúr frá Hæli til Blönduóss og er mæting á Hæli klukkan 23. Markmiðið er að koma saman og eiga góða kvöldstund í góðra vina hópi. Vonast þær til að sjá sem flesta. "Þar sem veðurspáin er góð og besta veðrið er á kvöldin og nóttunni þá ætlum við að fara í miðnæturreiðtúr, njóta fegurðarinnar og útsýnisins frá Hæli til Blönduós laugardagskvöldið 7. júlí," segir í tilkynningu frá þeim stöllum. Fólk sér um sig sjálft hvað varðar drykk og brauð þannig að kostnaðurinn er á valdi hvers og eins. Ef áhugi er fyrir hendi að fara með hestana í rekstri á föstudagkvöldið fram á Hæli hafið þá samband við Sillu 691-8228 eða Gullu 848-9447. Hægt er að leigja hesta hjá Hestaleigunni Galsa, sími 690-0118.Skrifað af selma Flettingar í dag: 2012 Gestir í dag: 175 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1001074 Samtals gestir: 90742 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 11:11:34 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is