25.01.2014 11:11Fyrsta mót vetrarins - ístölt
Fyrsta mót vetrarins í Mótaröð Neista sem er ístölt, verður haldið á Hnjúkatjörn nk. laugardag 1 febrúar kl.11.00, ef að veður og færð leyfir. Keppt verður í 3 flokkum í mótaröðinni eins og verið hefur.
2 keppendur eru inn á í einu. Riðinn er einn leggur hægt tölt og til baka tölt með hraðabreytingum. Aftur tölt með hraðabreytingum og svo yfirferðartölt til baka. Alls fjórar ferðir. Úrslit eru riðin í hverjum flokki fyrir sig strax eftir forkeppni. Fimm knapar í úrslitum, með þeirri undantekningu þó ef að einhverjir eru jafnir að stigum. Skráningargjald er kr. 1.500 fyrir fyrstu skráningu og 1.000 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 1.000 fyrir hverja skráningu. Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa líka. Keppendur skrá sig í flokka í upphafi keppni og haldast í þeim flokkum út mótaröðina, með þeim möguleika þó að keppendur mega skrá sig upp um flokk hvenær sem er kjósi þeir það en þá er ekki heimilt að fara til baka og ekki taka þeir með sér þau stig sem að þeir hafi til unnið. Annars gilda almennt reglur LH, og er bent sérstaklega á reglur um fóta,- og beislisbúnað ! Mótanefnd Skrifað af HBE Flettingar í dag: 1510 Gestir í dag: 154 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000573 Samtals gestir: 90721 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 09:42:41 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is