26.02.2016 18:27Mótaröð Neista - Ísmót
Annað mót vetrarins í Mótaröð Neista, Ísmótið, verður nk. sunnudag, 28. febrúar kl.13.00 ef veður leyfir, en veðurútlit er mjög gott. Mótið verður á Flóðinu fyrir neðan Vatnsdalshóla. Frábær ís og fallegt umhverfi. Hægt að aka út á ísinn til að fylgjast með mótinu og áhorfendur hvattir til að fjölmenna
Einnig verður bæjarkeppni með firmakeppnisfyrirkomulagi, þ.e. riðnar 4 ferðir með frálsri aðferð. Engin skráningargjöld. Þeir sem vilja skrá sína bæji í keppnina geta skráð sig með því að senda tölvupóst eða skráð á staðnum. Skráningargjald aðeins kr. 1.000. Skráningargjald fyrir tölt er kr. 2.000 fyrir hverja skráningu í opna flokknum og 1.500 fyrir hverja skráningu í unglingaflokki. Skráning sendist á email [email protected] fyrir kl. 14.00 laugardaginn 27. febrúar. Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt. Muna að taka fram IS númer hests og kennitölu knapa. Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 4802697139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum, ekki tekið við greiðslukortum. Mótanefnd. Skrifað af Selmu Flettingar í dag: 1738 Gestir í dag: 170 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000801 Samtals gestir: 90737 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 10:49:54 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is