03.04.2017 23:55Fimmgangur og fleira skemmtilegt.
Fimmgangur og fleira gott í Reiðhöllinni Arnargerði
Föstudaginn 7. apríl verður keppt í Fimmgangi, T7 og skeiði í Reiðhöllinni Arnargerði. Í fimmgangi verður keppt í flokki áhugamanna og opnum flokki. Fyrirkomulag verður með þeim hætti að einn er inn á í einu og ræður röð gangtegunda en sýnir tölt frjálsa ferð einn hring, brokk einn hring, stökk einn hring og fet hálfan, skeiðaðar eru tvær ferðir á annarri hvorri langhliðinni að eigin vali og litið svo á að um ferjuleið sé að ræða milli ferða. Í T7 verður keppt í flokki fullorðinna og unglingaflokk, verði skráningar barna yngri en 13 ára margar verða riðin úrslit hjá þeim sérstaklega. Að lokum verður boðið upp á skeið í gegnum höllina með tímatöku. Skráningargjöld hjá fullorðnum eru kr. 2.000 á skráningu en 1.500 kr. hjá þeim yngri. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. ATH. þeir sem ekki hafa greitt gjöld síðustu móta vinsamlegast klári það mál sem fyrst. Skráningum skal skila á [email protected] fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 6. apríl. Nefndin.
Flettingar í dag: 1649 Gestir í dag: 164 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000711 Samtals gestir: 90731 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 10:03:50 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is