Ákveðið hefur verið að kanna hvort áhugi sé meðal Neistamanna og annarra hestamanna hér á svæðinu á því að Reiðmaðurinn I verði í boði í Reiðhöllinni Arnargerði í samstarfi endurmenntunar Lbhi og Neista á hausti komandi. Áhugasömum er bent á að kynna sér málið vandlega á slóðinni https://endurmenntun.lbhi.is/reidmadurinn/. Þeir sem hafa áhuga á að vera með er bent á setja sig í samband við Hörð formann Neista, Erlu Jónsdóttur eða stjórnarmenn Neista. Minnst 10 verða að staðfesta þátttöku svo af þessu geti orðið.