Nú styttist í mót á sunnudaginn. og allir að undirbúa á fullu. Annað kvöld, miðvikudaginn 18. júní 19:30 eða þar um bil verðum við upp á velli að undirbúa völlinn og væri gaman að sjá framan í sem flesta þó fólk bara kíki við. Ef fólk hefur tök á að hjálpa til við mótið, vera ritarar, fótaskoðunarfólk, hliðverðir, þulir og aðstoða í palli væri gott að heyra frá fólki. Sjáumst kát og fjölmennum á mótið.