Færslur: 2010 Febrúar

17.02.2010 09:39

Skráningargjöld


Það láðist að setja inn gjald fyrir unglingana í Smalanum en
skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna
en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.


16.02.2010 21:18

Ný síða Ís-Landsmóts


Ný heimssíða Ís-Landsmóts er komin í loftið
og er sem fyrr undir áhugaverðum tenglum hér til hliðar.


16.02.2010 18:03

Smali - Húnvetnska liðakeppnin

Minnum á að lokaskráningardagur er fyrir miðnætti í kvöld
fyrir Smalann í Húnvetnsku liðakeppnina.

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is  fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 16. febrúar.  Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er.
Skráningargjöld eru 1.500 kr og þarf að greiða þau áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected]


Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1993 og seinna), 2. flokki og 1. flokki.   
Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í unglingaflokki.   


Knapar verða að vera í sama flokki og í sama liði allt tímabilið.

15.02.2010 18:19

Nokkrar tilkynningar


Námskeiðin í knapamerkjum 1 og 3
miðvikudagskvöld 17. feb. falla niður.


Smalabrautin verður sett upp á miðvikudagskvöld til æfinga.

Smalinn í Grunnskólamótinu sem vera átti laugardaginn 20. febrúar
er frestað til 21. mars. Nánar auglýst síðar.


Bóklegur tími í knapamerki 1 hjá konum og körlum
verður á laugardag, nánari tími auglýstur fljótlega.



14.02.2010 20:06

Hrossabændur- Hestamenn

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi mánudaginn 15. febrúar 2010 og hefst kl. 20:30

 

Dagskrá:

1.      Venjuleg aðalfundarstörf - skýrsla stjórnar og reikningar

2.      Stóðhestahald 2010

3.      Af vettvangi Félags Hrossabænda - Magnús Jósefsson stjórnarmaður í FHB

4.      Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma:  Aukin eftirfylgni vegna lyfjaleifa í hrossakjöti.

5.      Önnur mál

 

Hrossaeigendum er sérstaklega bent á að aukin eftirfylgni vegna lyfjaleifa í hrossakjöti getur þýtt að einstaklingsmerkja og skrá þurfi öll lifandi hross þ.m.t öll stóðhross í landinu

                                  

Mætum öll - kaffiveitingar

 

                        Samtök Hrossabænda í A-Hún

Ath. ef veðrið verður leiðinlegt og fresta þarf fundi verður það auglýst hér á síðunni.

14.02.2010 17:54

Folaldasýning


Folaldasýning verður haldin í reiðhöllinni á Hvammstanga sunnudaginn 21. febrúar kl. 15.00

Skráning hjá Malin í síma 451-2563 eða á mail
[email protected]
fyrir fimmtudaginn 18. febrúar. Skráið nafn, lit, kyn, ætt, ræktanda og eiganda.
Dómari: Eyþór Einarsson

Skráningagjald er 1.000 kr./folald, greiðist á staðnum hjá Malin.

Kaffisala á staðnum. Aðgangseyrir 500 kr

Allir velkomnir

Hrossaræktarsamtök Vestur Húnavatnssýslu



Samtök Hrossabænda í A.-Hún
hvetja Austur-Húnvetninga
til að mæta með folöld sín á sýninguna.

13.02.2010 10:03

Úrslit úr töltmóti


Tötlmótið í Reiðhöllinni var í gærkvöldi og tókst með ágætum. Þökkum við öllum þeim sem að því stóðu sem og keppendum og áhorfendum kærlega fyrir kvöldið.

Úrslit urðu þessi:


Barnaflokkur:


1. Lilja María Suska og Neisti frá Bolungarvík
2. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum 
3. Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir og Pjakkur frá Efri-Mýrum 
4. Lara Margrét Jónsdóttir og Varpa frá Hofi 
5. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Skuggi 



Unglinga
flokkur:


1. Aron Orri Tryggvason og Þokki frá Víðinesi 
2. Brynjar Geir Ægisson og Heiðar 
3. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Fantur frá Bergsstöðum 
4. Hákon Ari Grímsson og Galdur frá Gilá 
5. Haukur Marian Suska og Ívar frá Húsavík 


2. flokkur:


1. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II 
2. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 
3. Ægir Sigurgeirsson og Tígull 
4. Eline Manon Schrijver og Þekla frá Hólum
5. Guðmundur Sigfússon og Aron


1. flokkur


1. Hörður Ríkharðsson og Knár frá Steinnesi 
2. Ninni Kullberg og Sóldögg frá Efri-Fitjum 
3. Heimir Þór Guðmundsson og Eðall frá Orrastöðum
4. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabak
5. Jón Gíslason og Örvar frá Steinnesi


12.02.2010 23:16

Grímutölti frestað


Grímutölti barna og unglinga sem vera átti á
 sunnudaginn 14. mars kl. 14.00
hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Reynt verður að finna dag í mars og verður það auglýst síðar.

11.02.2010 22:01

Töltmótið 12. febrúar


Töltmótið í Reiðhöllinni
föstudaginn 12. febrúar byjar kl. 20.00

Barnaflokkur
Unglingaflokkur
2. flokkur
1. flokkur

Úrslit verða riðin í sömu röð eftir hlé.

11.02.2010 21:02

Húnvetnska liðakeppnin - Smalinn


SMALINN er næsta mót liðakeppninnar og verður í Reiðhöllinni Arnargerði
19. febrúar nk.

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is  fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 16. febrúar.  Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, litur og aldur.
Skráningargjöld eru 1.500 kr og þarf að greiða þau áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected]

Keppt verður í unglingaflokki, 2. flokki og 1. flokki.   
Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í unglingaflokki.
  

Brautin er eins og myndin hér að neðan sýnir.       




08.02.2010 22:04

Grímutölt barna og unglinga


Grímutölt barna og unglinga 

sunnudaginn 14. febrúar kl. 14.00


Keppt verður í unglingaflokki, barnaflokki og pollaflokki, allir eiga að vera í grímubúningum.


Skráning er á netfang Neista
neisti.net@simnet.is  fyrir miðnætti fimmtudagskvöld 11. febrúar.

Skráningargjald er 800 kr. Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-13-110497 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfangið [email protected]

Fram þarf að koma; knapi, hestur og litur og upp á hvora hönd er riðið. Tveir verða inná í einu og ekki snúið við.

Aðgangur er ókeypis.


07.02.2010 20:11

Töltmót 12. febrúar


Opið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði

föstudaginn 12. febrúar kl. 20.00

Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: [email protected] fyrir miðnætti þriðjudag 9. febrúar.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, unglinaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi, hestur, litur og aldur og upp á hvora hönd er riðið. Tveir verða inná í einu og ekki snúið við.

Skráningargjald er 1.500 kr fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista
[email protected]

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.


Ath. að ef mikil þátttaka er þá gæti mótið byrjað fyrr, en það verður auglýst síðar
.

06.02.2010 09:41

KB mótaröðin

KB mótaröðin   

 

Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni)

 

Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1.flokkur, 2.flokkur (minna keppnisvanir)


                    13.febrúar            Fjórgangur

                    13.mars                Tölt

                    27.mars                Gæðingakeppni í gegnum höllina

                    10.apríl                 Tölt og fimmgangur

 

 Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.  3.stigahæstu liðin fá verðlaun í hæsta gæðaflokki J  Öll mótin hefjast kl.12:00. Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 kvöldi áður á netföngin: [email protected], [email protected] eða í
s. 691-0280 eða 699-6116

 

 


KB Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.


06.02.2010 08:51

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - fjórgangur

Fyrsta mótinu í Húnvetnsku liðakeppninni lokið. 103 keppendur skráðir til leiks og var því ekki auðvelt starf dómaranna að dæma þennan fjölda á einu kvöldi. En mótið tókst rosalega vel, allt samkvæmt tímaáætlun mótanefndar og vill mótanefnd þakka öllu því frábæra starfsfólki sem aðstoðaði við að gera mótið svona skemmtilegt emoticon

Úrslit urðu eftirfarandi: einkunnir, forkeppni / úrslit

1. flokkur:


A-úrslit
1. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ, eink. 6,90 / 7,3
2. Helga Una Björnsdóttir og Ólga frá Steinnesi , eink. 6,65 / 7,1
3. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, eink. 6,50 /  7,05
4. Agnar Þór Magnússon og Hrímnir frá Ósi, eink. 6,65 / 7,00
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, eink. 6,55 / 6,85

B-úrslit.
5. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, eink. 6,50 / 6,85
6-7. Kolbrún Grétarsdóttir og Snilld frá Hellnafelli, eink. 6,20 / 6,60
6-7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Stuðull frá Grafarkoti, eink. 6,2 /  6.60
8. Ólafur Magnússon og Eðall frá Orrastöðum, eink. 6,3 / 6,4
9. Elvar Einarsson og Höfðingi frá Dalsgarði, eink. 6,35 / 6,2
10. Elvar Logi Friðriksson og Syrpa frá Hrísum II, eink. 6,20 / 6,15
11. Halldór Svansson og Fursti frá Efri-Þverá, eink. 6,30 / 6,1

2. flokkur

A-úrslit
1. Ninni Kulberg og Sóldögg frá Efri-Fitjum, eink. 6,05 / 6,85
2. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki, eink. 5,85 / 6,45
3. Gréta B Karlsdóttir og Frá frá Rauðuskriðu, eink. 5,55 / 6,25
4. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Kasper frá Grafarkoti, eink. 5,65 / 6,15
5. Elín Íris Jónasdóttir og Spói frá Þorkelshóli, eink. 5,70 / 6,05

B-úrslit
5. Gréta B Karlsdóttir og Frá frá Rauðuskriðu, eink. 5,55 / 6,15
6. Ragnar Smári Helgason og Blær frá Hvoli, eink. 5,35 / 5,95
7. Jónína Lilja Pálmadóttir og Þáttur frá Seljarbrekku, eink. 5,50 / 5,75
8. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Sæla frá Hellnafelli, eink. 5,45 / 5,60
9. Sveinn Brynjar Friðriksson og Gosi frá Hofsvöllum, eink. 5,30 / 5,20

Unglingaflokkur
 
A-úrslit
1. Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum, eink. 6,0 / 6,80
2. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II, eink. 5,80 / 6,00
3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík, eink. 5,95 / 5,95
4. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum, eink. 5,60 / 5,95
5. Ásta Björnsdóttir og Glaumur frá Vindási, eink. 6,15 / steig af baki


B-úrslit
5. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum, eink. 5,60 / 6,1
6. Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili, eink. 5,50 / 5,75
7. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum, eink. 5,70 / 5,70
8. Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum, eink. 5,00 / 5,40
9. Eydís Anna Kristófersdóttir og Viður frá Syðri-Reykjum, eink. 5,10 / 4,95


Staðan í liðakeppninni eftir fyrsta mót:

1. Lið 1 með 54,5 stig
2. Lið 2 með 32 stig
3. Lið 3 með 16,5 stig
4. Lið 4 með 7 stig

Myndir frá mótinu má sjá hér.



Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


Þytur

04.02.2010 19:07

Ráslistarnir


Ráslistarnir eru komnir inná  
Þytssíðuna  - 103 keppendur eru skráðir til leiks.

Mótið hefst klukkan 17.00 og er skráningargjald 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1948
Gestir í gær: 415
Samtals flettingar: 437547
Samtals gestir: 51777
Tölur uppfærðar: 30.4.2024 23:54:42

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere