Færslur: 2025 September

25.09.2025 11:54

Fréttir - september 2025

 

Neistafréttir september 2025.

 

Kæru Neistafélagar nær og fjær, nú er tíminn til að fara að huga að haust og vetrarstarfinu. Í fyrsta lagi væri gott að fá upplýsingar um allan keppnisárangur Neistafélaga á árinu vegna tilnefninga til íþróttamanns ársins. Hægt er að koma upplýsingum til hvaða stjórnarmanns sem er. 

-Stefnt er að haustfundi félagsins þriðjudaginn 14. október. Allir sem áhuga hafa á að starfa í félaginu eru hvattir til að setja sig í samband við stjórn og munum við finna öllum farveg og verkefni sem áhuga hafa. Einnig væri gott að fá ábendingar um þá sem er illa við að vekja athygli á sér sjálfir en gætu verið þeir allra heppilegustu til að starfa að verkefnum félagsins.

-Við auglýsum hér með eftir áhugasömu fólki til að taka reiðhallar- hesthúsið á leigu eða benda á fólk sem mögulega hefði áhuga á því en sér ekki þær auglýsingar sem við látum frá okkur.  Alls ekki er lokað á þann möguleika að halda nokkra hesta handa hestlausum krökkum sem vilja komast á námskeið, allt er þetta í athugun og mun á endanum vonandi fá farsælan endi.

-Við erum að byrja framkvæmdir vegna endurbóta á loftræsti og kyndingarmálum auk þrifa og vetrarundirbúnings upp í reiðhöll, stjórnarfólk og velunnarar verða við störf á laugardagsmorguninn og allir velkomnir að kíkja við, fylgjast með og taka þátt. Leitað verður til fleira fólks á komandi vikum.

-Dagana 10. til 12. október hefst ‘Reiðmaðurinn’ og verður höllin vonandi orðin þokkaleg og framkvæmdirnar komnar vel af stað en gaman verður að fylgjast með námskeiðinu og vonandi að það verði okkur öllum hvatning til að efla reiðmennskuna.

 

Stjórnin.

  • 1
Flettingar í dag: 362
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 3135
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 1381326
Samtals gestir: 99774
Tölur uppfærðar: 18.10.2025 13:54:38

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere