21.11.2010 19:48

Kiljan frá Steinnesi hæst dæmda kynbótahrossið


Mynd/HGG.
Á hrossaræktarráðstefnu fagráðs í gær voru veitt ný verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahross ársins, leiðrétt fyrir aldri. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut stóðhestsins Kiljans frá Steinnesi sem hlaut í aðaleinkunn 8.71 eða 8.78 aldursleiðrétt, en Kiljan er sex vetra gamall. 

Kiljan er undan Kletti frá Hvammi og Kylju frá Steinnesi, Kolfinnsdóttur frá Kjarnholtum. Ræktandi Kiljans er Magnús Jósefsson í Steinnesi, en eigendur eru Halldór Þorvaldsson, Elías Árnason og Ingolf Nordal. Félag hrossabænda óskar ræktanda og eigendum til hamingju með þennan frábæra árangur.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna en þar standa Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda sem gefur verðlaunin, Halldór Þorvaldsson einn af eigendum Kiljans og Magnús Einarsson hrossaræktandi í Kjarnholtum sem afhenti verðlaunin í ár.

 
Hestafréttir
  

 
Flettingar í dag: 533
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 698
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 461682
Samtals gestir: 55574
Tölur uppfærðar: 18.5.2024 06:18:52

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere