09.07.2012 22:16

Íslandsmót 2012 á Vindheimamelum



Skráning hefst þriðjudaginn 10 júlí og líkur kl: 16:00 fimmtudaginn 12 júlí.
Hægt er að senda skráninguna á tölvupósti á [email protected]. Þá verður tekið á móti skráningum í gegnum síma 455-7100 milli 13:00 - 16:00 þessa þrjá daga.
Umsjón með skráningu hefur Steinunn Anna Halldórsdóttir.

Skráningargjöld
Skráningargjald er 5.000 kr fyrir hverja keppnisgrein (hverja skráningu).
Reikningsnúmer: 1125 - 26 - 1630 kt: 520705-1630


Senda þarf kvittun í tölvupósti á [email protected]
Skýring: Nafn og kt. knapa sem greitt er fyrir
Greiðslur þurfa að hafa borist fyrir kl: 16:00 fimmtudaginn 12. júlí.


Skráning telst ekki gild fyrr en greiðsla hefur borist.

Við skráningu þarf eftirfarandi að koma fram:
Nafn hests og IS númer
Hestamannafélag sem keppt er fyrir
Keppnisgreinar
Hver sé greiðandi, ef það er ekki knapinn sjálfur.

Hægt verður að fá spiluð óskalög keppenda þegar keppnin fer fram en þá verða keppendur að setja sig í samband við tónlistarstjóra á keppnisstað með lagið tilbúið á disk eða kubb.

Minnum á að lágmörk í einstökum greinum eru eftirfarandi:
Tölt (T1) 6,0
Fjórgangur (V1) 5,7
Fimmgangur (F1) 5,5
Tölt (T2) 5,7
Gæðingaskeið (PP1) 6,0
250 m skeið 26 sek
150 m skeið 17 sek
100 m skeið 9 sek

Árangur frá árunum 2011 og 2012 gildir.

Hestahald á Íslandsmóti

Nægt svæði er á Vindheimamelum þar sem menn geta tjaldað og girt fyrir hross sín.

Á Vindheimamelum eru tvö hesthús. Annað húsið verður haft laust til afnota yfir daginn fyrir keppendur. Hitt húsið er hugsað sem stóðhestahús og þarf að panta fyrir stóðhestana fyrirfram.

Rúnar Hreinsson (867-4256) tekur á móti pöntunum fyrir stóðhesta. Rúnar mun einnig veita upplýsingar um hvert sé best að leita vilji menn komast í hesthús í nágrenni Vindheimamela.

Varðandi gjaldtöku, þá kostar ekkert að vera með beitarhólf á Vindheimamelum. Ekki verður tekið gjald fyrir stíur í stóðhestahúsunum á Vindheimamelum og verður þar hey í boði. Hinsvegar verða menn sjálfir að skaffa undirburð og annast umhirðu og eftirlit með hestunum, en þeir verða þar á ábyrgð umsjónamanna sinna.


Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 432960
Samtals gestir: 51149
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 02:00:41

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere