18.12.2012 21:29

Myndakvöld


Þar sem æskulýðsstarf Neista er að hefja sitt 11. starfsár í Reiðhöllinni í Arnargerði þá ætlar æskulýðsnefnd Neista að bjóða öllum þeim börnum, unglingum, ungmennum og kennurum sem hafa verið á námskeiðum og sýningum hjá Neista sl. 10 ár að koma og hittast og hafa gaman saman 27. desember kl. 18.30. Einnig allir þeir sem ætla að vera á námskeiðum í vetur eru boðnir velkomnir.
Dregnar verða fram gamlar myndir og upptökur af sýningum úr Reiðhöllinni.
Ekki er alveg búið að ákveða hvar við ætlum að vera, trúlega uppí Reiðhöll (auglýst síðar), fer svolítið eftir þátttöku en vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang Neista  svo við vitum hvað við eigum von á mörgum. Foreldrar að sjálfsögðu velkomnir.

 
Elín Hulda og Karen Ósk á sýningu í Reiðhöllinni í mars 2009


Æskulýðsnefnd

Flettingar í dag: 419
Gestir í dag: 31
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 433272
Samtals gestir: 51170
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 04:11:58

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere