15.11.2023 18:07

Reiðnámskeið veturinn 2024

 

Námskeiðin eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Hópaskiptingar verða auglýstar að loknum síðasta skráningardegi á heimasíðu Neista, www.neisti.net.

Kennarar: Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Sigríður Vaka Víkingsdóttir

Skráning fer fram hér https://forms.gle/wkU5MqbXnmfuQpGt6 fyrir 01.12.2022.

Almennt reiðnámskeið fyrir börn - 1x í viku

Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Leikir og þrautir á hestbaki. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu.

Námskeiðið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Verð: 15.000kr

__________________________________________________________________________

Almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna - 1 x í viku

Almenn reiðnámskeið fyrir fullorðin sem eru að byrja í hestamennsku eða hafa misst kjarkinn. Áhersla lögð á ásetu og stjórnun hestsins og aukið sjálfstæði í umgengni við hestinn og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn. Þátttakendum kennt að greina mun á gangtegundum. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir getu.

Námskeið hefst í lok janúar og lýkur í lok apríl.

Verð: 20.000 kr. Utan félags, verð: 25.000 kr.

___________________________________________________________________________

Pollanámskeið - 3 skipti í mánuði

Ætlað fyrir yngri börn. Lögð verður áhersla á jafnvægi á hestbaki og grunnstjórnun hestsins í gegnum leiki og þrautir. Þátttakendum verður skipt í hópa eftir aldri og getu. Foreldrar/aðstoðarmenn teyma undir þeim börnum sem ekki eru tilbúin að stjórna sjálf.

Kennt verður 1 sinni í viku, þrisvar í mánuði.

Námskeið hefst í byrjun febrúar og lýkur í lok apríl .

Verð: 10.000 kr

_________________________________________________________________________

Námskeið fyrir lengra komna - 1x í viku

Almennt reiðnámskeið þar sem farið er í æfingar til að bæta hestinn. Bæta samspil knapa og hests. Þjálfa gangtegundir og undirbúningur fyrir keppni. Námskeið hefst í miðjan janúar og lýkur í lok apríl .

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 20.000 fullorðin: kr. 30.000

Knapamerki 1

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 1x í viku

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 18-20 bóklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 25.000

fullorðin: kr. 35.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 2

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 1x í viku

  • bæta tímum við eftir þörfum frá apríl

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 8-10 bóklegir tímar og 28-30 verklegir tímar

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 30.000

fullorðin: kr. 40.000

___________________________________________________________________________

Knapamerki 3

Fyrirkomulag:

  • byrjar í kringum 10. janúar

  • 2x í viku

  • verklegt próf ekki seinna en um miðjan maí

  • 16-20 tímar bóklegt og 35-40 tímar verklegt

Sjá má frekari upplýsingar um knapamerki á síðunni www.knapamerki.is

Verð fyrir félagsmenn Neista

börn: kr. 35.000

fullorðin: kr. 45.000


Æskulýðsnefnd

Flettingar í dag: 375
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 249
Gestir í gær: 23
Samtals flettingar: 439528
Samtals gestir: 51867
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 20:35:40

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere