10.06.2011 15:11Kvennareið 2011Hin árlega kvennareið verður farin Laugardaginn 25 Júní. Konur takið daginn frá, nánar auglýst síðar. Nefndin Skrifað af selma 05.06.2011 21:23Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmótFélagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót verður haldið á Blönduósvelli mánudaginn 13. júní kl. 10.00. Neisti á rétt á að senda 2 hesta til keppni á Landsmót í hverjum flokki (ekki pollaflokkur). Keppt verður í tölti opinn flokkur, A og B flokki gæðinga, flokki polla, barna, unglinga og ungmenna. Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] fyrir kl. 21.00 fimmtudagskvöldið 9. júní. Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein. Skráningargjald leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang. Ath.
Mótanefnd Skrifað af selma 05.06.2011 20:00UppskeruhátíðirÞað er tími uppskeruhátíða þessa dagana í "góða" veðrinu. Það var kátur hópur sem hittist við reiðhöllina 2. júní og fór saman í góðan útreiðatúr í tilefni að knapamerkjanámskeið vetrarins voru búin og VORIÐ væri komið. 22 fullorðnir tóku próf í knapamerkjum 2 og sumir tóku próf bæði í 1 og 2. Farinn var góður útreiðatúr og síðan var grillað í reiðhöllinni og skírteini afhent. Góður hópur og vel heppnuð hátíð. Að sjálfsögðu fór Magnús Ólafsson með nokkrar vísur ![]() Í dag stormaði æskulýðurinn og áhangendur þeirra í Þingeyrar og héldu sína uppskeruhátíð þar. Það var góður hópur sem mætti þar með hesta sína um kl. 15 og riðu út á sand í rokinu. Það gerði ekkert til þó það væri "smá" gola og var sprettur á krökkunum. Gaman að sjá hve dugleg þau eru og vel ríðandi. ![]() Eftir reiðtúrinn var grillað og skírteini afhent og öll fengu þau gjöf fyrir hve frábærlega þau eru búin að standa sig í vetur. Flottir krakkar, takk takk fyrir veturinn og sjáumst vonandi aftur næsta vetur. ![]() Eins og gengur gátu ekki allir krakkarnir mætt í dag en hér er hópurinn sem kom. Á námskeiðum hjá Neista í vetur voru 33 krakkar, 17 af þeim voru í knapamerkjum og luku 14 prófum úr 1, 2 og 3. Knapamerki 3 er tekið á tveim vetrum og eru 3 krakkar sem eru í þeim hópi. Frábær aðstaða á Þingeyrum, bæði til útreiða, fótbolta innanhúss og grillaðstöðu. Gunnar og Helga, kærar þakkir fyrir að fá að koma og njóta dagsins í frábæru umhverfi. Skrifað af selma 02.06.2011 22:30Opnað hefur verið fyrir skráningu á landsmót 50+Landsmótið verður 24. - 26. júní eins og sést hér að ofan. Hestaíþróttirnar verða á föstudeginum 24. júní. Nánar um dagskrá mótsins má sjá hér. Keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölti ef næg þátttaka verður. Við skráningu þarf að koma fram kennitala knapa, IS númer hests og í hvaða grein á að keppa. Hvetjum við Neistafélaga til að taka þátt. Þeir sem hafa áhuga á að vera með eru beðnir um að senda Ingu Maríu póst á [email protected], sem fyrst. USAH borgar skráningargjöldin. Slóðin inn á heimasíðu mótsins er: http://umfi.is/umfi09/50plus/ Skrifað af selma 01.06.2011 08:28Hestamenn - hesthúsaeigendur - Þrifdagur.Laugardaginn 4. júní næstkomandi viljum við standa fyrir átaki til þrifa og lagfæringa í Reiðhöllinni Arnargerði og nágrenni. Hugmyndin er að mæta kl. 10:00 um morguninn og tína plast, taka drasl, lagfæra gerði, mála glugga í Reiðhöllinni, sópa, þurrka af ofl. Hengdur verður upp verkefnalisti í Reiðhöllinni og getur hver valið það sem honum hentar og verið eins lengi eða stutt og honum hentar. Ef fólk kemst ekki á þessum tíma, en hefur áhuga á að leggja hönd á plóg, getur það komið síðar eða haft samband við Rúnar eða Hödda og fengið verkefni sem leysa má af hendi á öðrum tíma. Vonumst til að sjá sem flesta. Nefndin. Skrifað af selma 31.05.2011 18:13Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmótMánudaginn 13. júní kl. 10.00 verður félagsmót Neista haldið á Blönduósvelli og verður það einnig úrtaka fyrir Landsmót. Neisti á rétt á að senda 2 hesta til keppni á Landsmót í hverjum flokki. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, flokki barna, unglinga og ungmenna. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið [email protected] í síðasta lagi kl. 24.00 þriðjudagskvöld 7. júní. Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr. Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein. Skráningargjald
leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139 sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang. Nánar auglýst síðar Skrifað af selma 27.05.2011 20:35Yfirliti lokið á kynbótasýningunni á HvammstangaÍ dag lauk kynbótasýningu á vallarsvæði Þyts á Hvammstanga með yfirlitssýningu. Hér fyrir neðan má sjá efstu hross mótsins en alls fóru 65 hross í fullnaðardóm og til viðbótar voru 14 aðeins byggingardæmd. Efstu hross á þessu móti Sýnandi Sköpulag Kostir Aðaleinkunn IS2006165495 Símon frá Efri-Rauðalæk Baldvin Ari Guðlaugsson 8,33 8,38 8,36 IS2006256275 Heiðdís frá Hólabaki Agnar Þór Magnússon 8,24 8,17 8,2 IS2006238377 Hrefna frá Vatni Agnar Þór Magnússon 8,35 8,07 8,18 IS2005156304 Freyðir frá Leysingjastöðum II Ísólfur Líndal Þórisson 7,8 8,41 8,17 IS1999225298 Gola frá Reykjavík Björn Haukur Einarsson 8,44 7,93 8,14 IS2006149193 Hróður frá Laugabóli Ísólfur Líndal Þórisson 8,18 8 8,07 IS2006236366 Von frá Miðgarði Agnar Þór Magnússon 7,96 8,09 8,04 IS2006155652 Sveipur frá Áslandi Tryggvi Björnsson 8,31 7,83 8,02 IS2005187251 Vökull frá Sæfelli Ísólfur Líndal Þórisson 7,93 8,08 8,02 IS2006156290 Dynfari frá Steinnesi Tryggvi Björnsson 8,09 7,95 8,01 IS2006156400 Magni frá Sauðanesi Tryggvi Björnsson 8,26 7,85 8,01 IS2007136679 Svikahrappur frá Borgarnesi Agnar Þór Magnússon 7,9 8,08 8,01 IS2005255052 Hula frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson 8,08 7,95 8 IS2003256292 Staka frá Steinnesi Tryggvi Björnsson 7,93 8,04 8 IS2006165491 Öngull frá Efri-Rauðalæk Baldvin Ari Guðlaugsson 8,13 7,88 7,98 IS2004201081 Sif frá Söguey Tryggvi Björnsson 8,25 7,79 7,97 IS2006135565 Snotur frá Vatnshömrum Björn Haukur Einarsson 8 7,93 7,96 IS2007238736 Vissa frá Lambanesi Birna Tryggvadóttir Thorlacius 7,68 8,15 7,96 IS2006255105 Návist frá Lækjamóti Ísólfur Líndal Þórisson 8,13 7,8 7,93 IS2006237538 Dimma frá Gröf Björn Haukur Einarsson 8,24 7,71 7,92 IS2005237216 Stjarna frá Borgarlandi Agnar Þór Magnússon 8,01 7,83 7,9 IS2007180714 Vísir frá Valstrýtu Björn Haukur Einarsson 7,79 7,97 7,9 IS2005235546 Ísbrún frá Syðstu-Fossum Ómar Pétursson 7,86 7,88 7,88 IS2007235546 Heiðdís frá Syðstu-Fossum Björn Haukur Einarsson 7,57 8,08 7,87 IS2005237215 Dyndís frá Borgarlandi Agnar Þór Magnússon 8,2 7,58 7,83 IS2004255469 Orka frá Sauðá Fanney Dögg Indriðadóttir 8,11 7,65 7,83 IS2002265980 Sóldís frá Akureyri Baldvin Ari Guðlaugsson 7,61 7,96 7,82 IS2003256510 Hátíð frá Blönduósi Ísólfur Líndal Þórisson 7,57 7,95 7,8 IS2007156288 Munkur frá Steinnesi Agnar Þór Magnússon 8,17 7,55 7,8 IS2004235543 Tilvera frá Syðstu-Fossum Tryggvi Björnsson 7,83 7,78 7,8 IS2005156521 Þytur frá Stekkjardal Tryggvi Björnsson 8,09 7,6 7,79 IS2007256275 Gullbrá frá Hólabaki Tryggvi Björnsson 7,99 7,6 7,76 IS2005281609 Rás II frá Flagbjarnarholti Ísólfur Líndal Þórisson 7,78 7,74 7,76 IS2004155570 Skyggnir frá Bessastöðum Jóhann Birgir Magnússon 7,64 7,83 7,76 IS2006255108 Alúð frá Lækjamóti Ísólfur Líndal Þórisson 7,94 7,63 7,75 www.worldfengur.com Skrifað af selma 25.05.2011 07:16Frá ÆskulýðsnefndÞað fer að styttast í uppskeruhátíð hjá krökkunum sem voru á námskeiðum hjá Neista í vetur en hugmyndin er að fara í Þingeyrar sunnudaginn 5. júní og vonum við auðvitað að þá verði sól og sumar. ![]() Skrifað af selma 23.05.2011 08:29Kynbótasýning á Hvammstanga - HollaröðunHollaröðun á kynbótasýningu á Hvammstanga 24. - 26. maí má sjá á vef Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda Skrifað af selma 22.05.2011 21:31Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmótFyrirhugað er að halda félagsmót Neista ásamt úrtöku fyrir landsmót á Blönduósi 11. júní nk. Nánar auglýst síðar. Skrifað af selma 21.05.2011 16:00Jakkarnir komnirFyrir þá sem pöntuðu jakka þá eru þeir komnir í hús hjá Hólmari gsm 6956381 Hægt er að nálgast þá hjá honum eftir kl. 19.00 í dag og næstu daga. Vinsamlegast takið með ykkur pening, helst rétta upphæð. Skrifað af selma 19.05.2011 10:42Síðasti skiladagur einkunna fyrir LMLandssamband
hestamannafélaga og Landsmót vilja beina þeim skilaboðum til
mótshaldara að sunnudagurinn 19.júní er síðasti dagurinn til
þess að skila inn niðurstöðum allra móta í mótakerfið Sportfeng svo þær
séu gildar fyrir Landsmót. Skrifað af selma 19.05.2011 10:11Reiðmaðurinn
Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson, Þorvaldur Kristjánsson, o.fl.. Aðalkennari við verklega kennslu á Hvammstanga verður Þórir Ísólfsson reiðkennari á Lækjamóti og umsjón með bóklegri kennslu verður Gunnar Reynisson. Nánari upplýsingar veitir Ásdís Helga - [email protected] eða í síma 433 5000. Umsóknafrestur er til 4. júní 2011 Skrifað af selma 17.05.2011 21:58Kynbótasýning hrossa á HvammstangaKynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga miðvikudaginn 25. maí 2011. Dómar verða miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir. Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected] - en einnig má hringja í síma 451 -2602. Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið,
fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala
sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef
einhverjar eru. Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda Skrifað af selma 16.05.2011 10:02Reiðnámskeið á Þingeyrum![]() Tvö reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verða haldin á Þingeyrum í vor. Boðið verður upp á hefðbundna reiðkennslu í reiðhöll auk leikja og útreiðatúra. Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna HÉR.Skrifað af selma Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 100 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000034 Samtals gestir: 90667 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is