Færslur: 2023 Mars19.03.2023 11:03Afmælissýning 16. apríl 2023
Hestamannafélagið Neisti verður 80 ára á árinu og að því tilefni stefnum við á að vera með flotta afmælissýningu í reiðhöllinni sunnudaginn 16. apríl 2023! Til að halda svona sýningu þurfum við skemmtileg og flott atriði og leitum við því til ykkar.
Langar þig að vera með? Sýna gæðinginn þinn eða vera í skemmtilegri munsturreið með öðrum? Eða jafnvel eitthvað allt annað? Ef þú vilt taka þátt í þessu með okkur eða ert með hugmynd að einhverju skemmtilegu sem væri hægt að gera eða sýna endilega hafðu samband við stjórnina í tölvupósti [email protected] fyrir 1. apríl 2023
Þessar myndir eru síðan 2013 þegar félagið hélt uppá 70 ára afmælið. Sjá í albúmi fleiri myndir.
Skrifað af Selma 19.03.2023 10:41Fjórgangur - úrslitFjórgangur var haldinn 17. mars. Góð þátttaka og mikið fjör. Takk allir sem lögðu hönd á plóginn, án ykkar eru engin mót, samvinna er algjörlega málið.
Hér koma úrslit: Pollarnir fara alltaf sinn hring og fá viðurkenningu fyrir það.
Skrifað af Selma 12.03.2023 21:24GrímutöltGrímutölt var haldið 1. mars Guðrún Tinna og Þuríður drifu á grímutölt 1. mars og úr varð mjög svo skemmtilegt mót, góð skráning og margir áhorfendur
Þökkum öllum sem að þessu móti kom, á einn eða annan hátt, kærlega fyrir.
Úrslit urðu þessi: Pollaflokkur
Barnaflokkur
Ungmenna- og unglingaflokkur
Opinn flokkur
Verðlaun fyrir besta búningin hlaut Berglind Bjarnadóttir sem Jón Árni í Steinnesi á Skjóna sínum.
Skrifað af Selma
Flettingar í dag: 1171 Gestir í dag: 133 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000234 Samtals gestir: 90700 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 08:38:18 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is