Föstudagskvöldið kl. 19:00 hefst keppni í fimmgang og T7 í Reiðhöllinni. Ungar knattspyrnukonur verða með samlokur, múffur, kaffi, kakó ofl. gott til sölu í fjáröflunarskyni þannig að engin þarf að svelta á milli þess sem gæðingar eru teknir til kostanna.
Ráslistinn lítur svona út með fyrirvara um breytingar:
Fimmgangur og fleira gott í Reiðhöllinni Arnargerði
Föstudaginn 7. apríl verður keppt í Fimmgangi, T7 og skeiði í Reiðhöllinni Arnargerði. Í fimmgangi verður keppt í flokki áhugamanna og opnum flokki. Fyrirkomulag verður með þeim hætti að einn er inn á í einu og ræður röð gangtegunda en sýnir tölt frjálsa ferð einn hring, brokk einn hring, stökk einn hring og fet hálfan, skeiðaðar eru tvær ferðir á annarri hvorri langhliðinni að eigin vali og litið svo á að um ferjuleið sé að ræða milli ferða. Í T7 verður keppt í flokki fullorðinna og unglingaflokk, verði skráningar barna yngri en 13 ára margar verða riðin úrslit hjá þeim sérstaklega.
Að lokum verður boðið upp á skeið í gegnum höllina með tímatöku.
Skráningargjöld hjá fullorðnum eru kr. 2.000 á skráningu en 1.500 kr. hjá þeim yngri. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139. ATH. þeir sem ekki hafa greitt gjöld síðustu móta vinsamlegast klári það mál sem fyrst.
Skráningum skal skila á [email protected] fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 6. apríl.
Á föstudaginn var fór fram keppni í fjórgangi og T7 í Reiðhöllinni Arnargerði. Um 40 skráningar voru á mótið og þykir það gott. Mótið tókst með ágætum en stjórn Neista sló í gegn í hléinu með því að bjóða upp á pizzur sem runnu ljúflega ofan í viðstadda. Stefnt er að næsta móti 7. apríl og verður spennandi að sjá hvað verður boðið upp á þar bæði í keppni og veitingum. Úrslit urðu sem hér segir:
T7 Unglingaflokkur Fork./úrslit.
Lara Margrét Jónsdóttir á Klaufa frá Hofi 5,5/ 6,0
Sunna Margrét Ólafsdóttir á Pílu frá Sveinsstöðum 4,8/ 5,8
Inga Rós Suska Hauksdóttir á Feyki frá Stekkjardal 2,5/ 5,3
Ásdís Freyja Grímsdóttir á Pipar frá Reykjum 4,3/ 4,8
Salka Kristín Ólafsdóttir á Stöku frá Héraðsdal 4,5/ 4,5
T7 Flokkur fullorðinna Fork./úrslit.
Berglind Bjarnadóttir á Mirru frá Ytri-Löngumýri 6,5/ 6,8
Veronika Macher á Rós frá Sveinsstöðum 5,8/ 6,5
Svana Ingólfsdóttir á Fiðling frá Mosfelli 5,4/ 6,3
Sindri Páll Bjarnason á Pandóru frá Rifkelsstöðum 5,5/ 6,0
Ásdís Brynja Jónsdóttir á Þjóni frá Hofi 5,5/ 5,5
Fjórgangur unglingaflokkur
Lara Margrét Jónsdóttir á Krónu frá Hofi 5,5/ 6,3
Lilja María Suska á Dimmu frá Hvammi 2 5,1/ 5,9
Ásdís Freyja Grímsdóttir á Pipar frá Reykjum 4,3/ 4,9
Inga Rós Suska Hauksdóttir Feyki frá Stekkjardal 4,6/ 4,4
Fjórgangur áhugamannaflokkur
Karen Ósk Guðmundsdóttir á Stiku frá Blönduósi 6,1/ 6,4
Veronika Macher á Rós frá Sveinsstöðum 5,8/ 6,0
Kristín Jósteinsdóttir á Garra frá Sveinsstöðum 6,0/ 6,0
Berglind Bjarnadóttir á Lukku frá Steinnesi 5,9/ 5,6
Hjördís Jónsdóttir á Prúð frá Leysingjastöðum 5,8/ 5,1
Fjórgangur opinn flokkur
Ólafur Magnússon á Dagfara frá Sveinsstöðum 6,8/ 7,2
Jón Kristófer Sigmarsson á Jódísi frá Hæli 6,5/ 6,7
Jakob Víðir Kristjánsson á Gimsteini frá Röðli 6,3/ 6,4
Ásdís Brynja Jónsdóttir á Keisara frá Hofi 6,3/ 6,3
Hörður Ríkharðsson á Djarf frá Helguhv. II 6,2/ 6,2
T7 í öllum flokkum á föstudagskvöldið í Reiðhöllinni Arnargerði.
Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að bjóða upp á keppni í T7 á föstudagskvöldið í opnum flokki og áhugamannaflokki. Riðinn er einn hringur á hægu tölti þá snúið við og frjáls ferð á tölti. Að öðru leyti gildir áður auglýst fyrirkomulag. Keppni hefst kl. 19:00 með T7 unglinga, þá T7 áhugamenn , síðan T7 opinn flokkur. Fjórgangur unglinga er næstur, þá áhugamenn í fjórgangi og loks fjórgangur í opnum flokki. Sama röð í úrslitum. Verði sérstaklega fáar skráningar kann að koma til greina að sameina flokka. Skemmtilegast er ef sömu hestar eru ekki að keppa í báðum greinum.
Föstudagskvöldið 24. Mars kl. 19:00 verður Fjórgangur í Reiðhöllinni Arnargerði og T7 í unglingaflokki. Keppt verður í fjórgangi, í flokki unglinga 16 ára og yngri, áhugamanna flokki og opnum flokki. Einnig verður boðið upp á keppni í T7 fyrir yngri en 16 ára.
Í fjórgangi er riðinn einn hringur á hægu tölti, einn hringur á fegurðar tölti, einn hringur á brokki, einn hringur á stökki og hálfur á feti. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu og ljúka henni að norðan. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet.
Skráningar berist á netfangið: [email protected] fyrir kl. 21:00 fimmtudaginn 23. mars. Skráningargjald í unglingaflokki er kr. 1.500 og kr. 2.000 í öðrum flokkum. Fram komi nafn á hrossi, uppruni, aldur og litur. Skráningargjöld má greiða fyrirfram inn á 0307-26-055624 kt. 480269- 7139.
ATH. þeir sem ekki hafa greitt gjöld síðustu móta vinsamlegast klári það mál sem fyrst.
Ákveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur 11. mars kl. 13:00.
Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Bæjarkeppni með firmakeppnissniði fer fram að tölti loknu.
Skráning berist fyrir kl. 20:00 föstudaginn 10. mars á netfangið [email protected]. Skráningargjöld eru 1.000 kr.
Þar sem ís er aftur kominn á Svínavatn hefur verið ákveðið með skömmum fyrirvara að efna til ísmóts á sunnudaginn 5. mars kl. 13:00.
Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Ef möguleiki er á verður bæjarkeppni að tölti loknu.
Skráning berist fyrir miðnætti laugardaginn 4. mars á netfangið [email protected]. Skráningargjöld eru 1.000 kr.
Allar kvartanir, skammir og óánægja berist í pósti að Brekkubyggð 4.
Sveinn Steinarsson formaður félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður hrossaræktar ferðast um landið
Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
Félagskerfi Félags hrossabænda.
Markaðsmál.
Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala.
Nýjungar í skýrsluhaldinu.
Nýjungar í kynbótadómum
Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfinni.
Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður fulltrúi Landssambands Hestamannafélaga og munu þau verða frummælendur fundanna.
Fundirnir verða haldnir um allt land en þeir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:
1. mars miðvikudagur - V-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:30.
2. mars fimmtudagur - Eyjafjörður - Reiðhöllin á Akureyri kl. 20:00.
3. mars föstudagur - Skagafjörður - Tjarnarbær/reiðhöllin kl. 20:00.
9. mars fimmtudagur - Vesturland – Hvanneyri kl. 20:30.
10. mars föstudagur - Egilsstaðir - Kaffi Egilsstaðir kl. 20:00.
11. mars laugardagur - Höfn í Hornafirði - Fornustekkar kl. 11:30 til 13:00. Folaldasýning í framhaldinu.
15. mars miðvikudagur - Suðurland – Hliðskjálf á Selfossi kl. 20:00.
Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.
Nú er aðstæður orðnar þannig að ekki er líklegt að hægt sé halda mótið í vetur. Hefur því verið ákveðið að aflýsa mótinu í ár, en með von um eðlilegt tíðarfar næsta vetur er stefnt á glæsilegt mót á sama stað þann 3. mars 2018.