22.04.2015 17:02

Fræðslufundur með Þorvaldi Kristjánssyni í Dæli í Víðidal

 

Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur/ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML flytur erindið „Ganghæfni íslenskra hrossa - áhrif sköpulags og skeiðgens" í Dæli í Víðidal fimmtudaginn 23.apríl (sumardaginn fyrsta ) kl. 20:30.

Erindið snýst um samband byggingar og hæfileika íslenskra hrossa og áhrif skeiðgensins á ganglag hestsins.

Fundurinn er öllum opinn og hestamenn hvattir til að fjölmenna.

Hrossaræktarsamtökin

21.04.2015 19:58

Hrossaræktendur athugið !!


Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur og ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML mun bjóða upp á skoðun ungfola í Reiðhöllinni á Blönduósi föstudaginn 24 apríl frá kl.15 og fram eftir degi

Skráningar og nánari upplýsingar hjá Þórði Pálssyni á netfanginu [email protected] fyrir fimmtudag 23 apríl 2015


Hrossaræktarsamtök A-Hún og V-Hún


 

17.04.2015 14:51

Próf í knapamerkjum

 

Síðastliðinn föstudag, þ.e. fyrir viku, voru fyrstu prófin í knapamerkjunum. Þeir sem voru í knapamerkjum 1 og 2 tóku próf og auðvitað gengu þau glimrandi vel. 

Próf í knapamerkjum 3, 4 og 5 verða á næstunni en námskeiðahaldi er að ljúka þennan veturinn og verður uppskeruhátíð þann 26. apríl með sýningu nemenda,  sýna okkur hinum hvað þau hafa lært í vetur. Að sýningu lokinni verður boðið uppá kaffi á kaffistofunni smiley

 

 

Þessi þrjú voru mætt í anddyrið í próf í knapamerki 1 kl 18.00 og biðu róleg eftir Helgu prófdómara.

 

Knapamerki 1, Hlíðar, Bjartmar og Hugrún.

 

Lisa tók próf bæði í knapamerki 1 og 2.

 

Í knapamerki 2 voru mætt Guðný, Hreinn og Ásdís 

 

 

 

16.04.2015 12:46

Mótaröð Neista, úrslit lokamót og stigakeppni

 

Lokamótið í mótaröð Neista 2015 fór fram í Reiðhöllinni Arnargerði síðastliðið miðvikudagskvöld.

Úrslit urðu þessi:

 

Tölt ungmenna 17 ára og yngri

 

1.Ásdís Brynja Jónsdóttir - Vigur frá Hofi      6,3/6,7                                             

2.Aron Freyr Sigurðsson -  Hlynur frá Haukatungu Syðri  5,7/6,50                    

3.Lara Margrét Jónsdóttir - Öfund frá Eystra Fróðholti   4,8/5,7                      

4.Guðrún Tinna Rúnarsdóttir -  Kasper frá Blönduósi     5,0/5,3                        

5.Sólrún Tinna Grímsdóttir -  Hespa frá Reykjum         4,8/5,3                            

 

 

Tölt opinn flokkur 

 

1.Tryggvi Björnsson -   Sóldögg frá Áslandi    6,3/7,0             

2.Eline Schriver  -  Króna frá Hofi,                5,5/6,5                 

3.Svana Ingólfsdóttir -   Þyrnir frá Litlu-Gröf    5,3/6,3                         

 

 

Fimmgangur  opinn flokkur

 

1.Eline Schriver - Laufi frá Syðra-Skörðugili     5,6/6,6                          

2.Tryggvi Björnsson  -  Blær frá Miðsitju       7,6/6,5                              

3.Svana Ingólfsdóttir  -  Hespa frá Kristnesi    4,0/5,4                           

 

 

Fimmgangur áhugamenn

 

1.Kristín Jósteinsdóttir  -  Abel frá Sveinsstöðum  4,3/4,8                    

2.Lísa Inga Haelterlein -  Kesja frá Steinnesi         5,1/4,7                                    

3.Magnús Ólafsson -   Dynur frá Sveinsstöðum    4,6/3,2                     

 

 

Tölt áhugamenn

 

1.Atli Steinar Ingason -  Spuni frá Hnjúkahlíð        6,5/7,2                     

2.Hörður Ríkharðsson -  Djarfur frá Helguhvammi      5,5/6,3                            

3.Hjörtur Karl Einarsson  - Smella frá Hnjúkahlíð        5,7/6,3                             

4.Lísa Inga Haelterlein -  Kesja frá Steinnesi             5,5/5,8                 

5.Agnar Logi Eiríksson -  Njörður frá Blönduósi      5,3/5,7                  

 

 

Stigakeppnin félagsmanna í Neista

Efstir að stigum í hverjum flokki, f.h. Ásdís Brynja, Magnús og Eline. Valur Valsson formaður mótanefndar afhenti verðlaunin.

               

Ungmenni 17 ára og yngri.

1.Ásdís Brynja Jónsdóttir  32  stig

2.Aron Freyr Sigurðsson  28   -stig

3.Lara Margrét Jónsdóttir 19 stig

4.Guðrún Tinna Rúnarsdóttir 17 stig

 

Áhugamenn

1.Magnús Ólafsson  34,5  stig

2.Lísa Inga Haelterlein  19  stig

3.Harpa Hrönn Hilmarsdóttir 18  stig

 

Opinn flokkur

1.Eline Schriver  38  stig

2. Svana Ingólfsdóttir 26 stig

3. Jón Kristófer Sigmarsson 10 stig

 

 

Mótanefnd

13.04.2015 07:13

Tölt og fimmgangur í Reiðhöllinni Arnargerði

  

Tölt og fimmgangur í Reiðhöllinni Arnargerði

 

Minnum á lokamót mótaraðar Neista á miðvikudagskvöld, 15 apríl nk. í Reiðhöllinni Arnargerði kl 19:00. Hvertjum sem flesta til að koma og horfa á þetta lokamót. Aðgangur ókeypis og 10 bekkur grunnskólans er með veitingasölu í hléi. 

 

Á mótinu verður keppt í tölti og fimmgangi. Keppni hefst kl.19.00. Mótið er opið og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og hafa þetta lokamót skemmtilegt. Skráning er á netfang Neista [email protected]   sem allra fyrst. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

 

Keppt er í 3 flokkum.

•             Flokkur 17 ára og yngri

•             Áhugamannaflokkur

•             Opinn flokkur

 

Skráningargjöld eru 1.500 kr. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Mótanefnd

Fyrri Næsti  Skrifa
 

07.04.2015 10:58

Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra

 

verður haldið í reiðhöllinni Þytsheimar á Hvammstanga sunnudaginn 12. apríl kl 13:00.

Keppt verður í fegurðarreið 7-9 ára, tölt T7 10-13 ára og tölt T3 14-16 ára. Því miður er ekki hægt að keppa í skeiði þar sem aðstæður fyrir utan höllina leyfa það ekki.

Skráningar þurfa að berast fyrir kl 24:00 fimmtudaginn 9. apríl.

Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda – fæðingarár – hestamannafélag - nafn hests,  uppruni og litur, upp á hvora hönd er riðið.

Skráningar sendist á [email protected]

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað áður en mótið hefst (kort ekki tekin). Keppnisreglur eru að finna á heimasíðu hestamannafélaganna.

06.04.2015 20:21

Lokamóti frestað um viku


Ákveðið hefur verið að fresta lokamótinu til miðvikudags 15. apríl nk. Þá verður keppt í tölti og fimmgangi í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppni hefst kl.19.00. Mótið er opið og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og hafa þetta lokamót skemmtilegt.

Skráning er á netfang Neista [email protected]   fyrir kl. 22:00 mánudagskvöldið 13. apríl. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

 

Keppt er í 3 flokkum.

•             Flokkur 17 ára og yngri
•             Áhugamannaflokkur
•             Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 1.500 kr. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Mótanefnd

02.04.2015 20:01

Mótaröð neista - tölt og fimmgangur

 

Þá er komið að lokakeppni Mótaraðar Neista. Keppt verður í tölti T1 og fimmgangi nk. miðvikudagskvöldið 8 apríl.  Keppni hefst kl.19.00. Mótið er opið og hvetjum við sem flesta til að taka þátt og hafa þetta lokamót skemmtilegt.

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 7. apríl. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

Keppt er í 3 flokkum.

•             Flokkur 17 ára og yngri

•             Áhugamannaflokkur

•             Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 1.500 kr. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Mótanefnd

26.03.2015 21:31

Hrossaræktendur - hestamenn !


Ágætu félagar

Aðalfundur Samtaka Hrossabænda í A-Hún verður haldinn í Búnaðarsambandssalnum á Blönduósi

Mánudaginn 30 mars og hefst kl 20

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Stóðhestahald 2015
3. Önnur mál

Opinn fræðslufundur hefst svo kl 21 en þá mun Sonja Líndal Þórisdóttir dýralæknir og reiðkennari flytja erindi um " Tannheilbrigði hrossa "

Allir eru velkomnir á fræðslufundinn
Kaffiveitingar

Stjórn Samtaka Hrossabænda A-Hún



 

19.03.2015 21:57

Úrslit úr Smala

 

Þriðja mótið í mótaröð Neista var haldið í Reiðhöllinni Arnargerði 18. mars. Úrslit urðu sem hér segir.

 

Unglingaflokkur

 

1.      Magnea Rut Gunnarsdóttir /  Sigyn frá Litladal

2.      Lilja Maria Suska  /  Laufi frá Röðli

3.      Ásdís Brynja Jónsdótti  /  Laufi frá Syðra Skörðugili

4.      Sólrún Tinna Grímsdóttir  /  Perla frá Reykjum

5.      Hugrún  Pétursdóttir  / Brynja frá Hólabæ

6.      Hlíðar Örn Steinunnarsson  /  Neisti 18 v.

 

 

Áhugamannaflokkur
 

 

1.      Rúnar Örn Guðmundsson  /  Kasper frá Blönduósi

2.      Magnús Ólafsson   / Píla frá Sveinsstöðum

3.      Harpa Hrönn Hilmarsdóttir  / Lúkas frá Þorsteinsstöðum

 

Opinn flokkur

 

1.      Eline Schrijver /  Króna frá Hofi

2.      Finnur Bessi Svavarsson  /  Skuggi

3.      Anna Funni Jonasson  /   Fróði frá Litladal

 

18.03.2015 16:35

Karlareiðin

Karlareiðin verður á laugardaginn kemur , óvíst er að riðið verði á Svínavatni þar sem ísinn er orðin ótryggur en þá verður bara tekinn góður reiðtúr frá hesthúsahverfinu. Það þarf að endurnýja þátttöku til sömu manna og síðast. Kv. nefndin !

18.03.2015 08:20

Hestafimleikar Þyts, Hvammstanga

 

 

Við hestafimleikakrakkarnir bjóðum ykkur öllum í sirkusinn okkar Voltivóila á sunnudaginn 22.mars kl. 15 uppi í reiðhöll. Það verður mikið fjör og gaman! Fjölbreytt atriði sem skemmta öllum, bæði krökkum og fullorðnum. Endilega njótið skemmtilegrar stundar og látið sirkusandann okkar töfra ykkur i annan heim. Aðgangur er ókeypis.

Verið öll velkomin, við hlökkum til að sjá ykkur!

Hestafimleikakrakkar Þyts.

 

13.03.2015 10:02

Mótaröð Neista - Smali


Næsta mót í mótaröð Neista verður Smali þann 18. mars kl. 19:00  -  haldið í Reiðhöllinni.

Brautin verður sett upp þriðjudagskvöldið 17. mars að loknu námskeiðahaldi.

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 22:00 þriðjudagskvöldið 17. mars. Fram þarf að koma nafn og kennitala knapa, flokkur, hestur og IS númer og í hvaða flokki knapi ætlar að keppa.

Keppt er í 3 flokkum.

  • Flokkur 17 ára og yngri
  • Áhugamannaflokkur
  • Opinn flokkur

Skráningargjöld eru 1.500 kr. Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista  [email protected] en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum).

 

Aðgangur er ókeypis og fólk hvatt til aðkoma og horfa á þessa skemmtilegu keppni, sem byggir á hver er fljótastur gegnum smalabrautina, að teknu tilliti til viðbótartíma sem gefinn er fyrir hverja keilu sem felld er eða hliði sem er sleppt.

 

            Mótanefnd.

09.03.2015 16:24

Karlareiðin 2015

Við minnum á karlareiðina sem að verður nk.laugardag 14 mars.

 

 

08.03.2015 15:23

Vinamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra


Vinamót hestamannafélaganna verður haldið í reiðhöllinni Svaðastaðir á Sauðárkróki sunnudaginn 15. mars kl 13:00

Keppt verður í : Fegurðarreið 7-9 ára, tvígang 10-13 ára, þrígang 10-13 ára, fjórgang 14-16 ára og skeið 14-16 ára.

Skráningar þurfa að berast fyrir kl 24:00 föstudaginn 13. mars.

Við skráningu þarf að koma fram nafn keppanda – fæðingarár – hestamannafélag - nafn hests,  uppruni og litur, upp á hvora hönd er riðið.

Skráningar sendist á [email protected]

Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað áður en mótið hefst (kort ekki tekin). Keppnisreglur eru að finna á heimasíðu hestamannafélaganna.

 

Síðasta mótið verður haldið á Hvammstanga 12. apríl – fegurðarreið, tölt og skeið

 

Sjáumst stjórnin

Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1000034
Samtals gestir: 90667
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere