30.01.2012 09:51Námskeið hjá Birnu TryggvadótturMjög vel heppnað námskeið hjá Birnu Tryggvadóttur var sl. helgi og var það vel sótt af öllum aldrusflokkum. Eins og oft áður komu heilu fjölskyldurnar og eyddu helginni í hestamennskuna. Ótrúlega duglegt fólk. Nokkrar myndir í albúmi. ![]() ![]() Börnin hér í tíma ......... og fullorðnir..... ![]() ![]() stund milli tíma, hádegishlé. Þessir hestar komu líka á námskeið ![]() Skrifað af selma 24.01.2012 22:15Nálastungumeðferð fyrir hunda og hestaUlrike Brilling er búin að læra nálastungumeðferð fyrir dýr og núna vantar henni "sjúklinga" sem gætu haft gott af þannig meðferð, til að fá meira reynslu. Hún er búin að meðhöndla sín eigin dýr og hefur það gengið vonum framar og árangurinn verið frábær. Nálastungumeðferð virkar ein sér við ýmsum kvillum en líka sem viðbótameðferð og getur líka verið notuð fyrirbyggjandi. Hún er t.d. notuð til að auka blóðflæði, bæta ofnæmiskerfið eða lina verki og getur þannig bætt hreyfigetu og flýtt fyrir bata, svo eitthvað sé nefnt. Það góða er að engar aukaverkanir fygja henni. Meðferðin kostar ekki neitt eins og er og ef þið hafið áhuga á að prófa hana endilega hafiði samband við Ulrike í síma 8699626. Skrifað af selma 23.01.2012 13:22Fyrirlestur og kynningFimmtudag 26. jan. kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði. Óli Magg verður með fyrirlestur um keppnismál/reglur. Indíana Magnúsdóttir kynnir náttúrulegar vörur fyrir hesta. Allir að mæta! Skrifað af selma 21.01.2012 10:18Húnvetnska liðakeppnin 2012Mót Húnvetnsku liðakeppninnar verða: 10. febrúar - Fjórgangur 25. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi 16. mars - Fimmgangur og tölt T7 í 3. flokki og unglingaflokki 14. apríl - Tölt T3 (fegurðartölt í staðin fyrir yfirferðartölt) Sjá nánar um töltgreinarnar hér: http://lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf bls 83 Reglur keppninnar árið 2012: Liðin eru fjögur; lið 1, 2, 3 og 4. Liðsskipan er ekki bundin við lögheimili og er fólki því í sjálfsvald sett hvaða liði það vill vera í. Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili. Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1., 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils en þær nýjungar verða í ár að keppendur mega hækka sig um flokk hvenær sem er á tímabilinu, en aðeins hækka sig. Ef knapi velur að hækka sig getur hann ekki lækkað sig aftur á tímabilinu. Þetta hefur þau áhrif í einstaklingskeppninni að knapi getur ekki flutt með sér stig á milli flokka. Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig. Á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema að hann hafi verið skráður félagsmaður í Neista eða Þyt fyrir fyrsta mót mótaraðarinnar, þ.e. 10. febrúar 2012. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst. 1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin. Stig í A-úrslitum eru gefin þannig: 1. sæti - 14 stig 2. sæti - 12 stig 3. sæti - 11 stig 4. sæti - 10 stig 5. sæti - 9 stig Stig í B-úrslitum eru gefin þannig: 6.sæti - 8 stig 7.sæti - 7 stig 8.sæti - 6 stig 9.sæti - 5 stig Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum. 2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi. Stig í A-úrslitum eru gefin þannig: 1. sæti - 10 stig 2. sæti - 8 stig 3. sæti - 7 stig 4. sæti - 6 stig 5. sæti - 5 stig Stig í B-úrslitum eru gefin þannig: 6.sæti - 4 stig 7.sæti - 3 stig 8.sæti - 2 stig 9.sæti - 1 stig Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum. 3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. (flokkurinn er ætlaður fyrir knapa sem eru minna keppnisvanir) Stig í úrslitum eru gefin þannig: 1.sæti - 6 stig 2.sæti - 4 stig 3.sæti - 3 stig 4.sæti - 2 stig 5.sæti - 1 stig Barna- og unglingaflokkur (17 ára og yngri, fædd 1995 og seinna) aðeins riðin A-úrslit. 1.sæti - 6 stig 2.sæti - 4 stig 3.sæti - 3 stig 4.sæti - 2 stig 5.sæti - 1 stig Skeið: Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi: Liðakeppni: einstaklingskeppni: 1.sæti - 10 stig 5 stig 2.sæti - 8 stig 4 stig 3.sæti - 7 stig 3 stig 4.sæti - 6 stig 2 stig 5.sæti - 5 stig 1 stig 6.sæti - 4 stig 1 stig 7.sæti - 3 stig 1 stig 8.sæti - 2 stig 1 stig 9.sæti - 1 stig 1 stig Smalinn: Reglur smalans: Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa. Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum. Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK! mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar Skrifað af selma 17.01.2012 21:04Knapamerkin komin af staðAllir hópar í knapamerkjum eru komnir af stað og gaman að sjá hve þátttakan er góð. Hér koma nokkrar myndir úr fyrstu tímunum en kennd eru knapmerki 1, 2 og 3 í vetur. Kennarar eru Barbara Dittmar, Hafdís Arnardóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. ![]() Skrifað af selma 17.01.2012 09:23TjarnartöltSveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur halda sameiginlega ísmót á Gauksmýrartjörn sunnudaginn 22. janúar nk og hefst mótið kl 14:00 ( athugið breytta dagsetningu vegna söngvarakeppni Grunnskólans) Ef færi leyfir ekki að halda mótið á Gauksmýrartjörninni þá mun mótið verða flutt á völlinn á Gauksmýri. Keppt verður í tölti í 3 flokkum: 1. 1.flokki 2. 2.flokki 3. Barna og unglingaflokki. 5 keppendur í úrslit i öllum flokkum. Skráning hjá Jóhanni á netfangið [email protected] eða Kolbrúnu Stellu á netfangið [email protected]. Skrá þarf fyrir föstudaginn 20.jan , hægt að hafa þetta opið til sunnudagsmorguns. Engin skráningargjöld. Nánari upplýsingar hjá Jóa í síma 869-7992 Hægt að koma hestum í hús á Gauksmýri meðan húsrúm leyfir. Veitingasala verður í veitingasalnum á Gauksmýri. Allir að mæta og taka þátt í fyrsta móti ársins og hafa gaman saman. Ef fella þarf mótið niður birtist það á heimsíðu Þyts á sunnudagsmorgun. Sveitasetrið Gauksmýri og Hestamannafélagið Þytur Skrifað af selma 12.01.2012 09:09Ísmót á Gauksmýrartjörn
Nánar auglýst þegar nær dregur Skrifað af selma 10.01.2012 10:25Meistaradeild Norðurlands 2012, KS-Deildin![]()
Úrtaka fer fram 25.janúar í Svaðastaðahöllinni. Og hefst kl: 20:00 Þar sem tveir keppendur hafa afboðað þátttöku vegna flutnings af svæðinu, áskilur stjórn MN sér rétt til að úthluta tveimur sætum til viðbótar ef viðunandi árangur í úrtöku næst. Skráning fyrir föstudagskvöldið 20.janúar Stjórn MN Skrifað af selma 05.01.2012 13:28Námskeiðin að hefjastMinnum á að verkleg kennsla í knapamerkjum hefst í næstu viku. Mánudag verður kn 1 krakkar hjá Ragnhildi. Þriðjudag verða kn 2 krakkar og kn. 1 fullorðnir hjá Barböru Fimmtudag verða kn 3 allir hjá Hafdísi. ![]() Minnum líka á reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna sem byrja í síðustu viku í janúar. Þeir sem hafa hug á þeim námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 15. janúar. Kennari verður Ragnhildur Haraldsdóttir. ![]() Minnum líka á: Birna Tryggvadóttir kemur og verður með námskeið 27.-29. janúar bæði almennt fyrir börn, unglinga og fullorðna og einnig keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hún tekur einnig í einstaklingskennslu ef þess er óskað. Skráning er á netfang Neista fyrir 15. janúar. Einnig má fá uppslýsingar hjá Selmu í síma 661 9961. ![]() Skrifað af selma 02.01.2012 09:48Upplýsingar um kynbótasýningar 2012Á fundi Fagráðs í hrossarækt þann 16. desember sl. var sýningaráætlun kynbótadóma fyrir árið 2012 lögð fram, sýningargjöld og einkunnarlágmörk kynbótahrossa á Landsmóti ákveðin. Samkvæmt því munu sýningargjöld verða 18.500 kr. fyrir fullan dóma, en 13.500 kr fyrir sköpulags- eða reiðdóm. Einnig voru einkunnarlágmörk kynbótahrossa á Landsmóti ákveðin og verða þau eftirfarandi: Stóðhestar:
7 vetra og eldri 8,35
6 vetra 8,30
5 vetra 8,15
4 vetra 8,00
Hryssur
7 vetra og eldri 8,25
6 vetra 8,20
5 vetra 8,05
4 vetra 7,90
Þá var eftirfarandi sýningaráætlun ársins lögð fram til samþykktar:
Skrifað af selma 23.12.2011 21:52Gleðileg jólHestamannafélagið Neisti óskar félagsmönnum, Húnvetningum sem og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum stuðning, gott samstarf og Skrifað af selma 15.12.2011 08:16Spennandi vetur framundanÞað styttist í nýtt, spennandi og viðburðaríkt ár hjá Hestamannafélaginu Neista. Námskeiðin verða öll á sínum stað og 1. mót vetrarins verður 5. febrúar þar sem krakkarnir ætla að hittast og keppa í tölti. Verkleg kennsla í knapamerkjum hefst í 2. viku í janúar og ættu þeir sem voru í bóklegu námskeiði nú í haust að vera búnir að fá upplýsingar um það. Kennarar eru Barbara Dittmar og Hafdís Arnardóttir. Eins og undanfarin ár verður boðið uppá reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna og byrja þau í síðustu viku janúar. Þeir sem hafa hug á þeim námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 15. janúar. Kennari verður Ragnhildur Haraldsdóttir. Birna Tryggvadóttir kemur og verður með námskeið 27.-29. janúar bæði almennt fyrir börn, unglinga og fullorðna og einnig keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hún tekur einnig í einstaklingskennslu ef þess er óskað. Skráning er á netfang Neista fyrir 15. janúar. Einnig má fá uppslýsingar hjá Selmu í síma 661 9961. Fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni verður á Hvammstanga 10. febrúar og keppt veður í fjórgangi. Þangað ætlum við Neistafélagar auðvitað að mæta. Fyrir keppni verður boðið uppá bóklegar og verklegar æfingar og verður það auglýst síðar. Skrifað af selma 14.12.2011 08:55Jólaleikur LandsmótsÓ já, jólastemningin fer að ná hámarki hér á skrifstofu Landsmóts og hér eru mandarínur og piparkökur í öll mál. Við viljum endilega hvetja ykkur til að taka þátt í jólaleiknum okkar og freista gæfunnar um leið og miði á LM 2012 er keyptur á forsöluverði. Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn. Athugið að á forsöluverði kostar vikupassi aðeins 10.000 krónur með LH/BÍ afslætti og N1 korts afslætti, en fullt verð er 18.000 krónur. Á Þorláksmessu förum við í sparifötin, fáum okkur smákökur, malt & appelsín og drögum út heppna vinningshafa. Það er til mikils að vinna því meðal vinninga eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, inneign hjá N1, Mountain Horse úlpa frá Líflandi, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum. Potturinn bíður því stútfullur af glæsilegum vinningum sem væri ekki amalegt að fá sem auka jólagjafir þetta árið. Smelltu þér á miðasöluvef landsmóts svo þú eigir möguleika á vinningi! Gleðileg jól! --------------------///--------------------- DVD diskur frá LM 2011 Já það er margt að gerast hjá Landsmóti. Á skrifstofu Landsmóts er hægt að kaupa gjafabréf fyrir miða á Landsmót sem er vitanlega tilvalið í jólapakka hestamannsins! Hafið samband í síma 514 4030 eða með tölvupósti á netfangið [email protected] Að lokum minnir Landsmót á DVD diskana frá mótinu í sumar á Vindheimamelum sem nú fara að koma úr framleiðslu. Gefinn verður út annars vegar DVD með hápunktum Landsmóts og hins vegar kynbótahross á Landsmóti. Þetta er gríðarlega mikið efni, eða rúmlega átta klukkustundir í það heila og frábær heimild um gott mót norður í Skagafirði í sumar. Hápunktarnir munu kosta kr. 5.000 og kynbótadiskurinn kr. 8.000. Þarna er komin önnur hugmynd að frábærri gjöf í jólapakka hestamannsins! Vonast er til að hægt verði að dreifa diskunum í verslanir á föstudaginn 16.desember en einnig er hægt að panta diskinn á skrifstofu LH/Landsmóts í síma 514 4030 og fá hann sendan í póstkröfu eða greiða með kreditkorti í gegnum síma. Diskurinn verður m.a. fáanlegur í eftirtöldum verslunum: Lífland Lynghálsi og Akureyri, Baldvin & Þorvaldur Selfossi, Knapinn Borgarnesi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KS Varmahlíð og Fákasport Akureyri. Skrifað af selma 11.12.2011 10:47Almennur félagsfundurAlmennur félagsfundur hestamannafélagsins Neista verður haldinn miðvikudaginn 14.des kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði. Rætt verður um dagskrá vetrarins, þáttöku og undirbúning í viðburðum vetrarins og almennt um félagsstarf Neista. Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin Skrifað af selma 01.12.2011 20:31Vöru- og sölukynning í Þytsheimum, HvammstangaÞann 3. desember nk. verða verslanirnar Kidka og Knapinn Borgarnesi með kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum frá kl. 13:00 - 19:00. Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni og dagatal hestamannafélagsins til sölu frá kl. 13:00 - 16:00 . Notið ykkur þetta tækifæri til að versla í heimabyggð. Heitt á könnunni :) Fræðslunefnd Þyts Skrifað af selma Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 100 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000034 Samtals gestir: 90667 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is