17.01.2011 20:51

KS-deildin


Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum, KS-deildin, verður haldin í fjórða sinn í vetur. Mótaröðin fer að venju fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkóki.26. janúar nk verður úrtaka en sex sæti eru laus í deildina. Þeir sem ætla í úrtöku er bent á að skrá sig nú þegar á netfangið: [email protected]. Allra síðasti skráningardagur er 23.jan. Nánari  upplýsingar í síma : 842-5240

Mótadagar verða:
26.jan: Úrtaka fyrir þau 6.sæti sem laus eru.  Síðasti skráningardagur 23.janúar
16.feb: Fjórgangur
2.mars: Fimmgangur
16.mars: Tölt
30.mars: Smali og skeið.

Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður, vera styrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands.

14.01.2011 21:29

Lið 4 - allir með :o)


Eins og sjá má hér á heimasíðunni og heimasíðu Þyts  þá er Húnvetnska liðakeppnin eða Sparisjóðs-liðakeppnin, eins og hún heitir núna, rétt handan við hornið en 1. mót vetrarins er 11. febrúar í Þytsheimum.
 
Liðsstjórar Austur Húnvetnska liðsins, Lið 4, hvetja alla þá sem áhuga hafa á að vera með á einn eða annan hátt í
Liði 4,  þ.e. hvort heldur sem keppandi, klappstýra eða rétta hjálparhönd við hvað sem er að hafa samband við Rúnar í síma 6953363 eða á netfang [email protected] fyrir frekari upplýsingar.

Með von um góða þátttöku

Liðsstjórar liðs 4


14.01.2011 20:20

Sparisjóðs-liðakeppnin

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar ásamt liðsstjórum hafa farið yfir reglur keppninnar og hér fyrir neðan má sjá niðurstöðuna sem við vorum sammála um og þær breytingar sem við gerðum. Framundan er spennandi keppni og styttist í fyrsta mót sem verður 11. febrúar í Þytsheimum. Breytingar frá því í fyrra eru þær að 3. flokk verður bætt við ef næg þátttaka fæst og b-úrslit í unglingaflokki tekin út í staðin. Þar sem tími gefst ekki fyrir fleiri úrslit á einu kvöldi. Einnig bætist skeið við og verður það með smalanum á Blönduósi.

Spkef sparisjóður verður aðalstyrktaraðili keppninnar og mun liðakeppnin því fá nýtt nafn, Sparisjóðs-liðakeppnin.

Ný regla fyrir þetta ár er sú að á lokamóti mótaraðarinnar má ekki bætast nýr aðili við liðið nema hann sé í Neista eða Þyt.

Varamaður mótanefndarinnar, Þórdís Helga Benediktsdóttir, kemur inn með okkur í vetur í starfið þar sem Fanney Dögg er í námi á Hólum.

Mót Sparisjóðs-liðakeppninnar verða:
11. febrúar - Fjórgangur
26. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi (ath laugardagur)
11. mars - Fimmgangur
8. apríl - Tölt

Reglur keppninnar árið 2011:

Liðin skiptast þannig,
Lið 1: Hvammstangi, Miðfjörður og Hrútafjörður
Lið 2: Vatnsnes, Vesturhóp og Línakradalur (Gamli Kirkjuhvammshr. og Þverárhreppur)
Lið 3: Víðidalur og Fitjárdalur
Lið 4: Austur-Húnavatnssýsla
Skiptingin er aðeins til viðmiðunar fyrir fólk en ekki bundin við lögheimili.

1. flokkur, ef keppendur eru 16 eða fleiri eru B-úrslit riðin. Fjórir efstu eru öruggir í A-úrslit, sá fimmti þarf að vinna sig upp í úrslitin.

Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 12 stig
2. sæti - 10 stig
3. sæti - 9 stig
4. sæti - 8 stig
5. sæti - 7 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 5 stig
7.sæti - 4 stig
8.sæti - 3 stig
9.sæti - 2 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

2. flokkur, sömu reglur í sambandi við A- og B-úrslit. Stigagjöf er þó öðruvísi.
Stig í A-úrslitum eru gefin þannig:
1. sæti - 8 stig
2. sæti - 7 stig
3. sæti - 6 stig
4. sæti - 5 stig
5. sæti - 4 stig

Stig í B-úrslitum eru gefin þannig:
6.sæti - 3 stig
7.sæti - 2 stig
8.sæti - 1 stig
9.sæti - 1 stig

Það par sem vinnur sig upp úr B-úrslitum fær engin stig í B-úrslitunum en á möguleika á fleiri stigum í A-úrslitum.

3. flokkur, aðeins riðin A-úrslit. Stig í úrslitum eru gefin þannig:

1. sæti - 3 stig

2. sæti - 2 stig

3. sæti - 1 stig

4. sæti - 1 stig

5. sæti - 1 stig


Barna- og unglingaflokkar (17 ára og yngri, fædd 1994 og seinna) aðeins riðin A-úrslit.
1.sæti - 5 stig
2.sæti - 4 stig
3.sæti - 3 stig
4.sæti - 2 stig
5.sæti - 1 stig

Skeið:

Þessi keppni gefur einungis stig í liðakeppninni en ekki í einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

1.sæti - 10 stig
2.sæti - 8 stig
3.sæti - 7 stig
4.sæti - 6 stig
5.sæti - 5 stig
6.sæti - 4 stig
7.sæti - 3 stig
8.sæti - 2 stig
9.sæti - 1 stig

Knapar verða að vera í sama liðinu allt tímabilið, þ.e. bannað að skipta um lið á miðju tímabili.
Einnig verður hver og einn knapi að velja sér hvort hann ætlar að keppa í 1. 2. eða 3. flokki í upphafi tímabils og má ekki fara á milli flokka á tímabilinu.

Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti í hverri grein, en ef keppandi kemst með tvo hesta í úrslit verður hann að velja á milli þeirra og aðeins keppa á öðrum í úrslitum. Ekki hægt að fá aukaknapa til að ríða úrslit fyrir sig.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.


Mótanefnd liðakeppninnar

Þytur


13.01.2011 20:36

Knapamerki 1


Áfram halda nýjir hópar að mæta í Reiðhöllina á námskeið í knapamerkjunum.
Í kvöld mættu krakkarnir í fyrri hópnum í knapamerki 1, þau Hreinn, Leon, Magnea, Páll og Sigurður Bjarni.  Kennarinn þeirra er Elin Petronella Hannula.




13.01.2011 13:29

Knapamerki 3


Knapamerki 3 byrjaði í gær þegar krakkarnir mættu hjá Sibbu í tveim hópum. Mjög spennandi :)

Hér eru þau sem eru að byrja í kn 3,
þau Hrafnhildur, Alexandra og Sigurgeir ásamt Sibbu
....


og þau sem byrjuðu í fyrra, þau Friðrún, Haukur og Hákon ásamt Sibbu.
Á myndina vantar Höllu Steinunni.




11.01.2011 08:44

Knapamerkin byrjuð


Knapamerkin byrjuðu í gær þegar 3 hópar af 4 mættu í tíma hjá Sibbu. Frestuðum einum tíma vegna veðurs, það gerði snarvitlaust veður þegar tímar byrjuðu svo þeir sem eiga heima í sveitinni fengu að vera heima.

Þessir 2 kappar, Einar og Sigurjón, eru í knapamerki 1, ásamt 2 öðrum.




Þessar 3 gellur, Anna Margrét, Sigga og Selma,
ásamt 2 öðrum eru í knapamerki 2.




og svo mættu "strákarnir" 6 í knapamerki 2
.
Á þessari mynd eru Beggi (bakvið), Kristján og Höskuldur.






07.01.2011 14:59

Járninganámskeiði frestað

 
Járninganámskeiðinu
er frestað vegna veður.
Það verður 21. janúar.

06.01.2011 21:49

Knapamerkin byrja í næstu viku


Þá fer fjörið að hefjast, strax á mánudag í næstu viku. Búið er að raða niður flestum námskeiðum og er þátttaka mjög góð. Allir eiga að vera búnir að fá póst um hvenær þeirra hópur á að mæta. Ef ekki endilega hafið samband við Selmu í síma 661 9961.

Reiðnámskeiðin hjá yngri og eldri krökkum, þ.e. þau sem eru ekki í knapamerkjunum, byrja í lok janúar. Haft verður samband við foreldra og einnig verður það auglýst hér á síðunni.

Hér til hliðar er búið að setja inn  viðburðadagatal vetrarins og einnig hvenær námskeiðin eru í höllinni, þau eru reyndar ekki öll komin inn en verða sett inn um leið og búið er að tímasetja þau. Ef breytingar verða á námskeiðum eða þau falla niður verður það auglýst á töflunni upp í Reiðhöll.

06.01.2011 15:29

Járninganámskeið


Járninganámskeiðið
byrjar með bóklegum tíma
í Reiðhöllinni, kaffistofu,
kl. 20.00

föstudagskvöld 7. janúar.

Verklegir tímar byrja kl. 8.00
á laugardagsmorgunn og verða
þeir í hesthúsinu í Hnjúkahlíð.


04.01.2011 21:13

Minnum á....


Járninganámskeið verður haldið á Blönduósi 7. - 8. janúar nk.


Kennt verður á föstudagskvöld bóklegt uþb 2-3 tímar og
verklegt á laugardegi uþb 8 tímar.

Kennari er Gestur Júlíusson járningameistari.

Hámark á námskeið (verklega) er 8 manns
og kostar námskeiðið 12.000 kr. á mann
miðað við að farið sé bæði í bóklegt og verklegt.
Ef einungis bóklegi hlutinn er tekinn 
kostar  það 1.500 kr (ekki hámarksfjöldi þar).

Skráning og nánari upplýsingar gefur Hólmar Hákon í sími 6956381.

23.12.2010 19:42

Gleðileg jól




Sendum hugheilar jóla- og nýárskveðjur
til Húnvetninga allra nær og fjær.
Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir á árinu sem er að líða.

Megi nýja árið færa ykkur gæfu og gleði.

Jólakveðja
Hestamannafélagið Neisti

12.12.2010 08:28

Járninganámskeið


Járninganámskeið verður haldið á Blönduósi 7. - 8. janúar nk.


Kennt verður á föstudagskvöld bóklegt uþb 2-3 tímar og
verklegt á laugardegi uþb 8 tímar.


Kennari er Gestur Júlíusson járningameistari.

Hámark á námskeið (verklega) er 8 manns
og kostar námskeiðið 12.000 kr. á mann
miðað við að farið sé bæði í bóklegt og verklegt.

Ef einungis bóklegi hlutinn er tekinn 
kostar  það 1.500 kr (ekki hámarksfjöldi þar).


Skráning og nánari upplýsingar gefur Hólmar Hákon í sími 6956381.

07.12.2010 21:35

Meistaradeild Norðurlands 2011


Stjórn Meistaradeildar hefur gert tvær breytingar á dagskrá. Sú fyrri er, að keppt verður í fimmgangi 2.mars og tölt færist til 16.mars. Hin breytingin er að síðasta mótið verður miðvikudaginn 30.mars, en ekki 1.apríl (ekki apríl gabb). 

Mótadagar verða því svona:
26.jan: Úrtaka fyrir þau 6.sæti sem laus eru.  Síðasti skráningardagur 23.janúar
16.feb: Fjórgangur
2.mars: Fimmgangur
16.mars: Tölt
30.mars: Smali og skeið. Loka mót 
Kaupfélag Skagfirðinga mun eins og áður fyrr, vera styrktaraðili Meistaradeildar Norðurlands.

29.11.2010 11:58

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var sl. laugardaskvöld og tókst í alla staði vel. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur.....
         
Knapi ársins 2010 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ólafur Magnússon.
Hann gerði það mjög gott í KS-deildinni, var þar í úrslitum í flestum greinum og 3. sæti í samanlagðri stigasöfnun knapa. Hann mætti á Ís-landsmót, Húnvetnsku liðakeppnina  og Fákaflug og var í úrslitum á þessum mótum emoticon    

   
    Óli og Gáski á Ís-landsmóti 2009             Óli og Ódeseifur á Ís-landsmóti 2010


Óli stendur ekki einn í þessu því konan hans Inga Sóley á stóran þátt í góðu gengi hans þar sem hún stendur þétt við bakið á honum, heima og heiman.
Hér er Hjörtur formaður að færa henni þakklætisvott frá Hestamannafélaginu Neista fyrir að fá Óla svona oft lánaðan til að fara á keppnisvöllinn.Takk Inga Sóley emoticon    

 

Innilega til hamingju með árangurinn Óli, hlökkum til að fylgjast með þér
næstu árin
emoticon    


     Óli og Inga Sóley að taka við viðurkenningum sínum

    
Verðlaunagripurinn sem Óli fékk sem knapi árins.





 

Viðurkenningar kynbótahrossa:

Hryssur

4 vetra 
Heiðdís frá Hólabaki
 

F. Rökkvi frá  Hárlaugsstöðum M. Dreyra frá Hólabaki
B: 8,04  H: 7,73   A: 7,85
Ræktandi og eigandi:  Björn Magnússon
Sýnandi:  Agnar Þór Magnússon


5 vetra
Framtíð frá Leysingjastöðum
F. Orri frá Þúfu.  M. Gæska Frá Leysingjastöðum
B:  8,44  H: 7,89  A: 8,17
Ræktandi og eigandi: Hreinn Magnússon
Sýnandi: Ísólfur Líndal Þórisson
   

6  vetra
Ólga frá Steinnesi 
F.  Gammur frá Steinnesi M. Hnota frá Steinnesi
B: 8,42   H:  8,09   A: 8,22
Ræktandi og eigandi:  Magnús Jósefsson
Sýnandi:  Mette Mannseth

7 vetra og eldri
Næla frá Sauðanesi
F. Snorri frá Sauðanesi  M. Saga frá Sauðanesi
B: 8,46   H:  7,89   A: 8,12
Ræktandi: Þórður Pálsson
Eigandi: Auðbjörn Kristinsson
Sýnandi:  Ásdís Helga Sigursteinsdóttir

 

Stóðhestar

 
4 vetra

Magni frá Sauðanesi
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B: 8,26   H: 7,64   A: 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson.

 

5 vetra
Tjaldur frá Steinnesi

F.  Adam frá Ásmundarstöðum  M. Sif frá Blönduósi
B: 8,13   H: 7,91    A:  8,00
Ræktandi:  Magnús Jósefsson
Eigendur: Magnús Jósefsson og Agnar Þór Magnússon
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon.

 

6 vetra
Kiljan frá Steinnesi

F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,96  A:  8,71
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Ingolf Nordal og fleiri
Sýnandi: Þórvaldur Árni Þorvaldsson

 

7 vetra og eldri 
Silfurfaxi frá Skeggsstöðum
F.  Svalur frá Tunguhálsi II  M. Leista frá Kjalarlandi
B: 7,94  H: 8,04   A: 8,00
Ræktandi: Hrafn Þórisson
Eigendi: Ann-Cathrine Larsson
Sýnandi:  Magnús Skúlason.

 

Sölufélagsbikarinn fær  hæst dæmda hryssa á héraðsýningu

Framtíð frá Leysingjastöðum
 

F. Orri frá Þúfu.  M. Gæska Frá Leysingjastöðum
B: 8,44   H: 7,89   A: 8,17
Ræktandi og eigandi: Hreinn Magnússon
Sýnandi:  Ísólfur Líndal Þórisson.

 

Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu

Magni frá Sauðanesi

F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B:  8,26  H: 7,64   A: 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
SýnandiTryggvi Björnsson


Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns.  

Kiljan frá Steinnesi
F.  Klettur frá Hvammi  M. Kylja frá Steinnesi
B:  8,33   H: 8,96      A:  8,71
Ræktandi: Magnús Jósefsson
Eigendur: Ingolf Nordal og fleiri
Sýnandi: Þórvaldur Árni Þorvaldsson


Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd
Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti í Austur-Húnavatnssýslu.         

Magni frá Sauðanesi
F. Parker frá Sólheimum M. Mirra frá Sauðanesi
B:  8,26  H: 7,64    A:. 7,89
Ræktandi og eigandi:  Páll Þórðarson
Sýnandi:  Tryggvi Björnsson

 

Ræktunarbú  2010 : Steinnes í Húnavatnshreppi
Ábúendur í Steinnesi:  Magnús Jósefsson og Líney Árnadóttir

Á árinu 2010 voru sýnd 12 hross frá Steinnesi á kynbótasýningum - Meðaleinkunin á þessum 12 hrossum er 7.91 þar af fengu 5 8,00 eða meira í aðaleinkunn.



27.11.2010 10:11

Reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna


Eins og undanfarin ár verður boðið uppá reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna, eftir áramót. Þeir sem hafa hug á slíkum námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista sem fyrst svo hægt sé að skipuleggja dagskrá vetrarins.
 
Einnig er fyrirhugað að halda almennt reiðnámskeið fyrir fullorðna. Þeir sem hafa áhuga á því vinsamlegast hafið samband á áðurnefnt netfang sem fyrst.

Þeir sem eru í bóklegum tímum í knapamerkjunum og þeir sem þegar hafa skráð sig á reiðnámskeið fyrir börn og fullorðna þurfa ekki að skrá sig aftur.

Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1000034
Samtals gestir: 90667
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere