04.03.2010 11:18

KS- Deildin - Frábær tölt - úrslit


Áhorfendur voru ekki sviknir af töltkeppni KS-deildarinnar sem haldin var í gær í Svaðastaðahöllini. Fyrsti hestur í braut gaf tóninn með einkunn uppá 7,30.
 

Margar glæsilegar sýningar sáust og seinasti hestur inní B-úrslit var með einkunnina 6.93. Mikil spenna var svo í A-úrslitum og urðu tveir knapar Ísólfur og Ólafur jafnir í fyrsta til öðru sæti með einkunnina 8,11. Var því gripið til sætisröðunar þar sem Ísólfur hafði betur.

Mikil spenna er komin í stigasöfnunina og verður fróðlegt að sjá hvað mun gerast eftir hálfann mánuð þegar keppt verður í fimmgangi.

A-úrslit

1. Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjastöðum II 8,11

2. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum  8,11

3. Bjarni Jónasson - Komma frá Garði 7,89

4. Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjamóti 7,50

5. Magnús B Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50

 

B-úrslit

5. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli 7,50
6. Sölvi Sigurðarson - Töfri frá Keldulandi 7,22

7. Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum 7,22

8. Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti 7,11

9. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum 7,11

 

Stigasöfnun

1          Ólafur Magnússon 16 stig
2          Ísólfur Líndal Þórisson 15 stig

3          Bjarni Jónasson 14 stig

4          Mette Mannseth 11,5 stig

5          Elvar E. Einarsson 11,5 stig

6          Þórarinn Eymundsson 7,5 stig

7          Magnús Bragi Magnússon 7,5 stig

8          Sölvi Sigurðarson 6,5 stig

9          Þorsteinn Björnsson 1,5 stig

10        Líney María Hjálmarsdóttir 1 stig

03.03.2010 11:01

Tölt í KS deildinni í kvöld



Eftir frábæra fjórgangskeppni í KS deildinni er komið að tölti. Það verður mikið fjör í Svaðastaðahöllinni í kvöld, miðvikudagskvöld 3. mars kl:20:00. Eins og sjá má á ráslistanum eru margir sterkir hestar skráðir til leiks og ljóst er að hart verður barist.

Ráslisti:
  1. Elvar E. Einarsson - Mön frá Lækjamóti
  2. Líney María Hjálmarsdóttir - Þerna frá Miðsitju
  3. Ragnar Stefánsson - Lotning frá Þúfum
  4. Bjarni Jónasson - Komma frá Garði
  5. Riikka Anniina - Gnótt frá Grund II
  6. Þorsteinn Björnsson - Ögri frá Hólum
  7. Magnús Bragi Magnússon - Farsæll frá Íbishóli
  8. Sölvi Sigurðarson - Töfri frá Keldulandi
  9. Þórarinn Eymundsson - Fylkir frá Þingeyrum
  10. Mette Mannseth - Happadís frá Stangarholti
  11. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Spakur frá Dýrfinnustöðum
  12. Ólafur Magnússon - Gáski frá Sveinsstöðum
  13. Erlingur Ingvarsson - Gerpla frá Hlíðarenda
  14. Viðar Bragason - Von frá Syðra-Kolugili
  15. Tryggvi Björnsson - Ólga frá Steinnesi
  16. Ísólfur Líndal Þórisson - Sindri frá Leysingjasyöðum II
  17. Þorbjörn Hreinn Matthíasson - Týr frá Litla-Dal
  18. Björn Fr. Jónsson - Aníta frá Vatnsleysu

02.03.2010 16:28

Karlareið Hestamannafélagsins Neista


Karlareið Hestamannafélagsins Neista verður
laugardaginn 13. mars  n.k.  
Riðið verður úr "Bótinni" suður Svínavatn að Stekkjardal.



Lagt verður af stað kl.14.00.  Örugg  fararstjórn .  Grillað í reiðhöllinni Arnargerði að ferð lokinni.

Gjald kr.3500.-

Þátttaka tilkynnist fyrir  miðnætti miðvikudaginn 10. mars. til einhvers eftirtalinna:

Jóns Kr. Sigmars.        sími   8989402

Guðmundar Sigf.        sími  8926674

Páls Þórðar.                sími 8484284

Undirbúningsnefndin

02.03.2010 08:24

Grunnskólamót


Fyrsta grunnskólamótið
verður í Þytsheimum á Hvammstanga
sunnudaginn 7.mars kl. 13.00


keppt verður í
fegurðarreið 1.-3. bekkur
tví- eða þrígangi 4.-7. bekkur
fjórgangi 8.-10. bekkur
skeiði 8.-10. bekkur

skráningargjald er 1000 krónur á hest
skráning þarf að berast fyrir kl.21.00  fimmtudagskvöldið 4.mars
í skráningu þarf að koma fram nafn knapa og hests, bekkur, skóli, upp á hvora hönd er riðið
skráning þarf að berast á [email protected]

Kveðja Æskulýðsnefnd Þyts

endilega hafið samband á e-mailið ef einhverjar spurningar vakna.
 

28.02.2010 22:15

Hrossaræktendur - Hestamenn

Almennur fundur um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi fimmtudaginn 4. mars kl. 20:30.

Frummælendur:

Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda
Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
Sigrún Ólafsdóttir, formaður Félags Tamningamanna

Hrossaræktarsamband V-Hún

Samtök hrossabænda í A-Hún

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

28.02.2010 22:04

Úrslit ístölts á Hnjúkatjörn

Veðrið var frábært á mjög svo skemmtilegu ístölti á  Hnjúkatjörn í dag. Þökkum við öllum þeim sem að þessu móti kom kærlega fyrir. Myndir komnar inná vefinn.

Úrslit urðu þessi:

Barnaflokkur


1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum
2. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gyðja frá Reykjum
3. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Skuggi frá Breiðavaði
4. Ásdís Freyja Grímsdóttir og Rifa frá Efri-Mýrum
4. Sigríður Þorkelsdóttir og Pjakkur frá Efri-Mýrum


Unglingaflokkur


1. Rakel Rún Garðarsdóttir og Hrókur frá Stangarholti 
2. Brynjar Geir Ægisson og Heiðar frá Hæli
3. Hanna Ægisdóttir og Skeifa frá Stekkjardal
4. Stefán Logi Grímsson og Galdur frá Gilá


2. flokkur


1. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduós
2. Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum
3. Áslaug Inga Finnsdóttir og Dáðadrengur frá Köldukinn
4. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Æsir frá Böðvarshólum
5. Guðmundur Sigfússon og Aron


1. flokkur


1. Tryggvi Björnsson og Stimpill frá Vatni
2. Ninni Kulberg og Stefna frá Sauðanesi
3. Jón Kristófer Sigmarsson og Kolvakur frá Syðri-Hofdölum
4. Eline Manon Schrijver og Þekla frá Hólum
5. Ragnar Stefánsson og Maur frá Fornhaga 2

28.02.2010 19:33

Afmæli Þyts

Það má með sanni segja að gærdagurinn hafi verið frábær og sýningin vel heppnuð. Stjórn Þyts vill þakka öllum sem komu að hátíðinni en knapar sýningarinnar voru 84 og ætli það hafi ekki komið um 120 manns að sýningunni í heild.

Hátíðin byrjaði á fánareið og ræðuhöldum. Sigrún formaður hélt ræðu um tilurð félagsins og byggingu reiðhallarinnar sem fékk nafnið Þytsheimar. Séra Magnús Magnússon blessaði húsið og má segja að hann hafi náð sambandi við veðurguðina því um kl 14:00 var leiðindaveður, norðaustan hríð, en um 15:00 þegar hátíðin var að hefjast og Magnús búinn að blessa húsið þá birti til. Guðný Helga oddviti Húnaþings vestra fór með vísu sem hún orti um hestamannafélagið og reiðhöllina. Anna María gaf hestamannafélaginu skeiðklukkur frá Ungmennasambandinu og formaður LH Haraldur Þórarinsson tók einnig til máls. Síðan kom hvert flotta atriðið á fætur öðru. Í hléi var síðan þvílík kökuveisla í boði félagsmanna.

Hér að neðan má sjá video Palla sem eru inn á 
Hvammstangablogginu en hann tók líka upp alla sýninguna í gær. Takk kærlega Palli.

Hægt er að sjá tvö atriði frá sýningunni á YouTube.
Það eru atriðin "
Svörtu folarnir" og "Dívurnar".

Myndir koma svo inn á heimasíðu Þyts innan tíðar.


28.02.2010 19:29

Forsala aðgöngumiða hafin á LM 2010



- 20-25% afsláttur -


Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 27.júní - 4.júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.landsmot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgestur  leiddur í gegnum ferlið skref fyrir skref.

Frábær vildarkjör eru í boði fyrir félaga í aðildarfélögum Landssambands hestamannafélaga og Bændasamtökum Íslands og verulegur afsláttur veittur sé miði keyptur í forsölu. Afsláttur af fullu miðaverði í forsölu er allt að 25% og að auki fá félagar í LH og Bí 25% afslátt. Með þessu móti er hægt að lækka verð á vikupassa um þúsundir króna. Hver félagi í LH og BÍ getur keypt 5 miða að hámarki á vildarkjörum.

Unnt er að kaupa vikupassa og helgarpassa í forsölu. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14 - 17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjólhýsastæði með aðgangi að rafmagni í forsölu. Með því að kaupa miða fyrirfram er hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn.

Forsölunni lýkur 1.maí 2010 og eftir það hækkar miðaverð. Hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti  Landsmóts og samstarfsaðila. Um hver mánaðarmót verður dregið um veglega vinninga, sem eru til að mynda tveir vikupassar á Landsmót, leikhúsmiðar fyrir tvo í boði VÍS, beisli og DVD diskar frá versluninni LÍFLAND.


25.02.2010 20:52

Ís-landsmót




Skráningar berist til Guðbjargar á netfangið
[email protected]
 síðasta lagi þriðjudaginn 2. mars. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, nafn knapa,  nafn, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi fimmtudaginn 4. mars. Sendið kvittun á 
[email protected]  þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Aðal styrktaraðilar

Það er ánægjulegt að greina frá því að aðalstyrktaraðilar mótsins eru:

 

Hrossaræktarbúið Sunnaholt í Þýskalandi, sem býður upp á töltkeppnina.

 

Landsvirkjun sem býður upp á A flokkinn.

 

Húsherji ehf. Svínavatni Húnavatnshreppi sem  býður upp á B flokkinn.

Fleiri upplýsingar um mótið má sjá hér á
heimasíðu þess.



24.02.2010 17:04

60 ára afmælishátíð Þyts


Hægt er að kaupa miða á afmælishátíð Þyts í forsölu
í Söluskálanum á Hvammstanga
eða panta hjá Indriða í síma 860-2056.

24.02.2010 14:56

Vantar bikara

 Vantar 2 bikara. 
Firmakeppnisbikarinn og töltbikar vetrarleika eru sennilega einhversstaðar  á góðri hillu en hafa ekki komið í leitirnar. Þeir sem vita eitthvað um þá eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við eða koma þeim til
Ragnars Stefánssonar, s: 898-8924

24.02.2010 14:03

Umsóknir fyrir Youth Cup 2010


Æskulýðsnefnd LH minnir áhugasama á að skila inn umsóknum á Youth Cup sem verður haldið 10.- 18. júlí nk. Mótið er haldið í Kalo í Damörku.  Útvegaðir verða hestar ef óskað er. Skilyrði fyrir þátttöku: Reynsla í hestamennsku, enskukunnátta, keppnisreynsla í íþróttakeppni, sjálfstæði, geta unnið í hóp og reglusemi.

Með umsókn þurfa að fylgja upplýsingar um reynslu í hestamennsku, mynd, keppnisárangur og upplýsingar um önnur skilyrði þátttöku.
Nánari upplýsingar fást á heimasíðu LH undir æskulýðsmál og hjá æskulýðsfulltrúum LH og félaganna.
Umsóknir þurfa að hafa borist skrifstofu LH, Engjavegi 6, 104 Reykjavík fyrir 1. mars nk.

Sjá nánari upplýsingar undir ÆSKULÝÐSMÁL  

22.02.2010 18:42

Ístölt á Hnjúkatjörn


Opið töltmót á Hnjúkatjörn

sunnudaginn 28. febrúar kl. 13.00



Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: [email protected] fyrir miðnætti fimmtudag 25. febrúar.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, unglinaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi og  hestur.

Skráningargjald er 1.500 kr fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista
[email protected]

22.02.2010 14:20

Myndir frá Smalanum !

Nú eru komnar inn ljósmyndir frá Smalanum síðastliðinn föstudag.

21.02.2010 21:32

60 ára afmælishátíð Þyts og vígsla reiðhallarinnar



Hestamannafélagið Þytur

27. febrúar nk. verður sýning í reiðhöllinni á Hvammstanga
í tilefni 60 ára afmælis hestamannafélagsins.

 

Fram koma:

Fjölmörg ræktunarbú úr héraðinu.
Sýningar barna- og unglinga.
Munsturreið karla og kvenna.
Fimleikar á hestum og margt margt fleira.

Sýningin hefst kl. 15:00 laugardaginn 27. febrúar

Aðgangseyrir: 2.000 kr. fullorðnir, 1.000 kr. 7 - 12 ára.

Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Innifalið í verði er afmæliskaffi í hléi.

Á sýningunni mun vígsla reiðhallarinnar fara fram.

Klukkan 19.00 er grillveisla í boði Þyts og smá húllum hæ

Stjórn Þyts



Þytur  

Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1000034
Samtals gestir: 90667
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere