07.02.2010 20:11

Töltmót 12. febrúar


Opið töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði

föstudaginn 12. febrúar kl. 20.00

Skráning er hjá Óla Magg á netfangið: [email protected] fyrir miðnætti þriðjudag 9. febrúar.
Keppt verður í 1. flokki, 2. flokki, unglinaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi, hestur, litur og aldur og upp á hvora hönd er riðið. Tveir verða inná í einu og ekki snúið við.

Skráningargjald er 1.500 kr fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista
[email protected]

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.


Ath. að ef mikil þátttaka er þá gæti mótið byrjað fyrr, en það verður auglýst síðar
.

06.02.2010 09:41

KB mótaröðin

KB mótaröðin   

 

Liðakeppni (lágmark 3 í liði - opin keppni)

Einstaklingskeppni (opin keppni)

 

Barna-, unglinga-, ungmenna-, 1.flokkur, 2.flokkur (minna keppnisvanir)


                    13.febrúar            Fjórgangur

                    13.mars                Tölt

                    27.mars                Gæðingakeppni í gegnum höllina

                    10.apríl                 Tölt og fimmgangur

 

 Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni !!  Sérstök heiðursverðlaun eru veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina.  3.stigahæstu liðin fá verðlaun í hæsta gæðaflokki J  Öll mótin hefjast kl.12:00. Skráningar þurfa að berast fyrir kl. 20:00 kvöldi áður á netföngin: [email protected], [email protected] eða í
s. 691-0280 eða 699-6116

 

 


KB Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.


06.02.2010 08:51

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar - fjórgangur

Fyrsta mótinu í Húnvetnsku liðakeppninni lokið. 103 keppendur skráðir til leiks og var því ekki auðvelt starf dómaranna að dæma þennan fjölda á einu kvöldi. En mótið tókst rosalega vel, allt samkvæmt tímaáætlun mótanefndar og vill mótanefnd þakka öllu því frábæra starfsfólki sem aðstoðaði við að gera mótið svona skemmtilegt emoticon

Úrslit urðu eftirfarandi: einkunnir, forkeppni / úrslit

1. flokkur:


A-úrslit
1. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ, eink. 6,90 / 7,3
2. Helga Una Björnsdóttir og Ólga frá Steinnesi , eink. 6,65 / 7,1
3. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, eink. 6,50 /  7,05
4. Agnar Þór Magnússon og Hrímnir frá Ósi, eink. 6,65 / 7,00
5. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, eink. 6,55 / 6,85

B-úrslit.
5. Herdís Einarsdóttir og Grettir frá Grafarkoti, eink. 6,50 / 6,85
6-7. Kolbrún Grétarsdóttir og Snilld frá Hellnafelli, eink. 6,20 / 6,60
6-7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Stuðull frá Grafarkoti, eink. 6,2 /  6.60
8. Ólafur Magnússon og Eðall frá Orrastöðum, eink. 6,3 / 6,4
9. Elvar Einarsson og Höfðingi frá Dalsgarði, eink. 6,35 / 6,2
10. Elvar Logi Friðriksson og Syrpa frá Hrísum II, eink. 6,20 / 6,15
11. Halldór Svansson og Fursti frá Efri-Þverá, eink. 6,30 / 6,1

2. flokkur

A-úrslit
1. Ninni Kulberg og Sóldögg frá Efri-Fitjum, eink. 6,05 / 6,85
2. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki, eink. 5,85 / 6,45
3. Gréta B Karlsdóttir og Frá frá Rauðuskriðu, eink. 5,55 / 6,25
4. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Kasper frá Grafarkoti, eink. 5,65 / 6,15
5. Elín Íris Jónasdóttir og Spói frá Þorkelshóli, eink. 5,70 / 6,05

B-úrslit
5. Gréta B Karlsdóttir og Frá frá Rauðuskriðu, eink. 5,55 / 6,15
6. Ragnar Smári Helgason og Blær frá Hvoli, eink. 5,35 / 5,95
7. Jónína Lilja Pálmadóttir og Þáttur frá Seljarbrekku, eink. 5,50 / 5,75
8. Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir og Sæla frá Hellnafelli, eink. 5,45 / 5,60
9. Sveinn Brynjar Friðriksson og Gosi frá Hofsvöllum, eink. 5,30 / 5,20

Unglingaflokkur
 
A-úrslit
1. Sigrún Rós Helgadóttir og Biskup frá Sigmundarstöðum, eink. 6,0 / 6,80
2. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II, eink. 5,80 / 6,00
3. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík, eink. 5,95 / 5,95
4. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum, eink. 5,60 / 5,95
5. Ásta Björnsdóttir og Glaumur frá Vindási, eink. 6,15 / steig af baki


B-úrslit
5. Rúna Halldórsdóttir og Stígur frá Reykjum, eink. 5,60 / 6,1
6. Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili, eink. 5,50 / 5,75
7. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum, eink. 5,70 / 5,70
8. Rakel Rún Garðarsdóttir og Lander frá Bergsstöðum, eink. 5,00 / 5,40
9. Eydís Anna Kristófersdóttir og Viður frá Syðri-Reykjum, eink. 5,10 / 4,95


Staðan í liðakeppninni eftir fyrsta mót:

1. Lið 1 með 54,5 stig
2. Lið 2 með 32 stig
3. Lið 3 með 16,5 stig
4. Lið 4 með 7 stig

Myndir frá mótinu má sjá hér.



Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


Þytur

04.02.2010 19:07

Ráslistarnir


Ráslistarnir eru komnir inná  
Þytssíðuna  - 103 keppendur eru skráðir til leiks.

Mótið hefst klukkan 17.00 og er skráningargjald 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

03.02.2010 12:09

Húnvetnska liðakeppnin


JÆJA......... rúmlega 100 keppendur skráðir til leiks....


Mótið þarf því að byrja klukkan 17.00

Dagskrá

Unglingaflokkur
B-úrslit í unglingaflokki
2. Flokkur
1.Flokkur
B-úrslit í 2. Flokki
B-úrslit í 1. Flokki
A-úrslit í Unglingaflokki
A-úrslit í 2. Flokki
A-úrslit í 1. Flokki

  Mótanefndin     


Þytur

02.02.2010 16:55

Æfing og skráning


Minna á æfingu fyrir fjórgang í kvöld. Maggi í Steinnesi ætlar að mæta á Braga frá Kópavogi og vinna fjórganginn fyrir vestan á föstudaginn.

Muna líka að það er lokaskráning í kvöld fyrir  fjórganginn í Húnvetnsku liðakeppninni. Sjá 
hér.

02.02.2010 10:55

Ís-landsmót á Svínavatni


Siggi Sig. og Freyðir

Laugardaginn 6. mars verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í A-Hún. Mótið hefur verið það sterkasta og fjölmennasta sem haldið hefur verið á ís hérlendis undanfarin ár og  lítur út fyrir að þar verði engin breyting á. Fyrirkomulag verður með svipuðu sniði og verið hefur og verður það nánar auglýst síðar.


Undirbúningsnefndin

01.02.2010 22:14

Hefur þú áhuga á að bjóða unglingum í heimsókn?


Æskulýðsnefnd Landssambands hestamanna í samvinnu við aðra æskulýðsfulltrúa innan FEIF mun í sumar gefa íslenskum unglingum kost á að heimsækja önnur aðildarlönd FEIF. Fyrirkomulagið verður þannig að unglingar á aldrinum 14 - 17 ára verða í 1 - 2 vikur hjá fjölskyldum sem eiga íslenska hesta og taka þátt í þeirra daglegu störfum.  Þetta er tækifæri fyrir áhugasama krakka að kynnast hestamennskunni á erlendri grund og mynda vinatengsl.



Einnig er fyrirhugað að bjóða erlendum unglingum til dvalar hér á landi á sömu forsendum.
Æskulýðsnefndin óskar eftir áhugasömum unglingum sem vilja fara og fjölskyldum sem mundu vilja bjóða heim erlendum unglingum.  Miðað verður við að þátttökugjald standi undir kostnaði. Ef þið hafið áhuga vinsamlega hafið samband sem fyrst við æskulýðsnefnd LH. Tölvupóstföng og símanúmer eru á heimasíðu LH á
www.lhhestar.is

Með kveðju
Æskulýðsnefndar LH


31.01.2010 20:35

Næsta æfing fyrir fjórgang er á þriðjudagskvöld


Þetta er Raggi Stef. liðsstjóri Austur-Húnvetnska liðsins
í Húnvetnsku liðakeppninni
(myndin tekin af Þytssíðunni, frábær mynd Kolla)

Hann hafði í nógu að snúast sl. laugardag þegar góður hópur fólks mætti til æfinga í Reiðhöllinni.

    

    


Næsta æfing er þriðjudagskvöldið 2. febrúar kl. 21.00


29.01.2010 19:46

Æfing fyrir fjórganginn


Senn líður að fyrsta mótinu í Húnvetnsku liðakeppninni en fjórgangur verður 5. feb. í Hvammstangahöllinni.
Þeir sem vilja vera með liðinu þ.e. Austur-Húnvetnska hafi samband við Ragga Stef í síma 8988924. Raggi ætlar að vera í Reiðhöllinni á morgun, laugardag kl. 17.00 og aðstoða þá sem það vilja, fara yfir keppnisreglurnar og æfa fjórganginn.

Mætum svo öll í Hvammstangahöllina 5. feb.
emoticon

29.01.2010 10:26

Yngir krakkarnir mættu í gær

Það var gaman hjá byrjendahópunum sem mættu á námskeið í gær. Þau eru 20 og skipt í 3 hópa, alveg byrjendur, aðeins vanari og þau sem eru búin að vera í mörg ár en ekki nógu gömul til að komast í knapamerki 1 en það er 12 ára aldurstakmark þar.
Kennarar eru 
Christina Mai og Sonja Noack.

Myndir eru komnar í myndaalbúm.

28.01.2010 14:40

Sjö nýjir knapar í KS deildinni

Knaparnir sjö sem unnu sér inn keppnisrétt í KS deildina í vetur

Í gærkvöldi fór fram úrtöka fyrir KS deildina og var keppt um sjö laus sæti fyrir keppni vetrarins. Hestakostur var mjög góður og glæsilegar sýningar fengu litið dagsins ljós fyrir þá rúmlega tvöhundruð áhorfendur sem fylgdust með.

Upphaflega átti að keppa um sex sæti en Stefán Friðgeirsson frá Dalvík sem vann sér inn keppnisrétt í fyrra boðaði forföll svo einum var bætt við og því sjö keppendur sem komust áfram.

Eftirtaldir knapar komust áfram í aðalkeppnina.

1-2       Tryggvi Björnsson  
1-2       Elvar E Einarsson
3          Þorsteinn Björnsson
4          Líney Hjálmarsdóttir 
5          Heiðrún Ó Eymundsd   
6          Viðar Bragason 
7          Riikka Anniina

27.01.2010 11:44

Húnvetnska liðakeppnin

Fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni verður föstudagskvöldið 5. febrúar nk. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected] og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 02.02. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Það verða mjög líklega tveir inn á í einu og er prógrammið, hægt tölt, brokk, fet, stökk og fegurðartölt.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.-


Allt um reglur keppninnar má sjá 
hér.

 
Mótanefnd Húvetnsku liðakeppninnar

26.01.2010 08:29

Ráslisti fyrir úrtöku í KS-deild



Úrtaka fyrir 6 laus sæti í KS deildinni verður haldin í Svaðastaðahöllinni nk. miðvikudagskvöld og hefst kl 20:00. Ljóst er að hart verður barist um þessi 6 sæti en skráðir eru til leiks 13 keppendur.

Keppt verður i 4-gangi og 5-gangi og ræður sameiginlegur árangur. 

Nú þegar eiga tryggt sæti í deildinni þau: Þórarinn Eymundsson, Mette Manseth, Ísólfur Líndal Þórisson, Bjarni Jónasson, Björn Jónsson, Magnús Bragi Magnússon, Ólafur Magnússon, Þorbjörn Mattíasson, Ragnar Stefánsson, Sölvi Sigurðsson, Stefán Friðgeirsson og Erlingur Ingvarsson. 

Ráslisti

4 Gangur

1. Viðar Bragason. Von frá Syðra-Kolugili.
2. Gestur Stefánsson. Silfurdís frá Hjallalandi.
3. Rúnar Númason. Þota frá Þrastarstöðum.
4. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir. Vígur frá Eikarbrekku.
5. Elvar Eylert Einarsson. Mön frá Lækjamóti.
6. Pernille Muller. Sorró frá Hraukbæ.
7. Hörður Óli Sæmundarson. Valli frá Vatnsleysu.
8. James Bóas Faulkner. Vígtýr frá Lækjamóti.
9. Tryggvi Björnsson. Penni frá Glæsibæ.
10. Líney María Hjálmarsdóttir. Þytur frá Húsavík.
11. Lísa Rist. Fúga frá Hestheimum.
12. Riikka Anniina. Gnótt frá Grund.
13. Þorsteinn Björnsson. Ögri frá Hólum.

5. Gangur

1. Hörður Óli Sæmundarson. Hagsýn frá Vatnsleysu.
2. James Bóas Faulkner. Úlfur frá Fjalli.
3. Tryggvi Björnsson. Óðinn frá Hvítárholti.
4. Gestur Stefánsson. Stella frá Sólheimum.
5. Líney María Hjálmarsdóttir. Vaðall frá Íbishóli.
6. Rúnar Númason. Prúð frá Minni-Reykjum.
7. Pernille Muller. Spænir frá Hafrafellstungu.
8. Riikka Anniina. Styrnir frá Neðri-Vindheimum.
9. Þorsteinn Björnsson. Kilja frá Hólum.
10. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir. Venus frá Sjávarborg.
11. Lísa Rist. Táta frá Glæsibæ.
12. Viðar Bragason. Sísí frá Björgum.
13. Elvar Eylert Einarsson. Kóngur frá Lækjamóti.

Reiðhöllin Svaðastaðir

Flettingar í dag: 971
Gestir í dag: 100
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1000034
Samtals gestir: 90667
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere