Færslur: 2012 Febrúar

18.02.2012 08:23

Úrslit Húnvetnsku liðakeppninnar í fjórgangi


Okkar fólk stóð sig frábærlega í fjórgangnum á Hvammstanga í gærkvöldi til hamingju með það. Eftir fyrsta mót er lið 3 efst með 56,5 stig. Lið 1 er næst með 43,5 stig, lið 2 í þriðja sæti með 39,5 stig og í fjórða sæti er lð 4 með 28,5 stig.

Hér má sjá úrslit kvöldsins.


Fjórgangur A-úrslit 1.flokkur

1 Ísólfur Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Fork / úrslit 6,60 / 7,00
2 Artemisia Bertus / Þytur frá Húsavík Fork / úrslit 6,60 / 6,90
3 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,83
4 Tryggvi Björnsson og Goggur frá Skáney Fork / úrslit 6,50 / 6,77
5 Ragnhildur Haraldsdóttir og Börkur frá Akurgerði Fork / úrslit 6,33 / 6,33

Fjórgangur B-úrslit 1. flokkur
5 Fanney Dögg Indriðadóttir/Grettir frá Grafarkoti Fork / úrslit 6,30 / 6,8
6 Jakob Víðir Kristjánsson/Börkur frá Brekkukoti Fork / úrslit 6,13 / 6,47
7 Líney María Hjálmarsdóttir/völsungur frá Húsavík Fork / úrslit 6,23 / 6,47
8 Elvar Einarsson/Ópera frá Brautarholti Fork / úrslit 6,13 / 6,37
9 Kolbrún Grétarsdóttir/Stapi frá Feti Fork / úrslit / 6,23 /6,10
10 Sæmundur Sæmundsson/Mirra frá Vindheimum Fork / úrslit / 6,17 / 6,07

Fjórgangur A-úrslit 2. flokkur

1 Vigdís Gunnarsdóttir / Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,63
2 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 6,33 /6,37
3 Jóhanna Friðriksdóttir / Burkni frá Stóru-Ásgeirsá Fork/úrslit 6,03 / 6,17
4 Kolbrún Stella Indriðadóttir / Kasper frá Grafarkoti Fork/úrlslit 6,00 / 6,13
5 Ragnar Smári Helgason / Vottur frá Grafarkoti Fork/úrslit 6,00 / 5,93

Fjórgangur B-úrslit 2. flokkur

5 Vigdís Gunnarsdóttir/Freyðir frá Leysingjastöðum II Fork/úrslit 5,90 / 6,47
6 Gréta Brimrún Karlsdóttir/Þróttur frá Húsavík Fork/úrslit 5,83 / 6,13
7 Jóhann Albertsson/Viðburður frá Gauksmýri Fork/úrslit 5,97 / 6,13
8 Þórhallur Magnús Sverrisson/Arfur frá Höfðabakka Fork/úrslit 5,77 / 5,3
9 Þórður Pálsson/Áfangi frá Sauðanesi Fork/úrslit 5,73 / 5,13


Fjórgangur B-úrslit unglingaflokki
5 Eva Dögg Pálsdóttir/Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 6,0
6 Viktoría Eik Elvarsdóttir/Máni frá Fremri Hvestu Fork/úrslit 5,47 / 5,83
7 Aron Orri Tryggvason/Kátína frá Steinnesi Fork/úrslit 5,43 / 5,7
8 Fríða Björg Jónsson/Blær frá Hvoli Fork / úrslit 5,4 / 5,53
9 Kristófer Smári Gunnarsson/Djákni frá Höfðabakka Fork / úrslit 5,23 / 5,2

Fjórgangur A-úrslit unglingaflokkur

1 Ásdís ósk Einarsdóttir / Lárus frá Syðra Skörðugili Fork/úrslit 5,57 / 6,37
2 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti Fork/úrslit 5,73 / 6,10
3 Eva Dögg Pálsdóttir / Sátt frá Grafarkoti Fork/úrslit 5,50 / 5,73
4 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir /Demantur Fork/úrslit 5,70 / 5,50
5 Brynja Kristinnsdóttir / Tryggvi Geir frá Steinnesi Fork/úrslit 5,70 / 1,80 lauk ekki keppni

Fjórgangur A-úrslit 3.flokkur

1 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi Fork/úrslit 5,50 / 5,57
2 Irena Kamp / Glóð frá Þórukoti Fork/úrslit 4,70 / 5,37
3 Hanefe Muller / Silfurtígur frá Álfhólum Fork/úrslit 5,03 / 5,07
4 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum Fork/úrslit 5,17 / 4,23
5 Jón Benedikts Sigurðsson / Dama frá Böðvarshólum Fork/úrslit 5,03 / 4,13


17.02.2012 08:13

Ráslistar fyrir fjórgang í Húnvetnsku liðakeppninni 2012


Hér má sjá ráslista fyrir fjórganginn í Húnvetnsku liðakeppninni sem verður í kvöld á Hvammstanga.


16.02.2012 22:50

Skemmtilegt mót


Aldeilis flott og skemmtilegt töltmót í Reiðhöllinni í kvöld. Keppt var í fyrsta skipti í T7 en þar voru 19 skráðir til leiks.

Í B-úrslitum í T7 urðu þessi:




1. Víðir og Snar
2.-3. Sigurður Bjarni og Þokki
2.-3. Veronika og Fiðringur
4. Hanefe og Silfurstígur
5. Sólrún Tinna og Gjá


Í A úrslitum í T7 voru:




1. Þórður Páls og Áfangi
2. Höskuldur og Börkur
3. Ragnhildur og Hatta
4. Víðir og Snar
5. Magnús Ó og Dynur



Úrslit í T1 urðu:



1. Ólafur M og Ódeseifur
2. Magnús Ó. og Gleði
3. Ægir og Gítar
4. Selma og Hátíð
5. Pétur og Prímus

Mótanefnd þakkar öllum þeim sem að þessu móti kom á einn eða annan hátt kærlega fyrir.

Næsta mót er fyrirhugað 26. febrúar á ísnum á Hnjúkatjörn en það verður auglýst þegar nær dregur.

Hér að neðan er smá myndbandssamantekt frá mótinu.


15.02.2012 16:02

Aðalfundur


Aðalfundur hestmannafélagins Neista
verður
þriðjudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30
í Reiðhöllinni Arnargerði.

Dagskrá:
1.    Venjuleg aðalfundarstörf
2.    Önnur mál

Stjórnin


13.02.2012 12:52

Tölt í reiðhöllinni


Opið töltmót í reiðhöllinni Arnargerði

fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.00



Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 14. febrúar.

Keppt verður í T1 opnum flokki og T7 opnum flokki.

Fram þarf að koma; knapi og hestur og uppá hvaða hönd er riðið.

Skráningargjald er 1.000 kr fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld má greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] en það má líka greiða á staðnum.

Mótin í reiðhöllinni og ístöltið á Hnjúkatjörn er stigakeppni fyrir Neistafélaga, þar sem stigahæsti keppandinn í hverjum flokki fyrir sig hlýtur verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum.

Mótanefnd

12.02.2012 17:52

Opnun Húnvetnsku liðakeppninnar 2012 - FJÖRIÐ FER AÐ BYRJA !!!!


Flott myndband þar sem liðstjórar Húnvetnsku liðakeppninnar 2012 eru kynntir til leiks. Okkar maður, Rúnar, fer auðvitað á kostum. 

10.02.2012 07:48

Grunnskólamót 2012 - NÝJAR dagsetningar




Því miður þurfum við að breyta áður auglýstum dagsetningum fyrir Grunnskólamótin í vetur.
Mjög erfitt er að finna daga sem skarast sem minnst á við það sem er á dagskrá hjá skólunum og hestamannafélögunum, en endanlegar dagsetningar eru eftirfarandi:
4. mars, fegurðarreið (1.-3. bekkur), tölt (4.-10. bekkur) og skeið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga
18. mars, fegurðarreið (1.-3. bekkur), tvígangur (4.-7. bekkur), þrígangur (4.-7. bekkur), fjórgangur (8.-10. bekkur) og skeið í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki
25. mars, þrautabraut (1.-3. bekkur), smali (4.-10. bekkur) og skeið (8.- 10.bekkur) í reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi.

Nánar auglýst þegar nær dregur.

Æskulýðsnefndir hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra


07.02.2012 22:51

Mótaraðirnar af stað


Mótaraðirnar eru að hefjast.
Fyrsta mót vetrarins í Reiðhöllinni verður 16. febrúar.
Keppt verður í T7 tölti.

Nánar auglýst síðar.

Fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar verður 17. febrúar á Hvammstanga, sjá fyrri frétt.

Spennandi keppnistímabil framundan emoticon


07.02.2012 22:48

Húnvetnska liðakeppnin - fjórgangur



Þá fer að styttast í fyrsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar en það verður 17. febrúar nk og verður að vera búið að skrá á miðnætti þriðjudagsins 14. febrúar. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected]. Keppt verður í fjórgangi í 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki og flokki 17. ára og yngri (fædd 1995 og seinna) Það sem koma þarf fram er nafn og kennitala knapa, lið, hestur, IS númer og upp á hvora hönd á að ríða. Það verða tveir inn á í einu og er prógrammið í forkeppni, hægt tölt - fegurðartölt - fet - brokk - stökk og er stjórnað af þul. En úrslit verða riðin eins og venjulega, hægt tölt - brokk - fet - stökk - fegurðartölt.

Skráningargjaldið er 1.500 fyrir fullorðna og 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd


 Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar


05.02.2012 17:18

Flottir krakkar


Það er alltaf gaman að koma saman og svo var í dag þegar krakkarnir komu og kepptu í tölti í Reiðhöllinni.
Hér eru þau sem tóku þátt í pollaflokknum en þau fengu öll verðlaun, að sjálfsögðu, fyrir hvað þau eru flott og dugleg
emoticon     

                   Bjartmar, Hlíðar, Olga og Einar. 


Það voru líka flottir krakkar sem tóku þátt í barnaflokknum og þau stóðu sig öll mjög vel, en eins og gengur komust bara 5 í úrslit.



Úrslit í barnaflokki:
1. Sigurður Bjarni og Þokki
2. Sólrún Tinna og Gjá
3. Ásdís Freyja og Gráni
4. Magnea Rut og Sigyn
5. Ásdís Brynja og Ör

Í unglingaflokki gekk líka allt glimrandi vel enda nokkuð vanir unglingar þar á ferð, þau voru reyndar bara 3 í dag.



Úrslit í unglingaflokki:
1. Sigurgeir Njáll og Hátíð
2  Friðrún Fanný og Demantur
3. Hákon Ari og Gleði


Eftir keppnina bauð æskulýðsnefndin uppá kaffi og kökur. Það var mjög vel sótt enda gott að setjast niður með kaffibolla/djús og fullt af kökum eftir skemmtilega og flotta keppni.




Mjög vel heppnaður og skemmtilegur dagur. Takk allir  emoticon
Höskuldur tók myndir og setur þær inn í myndaalbúm.






03.02.2012 21:42

Ís-landsmótið eftir mánuð



Árlegt gæðingamót á Svínavatni

Laugardaginn 3. mars nk. verður árlegt Ís-landsmót haldið á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu.

Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur.

Heimasíða mótsins er is-landsmot.is 

03.02.2012 08:06

Gólfið lagað í kvöld


Í kvöld á að laga gólfið í Reiðhöllinni svo hún verður lokuð eftir kvöldmat.
Þeir sem hafa áhuga og geta komið til að þrífa reiðsalinn eru velkomnir.


02.02.2012 08:25

Ísmót á Ólafsfirði


Hólmar Hákon, fyrrverandi Neistafélagi, sem nú býr á Ólafsfirði býður okkur velkomin á Ísmót Gnýfara á Ólafsfirði 11. febrúar.




Gnýfari Ólafsfirði


01.02.2012 08:00

Æskan - töltmót


Töltmót barna og unglinga

sunnudaginn 5. febrúar kl. 14.00


Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki og unglingaflokki.

Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is  fyrir kl. 20:00 föstudaginn 3. febrúar.

Fram þarf að koma; knapi, aldur knapa, hestur og upp á hvora hönd er riðið.

Aðgangur er ókeypis.


Æskulýðsnefnd Neista

Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 791
Gestir í gær: 56
Samtals flettingar: 432960
Samtals gestir: 51149
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 02:00:41

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere