29.11.2011 20:25Verslunin Hestar og menn í HúnaveriHaldinn verður markaður í Húnaveri næstkomandi laugardag, 3. desember, milli klukkan 13 og 17. Í boði verður fatnaður, hestavörur, ýmis handverk, brauð og kökur, bæði notað og nýtt. Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps verður með kaffi og með því á staðnum á góðu verði. Á markaðnum verður ýmislegt á boðstólum, t.d. vörur frá fyrirtækjunum Hestum og mönnum, Töfrakonum, Sveitabakaríi, Silfur-Hlöðunni og glerlistakonan Anna Gunnarsdóttir verður með vörur sínar til sölu, ásamt mörgum öðrum söluaðilum. Eitthvað fyrir alla og í jólagjafir. Allflestir söluaðilar taka ekki kort.Skrifað af selma 21.11.2011 22:49UppskeruhátiðinUppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna sem var sl. laugardaskvöld tókst afskaplega vel í alla staði vel. Eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur..... Þessi maður.... Ólafur Magnússon, var knapi árins 2011 hjá hestamannafélaginu Neista. Hann var alltaf á ferðinni og gerði það afar gott...... KS-deildin 4. sæti í fjórgangi 2. sæti í tölti 4. sæti í heildarstigum. Húnvetnska liðakeppnin 1. sæti í tölti Ís-landsmót á Svínavatni Félagsmót Neista og úrtaka Innilega til hamingju með flottan árangur. Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin. Viðurkenningar kynbótahrossa: Hryssur 4 vetra 5 vetra 6 vetra Hildur frá Blönduósi F. Adam frá Ásmundarstöðum. M. Hlökk frá Hólum B: 8,03 H: 7,99 A: 8,01 Ræktendur: Selma Svavarsdóttir og Tryggvi Björnsson Eigandi: Ingolf Nordal Sýnandi: Mette Mannseth 7 vetra og eldri
Stóðhestar 4 vetra 5 vetra 6 vetra 7 vetra og eldri
Sölufélagsbikarinn fær hæst dæmda hryssa á héraðsýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns. Búnaðarbankabikarinn fær hæst dæmdi stóðhestur á héraðssýningu í Húnaþingi í eigu heimamanns.
Fengsbikarinn - bikar sem gefinn var til minningar um Guðmund Sigfússon frá Eiríksstöðum og veittur er hæst dæmda kynbótahrossi í eigu heimamanns. Kompás frá Skagaströnd Bikar til minningar um Magnús Blöndal frá Skagaströnd Gefinn af Sveini Inga Grímssyni og fjölskyldu til minningar um Magnús Blöndal. Er hann veittur hæst dæmda 4 vetra stóðhesti úr Austur-Húnavatnssýslu. Viti frá Kagaðarhóli Ræktunarbú 2011 : Hólabak í Húnavatnshreppi Á árinu 2011 voru 2 hross áberandi frá Hólabaki. Til hamingju Hólabak. Skrifað af selma 16.11.2011 14:24Minnum á .....Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A.-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 19. nóvember í Félagsheimilinu á Blönduósi. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir seinni fréttir 17. nóvember í síma: 897 9138 Ólöf og Sigurður 861 7440 Brynjólfur og Jóhanna 895 9671 Lalli og Rakel 693 7911 Ragnhildur og Víðir Skrifað af selma 15.11.2011 10:34Viðburðir 2012Viðburðadagatalið 2012 er komið inn. Eins og sjá má verður mikið um að vera í vetur. Neisti fyrirhugar að vera með 3 mót í Reiðhöllinni og ísmót á Hnjúkatjörn eins og fyrri ár. Ís-landsmót á Svínavatni er á sínum stað svo og Karlareiðin. USAH verður 100 ára 31. mars 2012 og verður afmælishátíð þann dag. Einhverjar uppákomur eiga eftir að koma inná dagatalið og verður þeim bætt þar inná svo og ef breytingar verða á dagsetningum móta. Skrifað af selma 10.11.2011 14:44UppskeruhátíðinUppskeruhátíð búgreinafélaganna í A.-Hún. og hestamannafélagsins Neista verður haldin laugardaginn 19. nóvember í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnað kl. 20:00 með fordrykk í boði SAH Afurða. Glæsilegur þriggja rétta kvöldverður. Stórhljómsveit Dúa og Stulla heldur uppi stuðinu fram eftir nóttu. Miðaverð kr. 5.500 Forsala aðgöngumiða verður á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi. Upplýsingar í símum: 897 9138 Ólöf og Sigurður 861 7440 Brynjólfur og Jóhanna 895 9671 Lalli og Rakel 693 7911 Ragnhildur og Víðir Skrifað af selma 09.11.2011 09:16Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina 2012Fundur um Húnvetnsku liðakeppnina verður haldinn í Félagshúsi Þyts 2012 mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Fyrirhugaðar dagssetningar fyrir mótaröðina 2012 eru: 10. febrúar - Fjórgangur 25. febrúar - Smali og skeið á Blönduósi 16. mars - Fimmgangur og tölt unglinga 14. apríl - Tölt Einnig mun fræðslunefnd Þyts fara yfir vetrarstarfið. Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar og fræðslunefnd Þyts. Skrifað af selma 07.11.2011 18:45UppskeruhátíðUppskeruhátíð búgreinasambanda A-Hún og hestamannafélagsins Neista verður haldin í félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 19. nóvember. Þriggja rétta veislumatur, skemmtiatriði og dansleikur fram eftir nóttu. Nánar auglýst síðar. Nefndin Skrifað af selma 31.10.2011 09:59Lífið í ArnargerðiÞað er töluvert líf í hesthúshverfinu Arnargerði en knapamerkjanámskeiðin eru farin af stað með bóklegum námskeiðum og nokkrir eru búnir að taka inn. Dyttað er að hesthúsum og hafa þessi tvö fengið andlitslyftingu í haust. Þau Víðir Kristjánsson og Ragnhildur Haraldsdóttir hafa tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar og þjálfun, þar í vetur. Víðir var á fullu við tamningar þegar fréttaritari leit þar við í vikunni, en þau eru aðallega með tryppi í frumtamningum. Þau taka keppnishrossin inn síðar en Víðir er greinilega eitthvað að þjálfa fyrir veturinn því hann segir á facebook síðu sinni um daginn: "Vann tölt og fjórgang í reiðhöllinni í dag með yfirburðum, því miður gleymdist að auglýsa mótið en góð stemming meðal keppenda engu að síður, stefni á gull og silfur í fimmgang sem hefst stundvíslega kl. 09.17 í fyrramálið...." Víðir og aðstoðarkona hans með skjóttan úr Skagafirði..... og þessi er frá Sauðanesi undan Tý frá Skeiðháholti. Ragga var að gera hryssuna sína, Höttu sem er undan Ægi frá Móbergi og er á 6. vetur, klára fyrir útreiðartúrinn. Bjóðum Víði og Röggu velkomin í hverfið og þeim Ragga og Söndru sem leigðu hesthúsið sl. 2 ár til hamingju með nýtt heimili í Eyjafirði en þau keyptu Hléskóga, rétt hjá Grenivík og fluttu þangað fyrir stuttu. Innilega til hamingju með það og bestu óskir um velfarnað á nýjum stað. Skrifað af selma 21.10.2011 16:45Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka V-Hún og Hestamannafélagsins Þyts 2011
Matur, gleði og gaman. Þessi frábæra skemmtun hefst stundvíslega kl 20:30 en húsið opnar kl 20:00 og það verður sko stemming.
Potturinn á Blönduósi sér um matinn og á boðstólnum verður: Forréttur Grafinn lax - Reyktur lax - Sjávarréttapâté - Sveitapâté Pastarami piparskinka Meðlæti Hunangssinnepssósa - Hvítlauksdressing - Ferskt salat - Fylltar ólífur Brauð og smjör Aðalréttur Rosmarinkryddaður lambavöðvi - Hunagnsmarineruð kalkúnabringa - Grísa purusteikt Meðlæti Rauðvínssósa - Ofnbakaðar kartöflur - Eplasalat - Kartöflusalat Rauðlauks-tómatsalat - Rauðkál og baunir - Brauð og smjör ofl.
Veislustjórn verður í höndum söngdívu og fyrrum Selamálaráðherra.
Forsala miða og pantanir fara fram í Söluskálanum á Hvammstanga, sími 4512465 og þarf að vera lokið að kvöldi miðvikudagsins 26.október, athugið ekki posi. Miðaverð á uppskeruhátíðina er kr 6000 matur, skemmtun og ball, en ef þú vilt hins vegar bara skella þér á dansleik í syngjandi sveiflu með Geirmundi, sem hefst kl 00:00, þá kostar það litlar 2500 kr. Enginn posi á staðnum!
Eftirfarandi bú eru tilnefnd ræktunarbú ársins 2010 af Hrossaræktarsamtökum V-Hún. Gauksmýri - Grafarkot - Lækjamót - Stóra Ásgeirsá - Þóreyjarnúpur
Athugið að það eru allir velkomnir á þessa frábæru skemmtun . Þetta er einstakt tækifæri til að hlæja, gráta og hafa gaman. Skrifað af selma 18.10.2011 09:32Knapamerki bóklegtKnapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu 25. október 2011. Kenndar verða 2 kennslustundir í einu og áætlað er að klára bóklega hlutann fyrir jól. Engin bókleg kennsla verður eftir áramót. Þriðjudagur 25. október kl. 16.15 - 17.45 knapamerki 2 kl. 18.00 - 19.30 knapamerki 1 Fimmtudagur 27. október kl. 18.00 - 20.30 knapamerki 3 Verkleg kennsla hefst strax eftir áramótin. Skrifað af selma 10.10.2011 17:35Meistaradeild Norðurlands 2012Í tilkynningu frá aðstandendurm Meistaradeildar Norðurlands 2012 segir að settir hafa verið keppnisdaga deildarinnar í vetur. Þann 25. janúar fer fram úrtaka fyrir þau sex sæti sem laus eru í deildinni. Keppnisdagar eru eftirfarandi:
Tólf knapar eru með þátttöku rétt, eftir keppnina síðasta vetur, og eru þeir eftirfarandi.
Þessir knapar eru beðnir að staðfesta þátttöku sýna, fyrir 1. nóvember hjá Eyþóri Jónassyni. Skrifað af selma 04.10.2011 08:54Knapamerki bóklegtKnapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu í 43 viku þ.e. í kringum 24. október 2011. Ekki er endanlega búið að útfæra kennslustundir og eða kennsludaga, það fer allt eftir þátttökufjölda. Ef ekki verður næg þátttaka í 1, 2 eða 3 þá verður það stig ekki kennt í vetur. Engin bókleg kennsla verður eftir áramót. Verkleg kennsla hefst fljótlega eftir áramótin. Hafdís Arnardóttir mun kenna knapamerki 3 og Barbara Dittmar mun kenna 1 og 2. Þeir sem ætla í knapamerkin í vetur vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir sunnudagskvöld 16.10.2011. Fram þarf að koma nafn og hvaða knapamerki er fyrirhugað að fara í. Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára (fædd 2000). Birna Tryggvadóttui mun koma í febrúar (og mars) og vera með helgarnámskeið í keppnis fyrir börn/unglinga og fullorðna og almennt fyrir börn/unglinga og fullorðna. Þessi námskeið verða útfærð og auglýst betur þegar nær dregur. Skrifað af selma 26.09.2011 12:57Stóðsmölun og stóðréttirFöstudaginn 30.september verður stóðinu smalað til byggða. Svo er líka mögnuð sjón að mæta bara síðdegis til að sjá stóðið renna heim í sveitina. Laugardaginn 1. okt. er stóðið rekið til réttar stundvíslega kl. 10 Á laugardagskvöld er dansleikur í Víðihlíð þar sem hljómsveit Geirmundar Verið velkomin í Víðidal Skrifað af selma 21.09.2011 10:04Myndir af LaxárdalnumVeðrið var stórkostlegt sl. laugardag þegar fjöldi fólks fór í stóðsmölun á Laxárdalinn. Fyrir þá sem ekki komust og þá sem fóru og hafa gaman að skoða myndir þá má sjá frábærar myndir sem Jón Sig tók. Einnig eru nokkrar myndir í albúmi sem fréttaritari tók. ![]() Skrifað af selma 18.09.2011 09:34SölusýningFyrirhugað er að halda sölusýningu samhliða stóðréttunum í Víðidalstungurétt. Fram þarf að koma IS-númer, nafn og litur hests og faðir og móðir. Einnig er æskilegt að skrifa stutta lýsingu á hrossinu og hver er umsjónarmaður og símanúmer. Síðan þarf að setja hrossið í verðflokk: 0-400.000, 400.000-800.000, 800-1.200.000, 1.200.000-1.800.000, 1.800.000+ Skráning er hafin á e-mailið: [email protected] Skráningargjald er 1.500 kr. og það á leggja inná reikning hrossaræktarsamtakanna 0159-26-992 kt.631188-2579 Síðasti skráningardagur er 25.september 2011. Skrifað af selma Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 100 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000034 Samtals gestir: 90667 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is