06.04.2010 15:04Lokakvöld KS - DeildarinnarMiðvikudagskvöldið 7. apríl fer fram lokakeppnin í KS - Deildinni. Keppt verður í Svaðastaðahöllinni og hefst keppnin kl.20.00. Keppt verður í smala og skeiði. Mikil spenna er fyrir þetta síðasta kvöld en nokkrir knapar eiga enn raunhæfa möguleika á að vinna deildina. Þar stendur Bjarni Jónasson þó best að vígi. Allt getur gerst þetta lokakvöld, því keppnisgreinarnar bjóða báðar upp á hraða og spennu. Búist er við fjölda áhorfenda en aðsókn að deildinni í vetur hefur verið mjög góð. Björn Jónsson frá Vatnsleysu hefur hætt keppni. Eftirfarandi er rásröð: Smali
Skeið
Skrifað af selma 06.04.2010 12:09Frá Endurmenntun LbhÍNámskeið á Miðsitju í Skagafirði um
byggingadóma hrossa! Búið er að opna fyrir skráningar
;-) Lýsing: Bygging hrossa Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á
ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver
eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga
og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir
að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar. Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór
Einarsson, kynbótadómarar. Staður og tími: Lau. 17. apríl kl.
10:30-17:00 (8 kennslustundir) á Miðsitju
í samstarfi við Hrossaræktarsamband Skagfirðinga Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn, veitingar) Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á [email protected] eða í síma 433 5000 (fram komi nafn,
kennitala, heimili og sími). Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með
því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt.
411204-3590. Senda kvittun á [email protected] með skýringu. Skrifað af selma 04.04.2010 11:02Húnvetnska liðakeppnin - töltLokamót Húnvetnsku liðakeppninnar verður föstudaginn 9. apríl nk. Keppt verður í tölti í unglingaflokki, 2.flokki og 1.flokki. Skráningu skal senda á [email protected] og þarf að vera lokið á miðnætti þriðjudaginn 6. apríl. Aðgangseyrir: 1.000 kr Skráningargjald: 1.500 kr. Hvaða lið tekur fyrsta sætið í liðakeppninni? Hverjir vinna einstaklingskeppnirnar? Komdu og fylgstu með spennandi
keppni, sjoppa á staðnum !! Skrifað af selma 29.03.2010 22:22ÆskulýðssýningÆskulýðssýning Neista verður 10. apríl nk. í Reiðhöllinni Arnargerði og munu u.þ.b. 40 börn taka þátt í henni. Atriðin sem þar verða fara á Æskan og hesturinn á Sauðárkrók 1. maí en nánar verður þetta auglýst síðar. ![]() Auk þessara venjubundnu námskeiða sem eru í höllinni, þ.e. þriðjudagskvöld frá 17.30 - 20.30, miðvikudagskvöld 17.00 - 20.00 og fimmtudagskvöld 17.30 - 20.30 verða æfingar hjá Söndru og krökkunum hennar miðvikudagskvöld 31. mars kl. 20.00 og eitthvað frameftir og þau verða líka mánudag 5. apríl frá kl. 15.00 - 17.00. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af selma 26.03.2010 20:19Ræktun Norðurlands 2010Ræktun Norðurlands 2010, Reiðhöllinni Svaðastöðum,Laugardaginn 27. mars kl: 20:00
1 Tveir gráir Útlit er fyrir hörku sýningu sem áhugasamir hrossaræktendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Nánari upplýsingar um uppröðun hrossa í sýningunni verður birt á horse.is og svadastadir.is. Þar sem fáir höfðu hug á þátttöku í sölusýningu verður hún felld niður. Sjáumst í höllinni á laugardagskvöld!! Skrifað af selma 24.03.2010 22:17Verðlaunaafhendingar á LandsmótiUnga fólkið hvatt til þátttöku í verðlaunaafhendingu á Landsmóti í sumar!
Landsmót hestamanna sem haldið verður í Skagafirði dagana 27. júní - 4. júlí hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðsnefndir hestamannafélaga landsins í þeim tilgangi að virkja ungmenni og unglinga við verðlaunaafhendingu á mótinu.
Mælst er til að unga fólkið skarti félagsbúningi sínum við afhendinguna og geta áhugasamir haft samband við æskulýðsnefndir hestamannafélaganna en einnig er hægt að senda póst á [email protected].
Í póstinum þarf að koma fram nafn og aldur ásamt upplýsingum um hvaða hestamannafélagi viðkomandi tilheyrir. Skrifað af selma 23.03.2010 23:19Ræktun 2010 á SauðárkrókiStyttist nú óðfluga í sýninguna Ræktun Norðurlands 2010. Útlit er fyrir að nokkrir magnaðir hópar frá hrossaræktunarbúum verði meðal sýningaratriða. Þar má nefna Garð í Hegranesi, en þaðan hefur hver gæðingurinn af öðrum komið nú á síðustu árum, þá verður hópur frá hinum þekktu ræktunarbúum Vatnsleysu í Skagafirði og Lækjarmóti í Vestur-Hún. Síðan er von á frumlegri sýningu úr heimsmeistara ræktuninni á Íbishóli. Síðast en ekki síst skal nefna tvö bú sem bæði hömpuðu titlinum "Ræktunarbú ársins 2009" hvort á sínu svæði en það eru Steinnes í A-Hún. og Grafarkot í V-Hún. Sýningin fer fram n.k. laugardagskvöld (27. mars) í reiðhöllinni Svaðastöðum kl: 20:00.Skrifað af selma 23.03.2010 10:27Myndir úr GrunnskólamótiSonja Suska tók myndir úr Grunnskólamótunum og sendi okkur slóðina á þær, takk fyrir það ![]() frá Hvammstanga frá Blönduósi Skrifað af selma 21.03.2010 20:25Úrslit grunnskólamótsinsFrábærlega vel heppnað mót var í dag í Smala Grunnskólamótsins. Þökkum við öllum sem að þessu móti kom á einn eða annan hátt kærlega fyrir. Úrslit urðu þessi:
Stigin standa svo:
Skrifað af selma 19.03.2010 10:11Ráslisti Grunnskólamótsins
Skrifað af selma 18.03.2010 10:42Grunnskólamótið á BlödnuósiGrunnskólamótið verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi
Skráningar þurfa að hafa borist fyrir á netfangið: [email protected] Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa. Nafns hests, aldur, litur, keppnisgrein og upp á hvora hönd er riðið.
og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.
Dagskrá: Smali 4-7. bekkur. Smali 8-10. bekkur.
Fegurðarreið 1-3. bekkur. Skeið 8-10. bekkur. ATH. Í smala er EKKI leyft að ríða með stangir. Skrifað af selma 18.03.2010 10:38KS-deildin úrslit fimmgangur
Eftir forkeppnina var í raun ekki nokkur leið að spá fyrir hver myndi sigra og til gamans má geta að öll níu hrossin sem komust í úrslit eru 1. verðlauna kynbótahross. Í B-úrslitunum hafnaði Ólafur og Ódysseifur í 9. sæti eftir að skeiðið hafði misheppnast. Jöfn í 7. og 8. sæti lentu Heiðrún með Venusi og Ísólfur með Kraft og verður að viðurkennast að Kraftur olli smá vonbrigðum en þeir komu efstir inn í úrslitin. Magnús Bragi með Vafa og Elvar með Smáralind börðust um sigurinn hafði Magnús forystuna þar til í skeiðinu en þá skaust Elvar tveimur kommum upp fyrir hann og komst þannig inn í A-úrslitin. Í A-úrslitunum höfnuðu Mette og Háttur í fimmta sæti en skeiðið heppnaðist ekki sem skyldi. Elvar komst upp í fjórða sæti og Erlingur með gæðinginn Blæ sóttu þriðja sætið. Tveir knapar börðust helst um fyrsta sætið en það voru Þórarinn með Þóru og Bjarni með Djásn og var keppnin jöfn en það er skemmst frá því að segja að Bjarni náði strax forystunni og sleppti henni aldrei og fór með sigur af hólmi. Eftir þrjár keppnir er Bjarni í forystunni, Ísólfur annar, Ólafur þriðji og Mette fjórða en mjótt er á mununum og þegar tvær greinar eru eftir smali og skeið getur allt gerst.Skrifað af selma 17.03.2010 12:50Smalabrautin upp í kvöldSmalabrautin verður sett upp í kvöld á milli 18.00 og 20.00 fyrir þá sem vilja æfa sig fyrir smalann á sunnudag. Æskulýðsnefndin Skrifað af selma 17.03.2010 11:04Jóar þandir á spegilfögum ísnumMargir hafa efalaust haldið það óðs manns æði að ríða Svínavatn á ís nú á miðri Góu, þegar búin var að vera langvarandi hláka. En ráðsettir bændur við vatnið töldu þetta í góðu lagi, ísinn væri um eða yfir hálfan meter á þykkt á þessum árstíma þrátt fyrir hlýindin og engin hætta á að hann brysti þótt hópur manna leggði jóa sína um vatnið þvert. Það var á þriðja tug karla, sem safnaðist saman í Bótinni norðanvert við vatnið. Láskýjað var en logn og indælis veður. Eftir liðskönnun var haldið út á vatnið undir öruggri leiðsögn Gísla á Mosfelli og Ægis í Stekkjardal. Ísinn var sléttur og reiðfæri eins og það best getur orðið. Hvorki var vatn né snjór á ísnum og gleði í mönnum og hestum.
Trúlega eru fá vötn í byggð með jafn öruggan ís, enda liggur vatnið nokkuð hátt og er mjög djúpt. Langoftast er ísinn líka sléttur, enda veðursæld í Svínadal. Þar hafa verið haldin fjölsótt mót undanfarna vetur, ætíð í góðu veðri að undanskildu mótinu sem haldið var í vetur. Meginþorri þátttakenda í þessari karlareið var úr Húnaþingi, en svo voru dæmi um að menn kæmu með hesta langan veg til að taka þátt í þessari upplifun og urðu eigi fyrir vonbrigðum. Vitað var um allmarga, sem ætluðu að koma með, en afleit veðurspá aftraði þeim þar sem spáð var miklu úrfelli hér norðanlands þennan dag. En sú spá rættist ekki og í ferðinni höfðu sumir á orðið að það væri alveg frábært fyrir ferðaþjónustuaðila í héraði að bjóða upp á reglulega reiðtúra um vatnið. Ferðinni lauk við Dalsmynni sunnan við vatnið eftir að riðnir höfðu verið hátt í tugur kílómetra. Þaðan var hestum ekið til Blönduóss og menn söfnuðust saman í Reiðhöllinni Arnargerði þar sem grillað var og gleði fram eftir kvöldi. Magnús Ólafsson Skrifað af selma 16.03.2010 21:18Knapamerkjanámskeiðstími fellur niður !Knapamerkjanámskeiðstímar falla niður á morgun 17/3. Ekki verða heldur tímar un helgina en látið verður vita tímanlega um næstu tíma.Væntanlega verða þeir þó miðvikudaginn 24/3 hjá þeim sem hefðu átt tíma á morgun ! Skrifað af HBE Flettingar í dag: 971 Gestir í dag: 100 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000034 Samtals gestir: 90667 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 07:56:04 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is