20.02.2010 09:11Húnvetnska liðakeppnin - úrslit smalansÞá er öðru móti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið en keppt var í Smala á Blönduósi. Góð þátttaka var og var mótið skemmtilegt og spennandi í alla staði. Þökkum við öllum þeim sem að þessu móti kom kærlega fyrir. Lið 4 fór með sigur af hólmi í kvöld með 43 stig. Lið 3 kom svo skammt á eftir með 35 stig. Eftir mótið kom það í ljós að tveir keppendur notuðu sama hestinn í keppninni, þeir Pétur Guðbjörnsson sem keppir fyrir lið 1 í 2. flokki og Jóhann Magnússon sem keppir fyrir lið 2 í 1. flokki, niðurstaðan í því máli er að þetta er bannað og verða öll stig tekin af þessum tveimur keppendum og aðrir keppendur færast upp um eitt sæti en Jóhann Magnússon sigraði 1. flokkinn og missir því 12 stig. Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) eru efst í liðakeppninni með 64,5 stig. 1. sæti: Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) með 64,5 stig 2. sæti: Lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 58,5 stig 3. sæti Lið 3 (Víðidalur) með 52 stig 4. sæti Lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 47 stig Einstaklingskeppnin stendur þannig: 1. flokkur (10 efstu) 1. sæti Tryggvi Björnsson með 17 stig 2. sæti Eline Manon Schrijver með 12 stig 3. sæti Elvar Logi Friðriksson með 11 stig 4.- 6. sæti Helga Unga Björnsdóttir með 10 stig 4.-6. sæti Reynir Aðalsteinsson með 10 stig 4.-6. sæti Ólafur Magnússon með 10 stig 7.-8. sæti Herdís Einarsdóttir með 9 stig 7.-8 sæti Einar Reynisson með 9 stig 9-10. sæti Ragnar Stefánsson með 8 stig 9.-10. sæti Agnar Þór Magnússon með 8 stig 2. flokkur (10 efstu) 1.-2. sæti Halldór Pálsson með 8 stig 1.-2. sæti Ninni Kulberg með 8 stig 3.-5. sæti Patrik Snær Bjarnason með 6 stig 3.-5. sæti Garðar Valur Gíslason með 6 stig 3.-5. sæti Sveinn Brynjar Friðriksson með 6. stig 6.-7. sæti Kolbrún Stella Indriðadóttir með 5 stig 6.-7. sæti Gréta B Karlsdóttir með 5 stig 8. sæti Elín Rósa Bjarnadóttir með 4 stig 9-10. sæti Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir með 3 stig 9-10. sæti Elín Íris Jónasdóttir með 3 stig. Unglingaflokkur ( 5 efstu) 1.-3. sæti Sigrún Rós Helgadóttir með 5 stig 1.-3. sæti Jóhannes Geir Gunnarsson með 5 stig 1.-3. sæti Viktor J Kristófersson með 5 stig 4.-5. sæti Elín Hulda Harðardóttir með 4 stig 4.-5. sæti Stefán Logi Grímsson með 4 stig Úrslit: (Tími - refstig) 1. Flokkur 1. Eline Manon Schrijver og Ör frá Hvammi 270 stig 2. Elvar Logi Friðriksson og Ófeigur frá Tunguhlíð 224 stig 3. Einar Reynisson og Auður frá Sigmundarstöðum 216 stig 4. Ragnar Stefánsson og Vafi frá Hlíðskógum 212 stig 5. Ólafur Magnússon og Stjönrudís frá Sveinsstöðum 208 stig 6. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti 196 stig 7. Elvar Einarsson og Glódís frá Hafsteinsstöðum 190 stig 8. Reynir Aðalssteinsson og Alda frá Syðri Völlum 172 stig 9. Guðmundur Þór Elíasson og Eðall frá Sveinsstöðum 150 stig 10. Matthildur Hjálmarsdóttir og Vending frá Bergsstöðum 2. Flokkur 1. Halldór Pálsson og Lyfting frá Súluvöllum 286 stig 2. Garðar Valur Gíslason og Skildingur frá Sauðárkróki 266 stig 3. Sveinn Brynjar Friðriksson og Keikó frá Varmalæk 1 242 stig 4. Elín Rósa Bjarnadóttir og Brúða frá Húnsstöðum 232 stig 5. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi 226 stig 6. Haukur Suska-Garðarsson og Neisti frá Bolungarvík 216 stig 7. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Lukka frá Sauðá 186 stig 8. Konráð Pétur Jónsson og Gibson frá Böðvarshólum 182 stig 9. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Kátur frá Grafarkoti 178 stig 10. Rúnar Guðmundsson og Silja frá Ingólfshvoli 166 stig Unglingaflokkur 1. Viktor J. Kristófersson og Flosi frá Litlu-Brekku 300 stig 2. Stefán Logi Grímsson og Galdur frá Gilá 280 stig 3. Haukur Marian Suska og Laufi frá Röðli 260 stig 4. Jóhannes Geir Gunnarsson og Auður frá Grafarkoti 256 stig 5. Pétur Gunnarsson og Gáta frá Bergsstöðum 236 stig 6. Fríða Marý Halldórsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum 226 stig 7. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá 196 stig 8. Leon Paul Suska og Daniel frá Hvammi 2 192 stig 9. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hrappur frá Sauðarákróki 160 stig 10. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óviss frá Reykjum 158 stig Skrifað af selma 18.02.2010 11:05Ráslistar fyrir SmalannMótið hefst klukkan 19.00. Skráningargjald 1.500 fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða þau inn á reikning 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] áður en mót hefst. Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Skrifað af selma 18.02.2010 08:30KS deild - úrslit í fjórgangiVerðlaunahafar í A úrslitum A úrslit: 1. Mette Manseth og Happadís frá Stangarholti 7.87 2. Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum 7.83 3. Bjarni Jónasson og Komma frá Garði 7.63 4. Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti 7.37 5. Ísólfur Líndal Þórisson og Sindri frá Leysingjarstöðum 2 7.17 6. Þórarinn Eymundsson og Fylkir frá Þingeyrum 7.13 B úrslit: Upp í A úrslit Elvar E. Einarsson og Mön frá Lækjamóti 7.33 7. Sölvi Sigurðarson og Nanna frá Halldórsstöðum 7.23 8. Magnús Bragi Magnússon og Farsæll frá Íbishóli 7.20 9. Líney María Hjálmarsdóttir og Þytur frá Húsavík 6.80 Svaðastaðir Skrifað af selma 17.02.2010 13:24Húnvetnska liðakeppnin - SMALINNSmalinn er á föstudaginn á Blönduósi eins og allir vita. Hér að neðan má sjá reglur keppninnar. Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa. Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum. Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK! Skrifað af selma 17.02.2010 09:39SkráningargjöldÞað láðist að setja inn gjald fyrir unglingana í Smalanum en skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skrifað af selma 16.02.2010 21:18Ný síða Ís-LandsmótsNý heimssíða Ís-Landsmóts er komin í loftið og er sem fyrr undir áhugaverðum tenglum hér til hliðar. Skrifað af selma 16.02.2010 18:03Smali - Húnvetnska liðakeppninMinnum á að lokaskráningardagur er fyrir miðnætti í kvöld fyrir Smalann í Húnvetnsku liðakeppnina. Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is fyrir miðnætti þriðjudagskvöld 16. febrúar. Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er. Skráningargjöld eru 1.500 kr og þarf að greiða þau áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected] Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1993 og seinna), 2. flokki og 1. flokki. Í 1. og 2. flokki fá 10 hestar að fara brautina aftur en 5 í unglingaflokki. Knapar verða að vera í sama flokki og í sama liði allt tímabilið. Skrifað af selma 15.02.2010 18:19Nokkrar tilkynningarNámskeiðin í knapamerkjum 1 og 3 miðvikudagskvöld 17. feb. falla niður. Smalabrautin verður sett upp á miðvikudagskvöld til æfinga. Smalinn í Grunnskólamótinu sem vera átti laugardaginn 20. febrúar er frestað til 21. mars. Nánar auglýst síðar. Bóklegur tími í knapamerki 1 hjá konum og körlum verður á laugardag, nánari tími auglýstur fljótlega. Skrifað af selma 14.02.2010 20:06Hrossabændur- HestamennAðalfundur Samtaka Hrossabænda í A- Hún verður haldinn í Sjálfstæðissalnum á Blönduósi mánudaginn 15. febrúar 2010 og hefst kl. 20:30
Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf - skýrsla stjórnar og reikningar 2. Stóðhestahald 2010 3. Af vettvangi Félags Hrossabænda - Magnús Jósefsson stjórnarmaður í FHB 4. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma: Aukin eftirfylgni vegna lyfjaleifa í hrossakjöti. 5. Önnur mál
Hrossaeigendum er sérstaklega bent á að aukin eftirfylgni vegna lyfjaleifa í hrossakjöti getur þýtt að einstaklingsmerkja og skrá þurfi öll lifandi hross þ.m.t öll stóðhross í landinu
Mætum öll - kaffiveitingar Samtök Hrossabænda í A-Hún Ath. ef veðrið verður leiðinlegt og fresta þarf fundi verður það auglýst hér á síðunni. Skrifað af selma 14.02.2010 17:54FolaldasýningFolaldasýning verður haldin í reiðhöllinni á Hvammstanga sunnudaginn 21. febrúar kl. 15.00 Skráning hjá Malin í síma 451-2563 eða á mail [email protected] fyrir fimmtudaginn 18. febrúar. Skráið nafn, lit, kyn, ætt, ræktanda og eiganda. Dómari: Eyþór Einarsson Skráningagjald er 1.000 kr./folald, greiðist á staðnum hjá Malin. Kaffisala á staðnum. Aðgangseyrir 500 kr Allir velkomnir Hrossaræktarsamtök Vestur Húnavatnssýslu Samtök Hrossabænda í A.-Hún hvetja Austur-Húnvetninga til að mæta með folöld sín á sýninguna. Skrifað af selma 13.02.2010 10:03Úrslit úr töltmótiTötlmótið í Reiðhöllinni var í gærkvöldi og tókst með ágætum. Þökkum við öllum þeim sem að því stóðu sem og keppendum og áhorfendum kærlega fyrir kvöldið. Úrslit urðu þessi: Barnaflokkur: 1. Lilja María Suska og Neisti frá Bolungarvík 2. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum 3. Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir og Pjakkur frá Efri-Mýrum 4. Lara Margrét Jónsdóttir og Varpa frá Hofi 5. Harpa Hrönn Hilmarsdóttir og Skuggi Unglingaflokkur: 1. Aron Orri Tryggvason og Þokki frá Víðinesi 2. Brynjar Geir Ægisson og Heiðar 3. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Fantur frá Bergsstöðum 4. Hákon Ari Grímsson og Galdur frá Gilá 5. Haukur Marian Suska og Ívar frá Húsavík 2. flokkur: 1. Elín Hulda Harðardóttir og Móheiður frá Helguhvammi II 2. Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi 3. Ægir Sigurgeirsson og Tígull 4. Eline Manon Schrijver og Þekla frá Hólum 5. Guðmundur Sigfússon og Aron 1. flokkur 1. Hörður Ríkharðsson og Knár frá Steinnesi 2. Ninni Kullberg og Sóldögg frá Efri-Fitjum 3. Heimir Þór Guðmundsson og Eðall frá Orrastöðum 4. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabak 5. Jón Gíslason og Örvar frá Steinnesi Skrifað af selma 12.02.2010 23:16Grímutölti frestaðGrímutölti barna og unglinga sem vera átti á sunnudaginn 14. mars kl. 14.00 hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Reynt verður að finna dag í mars og verður það auglýst síðar. Skrifað af selma 11.02.2010 22:01Töltmótið 12. febrúarTöltmótið í Reiðhöllinni föstudaginn 12. febrúar byjar kl. 20.00 Barnaflokkur Unglingaflokkur 2. flokkur 1. flokkur Úrslit verða riðin í sömu röð eftir hlé. Skrifað af selma 11.02.2010 21:02Húnvetnska liðakeppnin - Smalinn
Skráning er á netfang Neista neisti.net@simnet.is fyrir miðnætti
þriðjudagskvöld 16. febrúar. Fram þarf að koma nafn knapa, hestur, litur og
aldur. Brautin er eins og myndin hér
að neðan sýnir. Skrifað af selma 08.02.2010 22:04Grímutölt barna og unglinga
sunnudaginn 14. febrúar kl. 14.00
Keppt verður í unglingaflokki,
barnaflokki og pollaflokki, allir eiga að vera í grímubúningum.
Fram þarf að koma; knapi,
hestur og litur og upp á hvora hönd er riðið. Tveir verða inná í einu og ekki snúið við. Aðgangur er ókeypis. Skrifað af selma Flettingar í dag: 1064 Gestir í dag: 117 Flettingar í gær: 1559 Gestir í gær: 55 Samtals flettingar: 1000127 Samtals gestir: 90684 Tölur uppfærðar: 1.5.2025 08:17:07 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is