15.03.2010 22:10

Fimmgangur í KS-deildinni


Næstkomandi miðvikudagskvöld verður keppt í fimmgangi í KS-deildinni. Það verður örugglega mikil spenna í Svaðastaðahöllinni og hefst keppni kl: 20:00. Stigakeppnin er mjög jöfn og ljóst er að knapar meiga ekki við miklum mistökum ætli þeir sér að vera áfram í baráttunni um efstu sæti. Mjög gott áhorf hefur verið á þau mót sem búin eru í deildinni og mikil stemming. Spennan er mikil og verður spennandi að fylgjast hverjir raða sér í efstu sæti.

Ráslisti í fimmgang 17. mars 2010.

  1. Þorsteinn Björnsson - Kilja frá Hólum.
  2. Riikka Anniina - Styrnir frá Neðri-Vindheimum.
  3. Þórarinn Eymundsson - Þóra frá Prestbæ.
  4. Þorbjörn H. Matthíasson - Úði frá Húsavík.
  5. Bjarni Jónasson - Djásn frá Hnjúki.
  6. Líney María Hjálmarsdóttir - Þerna frá Miðsitju.
  7. Tryggvi Björnsson -  Óðinn frá Hvítárholti.
  8. Magnús Bragi Magnússon - Vafi frá Ysta-Mó.
  9. Elvar E. Einarsson - Smáralind frá Syðra-Skörðugili.
  10. Mette Mannseth - Háttur frá Þúfum.
  11. Björn F. Jónsson - Dagur frá Vatnsleysu.
  12. Viðar bragason - Sísí frá Björgum.
  13. Ísólfur Líndal Þórisson - Kraftur frá Efri-Þverá.
  14. Erlingur Ingvarsson - Blær frá Torfunesi.
  15. Ragnar Stefánsson - Maur frá Fornhaga II.
  16. Sölvi Sigurðarson - Gustur frá Halldórsstöðum.
  17. Ólafur Magnússon - Ódeseifur frá Möðrufelli.
  18. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Venus frá Sjávarborg.

15.03.2010 22:05

Bréf frá Matvælastofnun

Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010

 

Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skylt sé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eru árið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg.

Á þeim 5 árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur orðið afar jákvæð þróun í einstaklingsmerkingum hrossa en betur má ef duga skal.

Til að tryggja rekjanleika afurða, matvælaöryggi og útflutningshagsmuni er nauðsynlegt að herða eftirfylgni með merkingum hrossa.  Eigendur hrossa bera alla ábyrgð á að hross þeirra séu skráð og merkt. Ennfremur bera þeir ábyrgð á að hross sem þeir senda til slátrunar séu ekki í sláturbanni vegna lyfjameðhöndlunar. Dýralæknum er skylt að skrá allar lyfjameðhöndlanir í gagnagrunninn WF og koma þar fram upplýsingar um sláturfrest og sláturleyfishafar bera ábyrgð á að ómerkt hross (og þar af leiðandi ekki inni í lyfjaskráningakerfinu) séu ekki notuð í afurðir sem fara til manneldis.

Með vísan til framangreinds og 10. gr. laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, en þar segir að sláturdýr megi ekki vera haldin sjúkdómi né bera leifar lyfja eða annarra aðskotaefna sem geti verið hættuleg heilsu neytenda, verður frá og með 1. apríl n.k. óheimilt að láta afurðir af ómerktum hrossum fara til manneldis. 

Sláturleyfishöfum verður þá skylt að framfylgja eftirfarandi reglum:

1.      Óskráð og ómerkt hross: Ekki hægt að uppfylla kröfu um rekjanleika og matvælaöryggi. Afurðir fara því ekki til manneldis en má nýta í loðdýrafóður.

2.      Grunnskráð hross ómerkt /ólesanlegt eða merkt hross sem ekki er grunnskráð: Eigandi fær tækifæri til að sýna fram á eignarhald og að um réttan einstakling hafi verið að ræða (t.d. með því að einkenni svari til lýsingar í WF) enda fylgi hrossinu yfirlýsing um að svo sé og að hrossið hafi ekki fengið lyfjameðhöndlun undanfarna 6 mánuði ( 24 klst regla). Að öðrum kosti fara afurðir ekki til manneldis en má nýta í loðdýrafóður.

3.      Grunnskráð hross og einstaklingsmerkt: Merking sannreynd í sláturhúsi. Ef skemmri tími en 6 mánuðir eru frá örmerkingu skal hrossinu fylgja skrifleg yfirlýsing eiganda um að það hafi ekki fengið lyfjameðhöndlun á þeim tíma. Afurðir viðurkenndar til manneldis.

4.      Folöld yngri en 10 mánaða sem koma til slátrunar skulu merkt fæðingarnúmeri móður. Auðveldast er skrifa númerið á plastlímband í ljósum lit  og festa tryggilega við fax. Ef um stóra hópa er að ræða má notast við hlaupandi númer enda fylgi með skrá sem tengir þau númer við fæðingarnúmer mæðra.

Þeim sem vilja kynna sér forsögu málsins og/eða fá nánari upplýsingar, er bent á neðangreinda umfjöllun:

·         Aukin eftirfylgni með lögum sem eiga að tryggja að ekki séu lyfjaleifar í hrossakjöti sem birtist í Bændablaðinu 12. Janúar 2010 og á www.mast.is 3. febrúar 2010.

·         Veraldarfengurinn viðurkenndur af Evrópusambandinu sem rafrænn hestapassi á www.mast.is 4. febrúar 2010.                                            


15.03.2010 15:34

Grunnskólamótið á Blönduósi

Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra

verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi

                                         sunnudaginn 21. mars kl: 13:00.

 

ÞETTA MÓT ER FYRIR ALLA Í GRUNNSKÓLANUM ÓHÁÐ ÞVÍ HVORT
ÞIÐ ERUÐ Í HESTAMANNAFÉLAGI EÐA EKKI !

ÞEIR SKÓLAR SEM TAKA ÞÁTT ERU:

GRUNNSKÓLARNIR Í : HÚNAÞINGI VESTRA,  Á BLÖNDUÓSI, Á SIGLUFIRÐI OG AUSTAN VATNA, VARMAHLÍÐARSKÓLI, ÁRSKÓLI OG HÚNAVALLASKÓLI.

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti fimmtudaginn 18.mars 2010 á
 netfangið:
    [email protected]
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa.

nafns hests, aldur, litur, keppnisgrein, og upp á hvora hönd er riðið.


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrsta hest og 500 kr fyrir annan hest.

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.  

                              

Dagskrá:

Smali 4-7. bekkur.

Smali 8-10. bekkur.
Hlé

Fegurðarreið 1-3. bekkur.
Skeið 8-10.  bekkur.

ATH. Í smala er EKKI leyft að ríða með stangir.

13.03.2010 19:32

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur úrslit

Þriðja mót Húnvetnsku liðakeppninnar er lokið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki og í tölti unglinga. Staðan eftir þessi þrjú mót í liðakeppninin er æsispennandi og getur allt gerst á lokamótinu sem er tölt og verður 9. apríl. Menn tala um að þetta verði líklega meira spennandi en sjálfar ICESAVE kosningarnar.

Staðan er eftirfarandi:

1. sæti lið 1 með 96,5 stig
2. sæti lið 3 með 94 stig
3. sæti lið 2 með 90,5 stig
4. sæti lið 4 með 47 stig


Úrslit urðu eftirfarandi, Einkunnir forkeppni/úrslit:
Tölt unglingar:
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti, lið 3 - eink. 6,25 / 7,0
2. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ, lið 2 - eink. 6,1 / 6,33
3. Eydís Anna Kristófersdóttir og Syrpa frá Hrísum, lið 3 - eink. 5,4 / 5,92
4. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Viður frá Lækjamóti, lið 3 - eink. 5,5 / 5,92
5. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri, lið 2 - eink. 5,4 / 5,83

A-úrslit 2. flokkur - fimmgangur
1. Gréta B Karlsdóttir og Brimkló frá Efri-Fitjum, lið 3 - eink. 5,4 / 6,46 (vann B-úrslit og fékk þar 6,50)
2. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki, lið 1 - eink. 5,65 / 6,32
3. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gella frá Grafarkoti, lið 2 - eink. 5,5 / 6,11
4. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Ímynd frá Gröf, lið 3 - eink. 5,6 / 5,79
5. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi, lið 1 - eink. 5,55 / 5,50

B-úrslit 2. flokkur - fimmgangur

6. Katharina Tescher og Brjánn frá Keldudal, lið 3 - eink. 5,15 / 5,86
7. Elías Guðmundsson og Pjakkur frá Stóru - Ásgeirsá, lið 3 - eink. 5,25 / 5,54
8. Halldór Pálsson og Efling frá Tunguhálsi II, lið 2 - eink. 5,15 / 5,54
9. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glanni frá Varmalæk, lið 3 - eink. 5,35 / 4,32

A-úrslit 1. flokkur - fimmgangur
1. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum, lið 2 - eink. 7,05 / 7,61
2. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi, lið 1 - eink. 6,90 / 7,50
3. Elvar Einarsson og Smáralind frá Syðra-Skörðugili, lið 3 - eink. 6,90 / 7,07
4. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti, lið 1 - eink. 6,85 / 6,93
5. Sigurður Halldórsson og Stakur frá Efri-Þverá, lið 2 - eink. 6,45 / 6,57 (vann B-úrslit og fékk 6,75)

B-úrslit 1. flokkur - fimmgangur
6. Agnar Þór Magnússon og Draumur frá Ólafsbergi, lið 1 - eink. 6,60 / 6,68
7. Elvar Logi Friðriksson og Brimrún frá Efri-Fitjum, lið 3 - eink. 6,45 / 6,18
8. James Faulkner og Úlfur frá Fjalli, lið 3 - eink. 6,40 / 5,64
9. Herdís Einarsdóttir og Kasper frá Grafarkoti, lið 2 - eink. 6,40 / 5,61

Einstaklingskeppnin stendur þannig:

Unglingaflokkur
1.-4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 5 stig
1.-4. Sigrún Rós Helgadóttir 5 stig
1.-4. Jóhannes Geir Gunnarsson 5 stig
1.-4. Viktor J Kristófersson 5 stig
5.-7. Helga Rún Jóhannsdóttir 4 stig
5.-7. Stefán Logi Grímsson 4 stig
5.-7. Elín Hulda Harðardóttir 4 stig
8. Eydís Anna Kristófersdóttir 3 stig
9. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir 2 stig
10. Albert Jóhannsson 1 stig

2. flokkur
1. Gréta B Karlsdóttir 13 stig
2. Patrik Snær Bjarnason 12 stig
3. Kolbrún Stella Indriðadóttir 10 stig
4. Halldór Pálsson 9 stig
5. Ninni Kulberg 8 stig
6. Sveinn Brynjar Friðriksson 7 stig
7. - 8. Garðar Valur Gíslason 6 stig
7. - 8. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir 6 stig
9. Elín Rósa Bjarnadóttir 5 stig
10. Gerður Rósa Sigurðardóttir 4 stig

1. flokkur
1. Tryggvi Björnsson 25 stig
2. Reynir Aðalsteinsson 22 stig
3. Elvar Einarsson með 18 stig
4. Elvar Logi Friðriksson 15 stig
5. Agnar Þór Magnússon 13 stig
6. Eline Manon Schrijver 12 stig
7. Herdís Einarsdóttir 11 stig
8. - 9. Birna Tryggvadóttir 10 stig
8. - 9. Helga Una Björnsdóttir 10 stig
10. Einar Reynisson með 9 stig

11.03.2010 11:09

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur og tölt unglinga ráslistar

Hér koma ráslistar fyrir fimmgang og tölt unglinga í Húnvetnsku liðakeppninni, það verða tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, stökk, fet og skeið í fimmgangi (skeiðið eru tveir sprettir fjær áhorfendum og einn í einu). Í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Mótið hefst klukkan 18.00 á morgun, föstudaginn 12. mars, og er dagskráin:
Unglingaflokkur
2. flokkur
1. flokkur
B-úrslit í 2. flokki
B-úrslit í 1. flokki
Úrslit í unglingaflokki
A-úrslit í 2. flokki
A-úrslit í 1. flokki

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri. Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allt um reglur keppninnar má sjá hér.


Unglingaflokkur
1. Sigurður Bjarni Aadnegard og Óvís frá Reykjum - lið 4
1. Jóhannes Geir Gunnarsson og Þróttur frá Húsavík - lið 3
2. Kristófer Smári Gunnarsson og Óttar frá Efri-Þverá - lið 1
2. Eydís Anna Kristófersdóttir og Bergþóra frá Kirkjubæ - lið 3
3. Atli Steinar Ingason og Össur frá Síðu - lið 1
3. Inga Þórey Þórarinsdóttir og Funi frá Fremri-Fitjum - lið 1
4. Albert Jóhannsson og Dorit frá Gauksmýri - lið 2
4. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Mön frá Lækjamóti - lið 3
5. Viktor Jóhannes Kristófersson og Flosi frá Litlu-Brekku - lið 3
5. Ragna Vigdís Vésteinsdóttir og Viður frá Lækjamóti - lið 3
6. Helga Rún Jóhannsdóttir og Akkur frá Nýjabæ - lið 2
6. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi - lið 4
7. Karitas Aradóttir og Kremi frá Galtanesi - lið 1
7. Kristófer Smári Gunnarsson og Spói frá Þorkelshóli - lið 1

2. flokkur
1. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Hrannar frá Galtanesi - lið 1
2. Halldór Pálsson og Efling frá Tunguhálsi II - lið 2
3. Ninni Kulberg og Þokki frá Víðinesi - lið 1
4. Garðar Valur Gíslason og Glaður frá Stórhóli - lið 3
5. Kristófer Smári Gunnarsson og Kofri frá Efri-Þverá - lið 1
6. Marina Schregelmann og Þinur frá Þorkelshóli - lið 1
7. Gréta B Karlsdóttir og Brimkló frá Efri-Fitjum - lið 3
8. Ámundi Sigurðsson og Amon frá Miklagarði - lið 2
9. Stella Guðrún Ellertsdóttir og Lukka frá Sauðá - lið 2
10. Þorgeir Jóhannesson og Stínóla frá Áslandi - lið 3
11. Jónína Lilja Pálmadóttir og Auður frá Sigmundarstöðum - lið 2
12. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Hjörvar frá Hraunbæ - lið 2
13. Gunnar Þorgeirsson og Hrappur frá Sauðárkróki - lið 3
14. Patrik Snær Bjarnason og Gígur frá Hólabaki - lið 1
15. Ragnar Smári Helgason og Félagi frá Akureyri - lið 2
16. Þórólfur Óli Aadnegard og Hugrún frá Réttarholti - lið 4
17. Þórarinn Óli Rafnsson og Máni frá Staðarbakka II - lið 1
18. Sveinn Brynjar Friðriksson og Glanni frá Varmalæk I - lið 3
19. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Gella frá Grafarkoti - lið 2
20. Katharina Tescher og Brjánn frá Keldudal - lið 3
21. Guðný Helga Björnsdóttir og Andreyja frá Vatni - lið 2
22. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir og Óvissa frá Galtanesi - lið 1
23. Ninni Kulberg og Kostur frá Breið - lið 1
24. Halldór Pálsson og Segull frá Súluvöllum - lið 2
25. Gerður Rósa Sigurðardóttir og Ímynd frá Gröf - lið 3
26. Jón Benedikts Sigurðsson og Draumur frá Ytri-Skógum - lið 2

1. flokkur
1. Elvar Einarsson og Kóngur frá Læjamóti - lið 3
2. Jóhann Albertsson og Rödd frá Gauksmýri - lið 2
3. Elvar Logi Friðriksson og Brimrún frá Efri-Fitjum - lið 3
4. Jóhann B Magnússon og Fregn frá Vatnshömrum - lið 2
5. Sigurður Halldórsson og Stakur frá Efri- Þverá - lið 2
6. Kolbrún Grétarsdóttir og Ívar frá Miðengi - lið 1
7. Agnar Þór Magnússon og Mánadís frá Hríshóli 1 - lið 1
8. Aðalsteinn Reynisson og Viðar frá Kvistum - lið 2
9. Guðmundur Þór Elíasson og Súperstjarni frá Stóru-Ásgeirsá - lið 3
10. Reynir Aðalsteinsson og Sikill frá Sigmundarstöðum - lið 2
11. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi - lið 1
12. Fanney Dögg Indriðadóttir og Stimpill frá Neðri-Vindheimum - lið 3
13. Jóhanna H Friðriksdóttir og Húni frá Stóru-Ásgeirsá - lið 3
14. Eline Manon Schrijver og Hávar frá Hofi - lið 4
15. Ingunn Reynisdóttir og Svipur frá Syðri-Völlum - lið 2
16. James Faulkner og Úlfur frá Fjalli - lið 3
17. Sverrir Sigurðsson og Rammur frá Höfðabakka - lið 1
18. Tryggvi Björnsson og Óðinn frá Hvítárholti - lið 1
19. Halldór P Sigurðsson og Stella frá Efri-Þverá - lið 1
20. Einar Reynisson og Taktur frá Valmalandi - lið 2
21. Björn Einarsson og Vaskur frá Litla-Dal - lið 1
22. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Syðri-Völlum - lið 2
23. Herdís Einarsdóttir og Kasper frá Grafarkoti - lið 2
24. Elvar Einarsson og Smáralind frá Syðra-Skörðugili - lið 3
25. Jóhann B Magnússon og Hvirfill frá Bessastöðum - lið 2
26. Elvar Logi Friðriksson og Kaleikur frá Grafarkoti - lið 3
27. Jóhann Albertsson og Tvistur frá Hraunbæ - lið 2


Eftir æsilega keppni í smala á Blönduósi er staða liðakeppninnar eftirfarandi:

  • 1. sæti: Lið 1 (Hvammstangi, Hrútafjörður og Miðfjörður) með 64,5 stig
  • 2. sæti: Lið 2 (Vatnsnes og Vesturhóp) með 58,5 stig
  • 3. sæti Lið 3 (Víðidalur) með 52 stig
  • 4. sæti Lið 4 (Austur-Húnavatnssýsla) með 47 stig

10.03.2010 15:21

Bygging hrossa - Kynbótadómar - Sköpulag hrossa

 

Bygging hrossa - Kynbótadómar - Sköpulag hrossa

Í samstarfi við Hrossaræktarsamband V-Húnvetninga

Markmið með námskeiðinu er að bjóða upp á ítarlega fræðslu um byggingu hrossa og hvaða atriði er verið að meta þegar hver eiginleiki byggingar er dæmdur. Einnig verður farið yfir reglur kynbótasýninga og það hvernig best er að stilla hrossi upp í byggingardómi. Námskeiðið byggir að hluta til á fyrirlestrum en mikil áhersla verður lögð á verklegar æfingar.

Kennarar: Þorvaldur Kristjánsson og Eyþór Einarsson, kynbótadómarar.

Staður og tími: lau. 13. mars kl. 09:30-17:00 Gauksmýri, Húnavatnssýslu.

Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn, veitingar)

Skráningar hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á [email protected]   eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á [email protected]
með skýringu.

10.03.2010 14:14

Aðalfundur Hestamannafélagsins Neista


Aðalfundur Hestamannafélagsins Neista

verður fimmtudaginn 11. mars kl. 20.30
í Reiðhöllinni Arnargerði

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Stjórnin

09.03.2010 14:11

Lokaskráningardagur í dag í Húnvetnsku liðakeppninni - fimmgangur


    

Lokaskráningardagur er í dag 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið: [email protected].
Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.
Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Meira um mótið hér.

Mótanefnd

09.03.2010 14:10

Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttum

HÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum.   Ýmsar breytingar
voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar
hafa verið.   Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda.
Hjálagt fylgja helstu breytingarnar - en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran
af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál - íþróttadómarar og kynna sér hann.  


Í skeiði inná hringvelli er meiri munur  í einkunn fyrir heilan sprett eða hálfan. Hámarkseinkunn 2.0 en var 3.5 fyrir hálfan sprett. Ný skemamynd um dómgæslu á skeiði á hringvelli.  Þar er rækilega undirstrikað að ekki skal ríða hesti á skeiði gegnum beygju og ef það er gert er refsað. Ef hestinum er rennt í skeiðið eða hann er lagður fyrir framan miðju skammhliðar er dregið frá 2.0 af einkunn. Hestur á ekki að vera á skeiði fyrr en hann getur farið í beinni línu inn í langhliðina.  Eins og allir vita getur það skapað hættu á meiðslum ef hesti er riðið á skeiði gegnum beygju. Sé gult spjald gefið vegna grófrar reiðmennsku skal einkunn fyrir það atriði ekki vera hærra en 3.5. Dómarar eru hvattir til að verðlauna prúðar og fagmannlegar sýningar

Gæðingaskeið: "HESTURINN SKAL VERA INNÍ TREKTINNI ÞEGAR HANN 
ER SETTUR Á STÖKK - HESTURINN SÉ EKKI SETTUR Á STÖKK FYRIR FRAMAN TREKTINA (UPPHAFSLÍNU) ÞÁ ER HÁMRKSEINKUNN 3.5"

Ef spurningar vakna er ykkur heimilt að senda fyrirspurnir á HÍDÍ á: [email protected]

Með bestu kveðjum
Stjórn HÍDÍ

09.03.2010 11:19

LH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélaga

LH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélaga

Fulltrúar hestamannafélaganna Geysi, Léttfeta, Sindra ogStíganda

áttu pantaðan fund með Haraldi Þórarinssyni formanni Landssambands hestamannafélaga (LH) föstudaginn 5. mars varðandi Landsmót hestamanna 2012. Ætluðu fyrir hönd 26 hestamannafélaga að mótmæla hvernig staðið væri að ákvörðun landsmótsstaðar 2012.

Samkvæmt heimildum Feykis.is afboðar Haraldur fundinn um miðnætti fyrir fundardag á þeim forsendum að hann sé upptekinn og nái ekki að boða stjórnarmenn til fundarins. En daginn eftir eða sama dag og fundurinn átti að vera birtist frétt um að komið hafi verið á fundi milli LH og Fáks þar sem undirritaður var samningur um Landsmót í Reykjavík 2012.

-Við furðum okkur á vinnubrögðum formanns LH og teljum þau ólýðræðisleg og ekki unnin af heilindum. Ljóst er að geysileg andstaða ríkir meðal hestamanna um val á Reykjavík sem Landsmótsstað 2012, segir í yfirlýsingu frá fulltrúahópnum.

08.03.2010 20:27

Úrslit grunnskólamóts

Fyrsta grunnskólamót vetrarins var í Þytsheimum í gær. Gaman var að sjá hvað margir sáu sér fært að koma og kíkja á skemmtilegt mót.

Úrslit urðu þessi;

Fegurðarreið 1.-3. bekkur
 knapiskólihestureinkunn forkeppnieinkunn úrslit
1Lilja María Suska HauksdóttirHúnLjúfur frá Hvammi ll5,56
2Guðný Rúna VésteinsdóttirVarBlesi frá Litlu-Tungu ll5,55,5
3Jódís Helga KáradóttirVarPókemon frá Fagranesi4,55
4Magnús Eyþór MagnússonÁrsKatla frá Íbishóli4,54,5
5Lara Margrét JónsdóttirHúnVarpa frá Hofi4,54


Tvígangur/þrígangur 4.-7.bekkur
  knapi skóli Hestur einkunn forkeppni einkunn úrslit
1 Viktoría Eik Elvarsdóttir Var Smáralind frá Syðra-Skörðugili 5,5 7,2
2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Var Hafþór frá Syðra-Skörðugili 5,8 6,7
3 Sigurður Bjarni Aadengard Blö Óviss frá Reykjum 5,8 6,3
4 Guðmar Freyr Magnússon Árs Frami frá Íbishóli 5,5 6
5 Freyja Sól Bessadóttir Var Blesi frá Litlu- Tungu ll  5,6 5,7



Fjórgangur 8.-10.bekkur
  Nafn skóli Hestur forkeppni einkunn einkunn úrslit
1 Bryndís Rún Baldursdóttir Árs Aron frá Eystri-Hól 6,1 6,8
2 Jón Helgi Sigurgeirsson Var Bjarmi frá Enni 5,6 6,5
3 Jóhannes Geir Gunnarsson Hvt Þróttur frá Húsavík 5,7 6
4 Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt Sómi frá Böðvarshólum 5,3 5,7
5 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs Máni frá Árbakka 5,3 5,6
6 Ragnheiður Petra  Árs Muggur frá Sauðárkróki 5,3 5,3



Skeið 8.-10. bekkur
Knapi skóli bekkur hestur timi 1 timi 2
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Hvt 10.b Stígur frá Efri-Þverá  3,94 4,15
2 Kristófer Smári Gunnarsson Hvt 8.b Kofri frá Efri-Þverá 5,47 4,95
3 Jón Helgi Sigurgeirsson Var 9.b Náttar frá Reykjavík 5,59 5,03
4 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árs 10.b Gneysti frá Yzta-Mói        X 5,19
5 Sara María Ásgeisdóttir Var 9.b Jarpblesa frá Djúpadal      X 6,53


Þá standa stigin í keppninni svona:
Varmahlíð 30
Ársskóli 26
Grsk. Húnaþingsvestra 22
Húnavallaskóli 21
Blönduskóli 8


Smalinn er næsta mót og verður á Blönduósi 21.mars. fjölmennum og fylgjumst með framtíðarknöpunum okkar.

06.03.2010 16:52

Úrslit á Ís-landsmóti




Það var samhljóða ákvörðun mótsnefndar að halda Ís-Landsmótið í dag, þrátt fyrir slæmt veður á mótsstað, og í raun um mest allt land.  Engu að síður voru margir keppendur mættir á svæðið, sumir um mjög langan veg, og það hefði  verið í fyllsta máta ósanngjarnt gagnvart þeim    fresta mótinu, eða fella það niður,  enda er það svo að aldrei yrði hægt að finna nýjan tíma sem hentaði öllum.

Mótið gekk vel að teknu tilliti til aðstæðna, og glæsitilþrif sáust hjá       keppendum.  Undirbúningsnefnd mótsins þakkar keppendum kærlega fyrir komuna og vonar að þeir hafi átt góða ferð heim.  Einnig þökkum við hinum fölmörgu styrktaraðilum fyrir stuðninginn  og öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins á einn eða annan hátt.  Verðlaunaafhending fór fram í félagsheimilunu Dalsmynni í mótslok

Næsta Ís-Landsmót verður haldið á sama stað að ári, nánar tiltekið laugardaginn  5. mars 2011.


Úrslit urðu þessi:


B-flokkur

  Tryggvi og Bragi


1. Tryggvi Björnsson og Bragi frá Kópavogi   8,53 / 8,73

2. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum  8,51 / 8,44

3. Elvar Einarsson og Stimpill frá Vatni  8,44 / 8,46  Tryggvi knapi í forkeppni

4. Svavar Hreiðarsson og Johnny be good frá Hala  8,33 / 8,36

5. Jakob S. Sigurðsson og Glettingur frá St. Sandfelli 2   8,30 / 8,34

6. Ragnar Stefánsson og Lotning frá Þúfum  8,29 / 8,27

7. Ingólfur Pálmason og Dreyri frá Hjaltastöðum  8,27 / 8,50

8. Birna Tryggvadóttir og Elva frá Miklagarði    8,17 / 8,23



A-flokkur

Jakob og Vörður


1. Jakob Svavar Sigurðsson og Vörður frá Árbæ  8,44 / 8,53

2. Páll Bjarki Pálsson og Hreimur frá Flugumýri II  8,43 / 8,43

3. Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti   8,36 / 8,37

4. Sigurður Pálsson og Glettingur frá Steinnesi  8,31/8,36 Páll knapi í forkeppni

5. Birna Tryggvadóttir og Röskur frá Lambanesi  8,30 / 8,37

6. Hlynur Guðmundsson og Draumur frá Ytri-Skógum  8,19 / 8,11

7. Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli  8,18  /  8,41

8. Tryggvi Björnsson og Dáðadrengur frá Köldukinn   8,06/8,06  Elvar knapi í forkeppni



Tölt

  Jakob og Árborg


1. Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey  7,50 / 6,83

2. Leó Geir Arnarsson og Krít frá Miðhjáleigu  7,17 / 7,33

3. Þorsteinn Björnsson og Ögri frá Hólum   7,00 / 6,67

4. Tryggvi Björnsson og Penni frá Glæsibæ  6,83 / 6,50

5. Camilla Petra Sigurðardóttir og Blær frá Kálfholti  6,67 / 6,17

6. Elvar Einarsson og Mön frá Lækjamóti  6,67  /  6,67

    Eftirtaldir luku ekki keppni

    Þorbjörn Hreinn Matthíasson og Úði frá Húsavík

    Ólafur Magnússon og Gáski frá Sveinsstöðum



  Ís-landsmót


06.03.2010 10:04

Húnvetnska liðakeppnin - fimmgangur


Næsta mót Húnvetnsku liðakeppninnar er fimmgangur og tölt unglinga og verður í Þytsheimum föstudagskvöldið 12. mars nk. Lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 9. mars. Skráning er hjá Kollu á mailið:
[email protected]. Keppt verður í fimmgangi í 1. flokki, 2. flokki og í tölti í flokki 17. ára og yngri (fædd 1993 og seinna) Það sem koma þarf fram er knapi, lið, hestur, ætt, litur og aldur og upp á hvora hönd þið viljið ríða. Það verða  tveir inn á í einu og er prógrammið, tölt, brokk, fet, stökk og skeið í fimmgangi en í tölti verður ekki snúið við og er prógrammið hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt.

Skráningargjald er 1.500.- fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga 17 ára og yngri.

Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.

Allt um reglur keppninnar má sjá 
hér.

Mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


05.03.2010 11:06

Fyrsta grunnskólamótið


Fyrsta grunnskólamótið
verður í Þytsheimum á Hvammstanga
sunnudaginn 7.mars kl. 13.00

04.03.2010 22:46

Ráslistar á Ís-landsmót


Dagskráin hefst stundvíslega kl. 10.00 á laugardagsmorgun
á B-flokki, síðan A-flokki og endað á tölti.
Úrslit verða riðin strax eftir hverja grein.


Ráslista er að finna  hér.
Flettingar í dag: 1064
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1559
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1000127
Samtals gestir: 90684
Tölur uppfærðar: 1.5.2025 08:17:07

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere