11.04.2010 22:48Lokaúrslit í KS-deildinni 2010Þá er KS-deildin búin þetta árið. Lokakvöldið var 7.apríl síðastliðinn
og var þá keppt í smala og skeiði og
einnig réðust úrslit í heildarstiga keppninni.Í smalanum sigraði
smalakóngurinn Magnús Bragi Magnússon og er þetta ekki í fyrsta skipti
sem
Magnús Bragi vinnur glæsta sigra í smalakeppni. Í skeiðinu sigraði
Bjarni Jónasson eftir harða keppni við Tryggva Björnsson en þeir félagar
þeyttust í gegnum höllinna á sama tíma 5,10 sek. sem er mjög góður tími,
en Bjarni vann sökum þess að tími hans úr hinum
sprettinum var betri en Tryggva. Með sigrinum í skeiðinu gulltryggði
Bjarni sér sigur í KS-deildinni þetta árið. Stirkleiki á keppninni í
ár var sennilega sá mesti frá upphafi deildarinnar og eflaust eigum við
eftir að sjá marga af þeim hestum og knöpum sem hvað mest hvað að í
KS-deildinni í vetur standa ofarlega á komandi landsmóti í Skagafirði í
sumar.Úrslit úr smala og skeiði má sjá á flipanum ýmis
mót - ks deild - úrslit - smali/skeið. Hér fyrir neðan eru heildarúrslit
í KS-deildinni 2010. Tólf efstu knapar hafa unnið sér
þáttökurétt á næsta ári.
Skrifað af selma Flettingar í dag: 2272 Gestir í dag: 39 Flettingar í gær: 4060 Gestir í gær: 68 Samtals flettingar: 1226666 Samtals gestir: 96049 Tölur uppfærðar: 3.8.2025 15:33:31 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is