Færslur: 2010 Júní

28.06.2010 22:58

Reiðnámskeið á Þingeyrum

Reiðnámskeið á Þingeyrum:

...::::== Indjána - Leikir ==:::::...

(Kennari: Christina Mai leiðbeinandi frá Hólaskóla)

 

HVENÆR:  17.- 18. Júli ( minna vanir )

                    24. - 25. Júli ( meira vanir )

 

Tímasetning: 10:30h til 16:00h báða dagana

 

Aldurstakmark: 8 til 15 ára ( Hámarksfjölði 8 )

 

Þátttakendur mæti með eigin hest!

 

HVAÐ á að gera? Læra allt á milli himins og jarðar um hestinn. þrautabrautir,

útreiðatúrar og indjánaævintýri á hestbaki

........................................==((::::::::::))==...................................................

Mæta skal með öruggum reiðhjálm, hnakk, beisli, stallmúl,

........ og NESTI. Æskilegur klæðnaður eru góðir skór með hæl, reiðbuxur eða frekar

þröngar buxur úr möttu efni (ekki jogginggallar), þunnir vettlingar og hlý peysa eða úlpa.

 

Verð: 9000 kr

::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::.:::::::::::::::

Frekari upplýsingar og skráning: Christina 865-8905 [email protected]


23.06.2010 19:59

Fákar og fólkKvikmyndin Fákar og fólk sem frumsýnd var 17. júní í Félagsheimilinu á Blönduósi er til sölu á DVD diski hjá Selmu í síma 661 9961 eða Valgarði í síma 893 2059. 

Myndin var tekin haustið 2008. Sýnir hún hrossasmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og fjallar um það ævintýri sem þessi viðburður er.

Í myndinni koma fram margir húnvetnskir áhugamenn um hestamennsku og ferðamál ásamt fjölda ferðamanna sem voru þátttakendur í ævintýrinu þetta haustið. Má ætla að á þriðja hundrað manns hafi verið á hestbaki þennan dag. Þarna má sjá stóðhrossin koma úr sumarhögunum á Laxárdalnum frjálsleg í fasi og náttúran skartar sínu fegursta í haustlitunum.

        

Örn Ingi sá um kvikmyndun og tæknivinnu. Önnur myndataka var í höndum Jóns Inga Einarsson og Alfreðs Möller. Útgefandi er Arnarauga/Örn Ingi.

Tónlistin í myndinni er eftir Húnvetningana Benedikt Blöndal Lárusson, Hauk Ásgeirsson og Skarphéðinn Einarsson.


19.06.2010 10:00

17. júní

Það var blíðskaparveður á Blönduósi 17. júní þegar hátíðarhöld fóru fram sem hestamannafélagið Neisti hafði umsjón með eins og undanfarin ár.

Margt var í boði en dagurinn byrjaði á því að Hjörtur formaður og Sigurjón Guðmunds mættu eldsnemma á lyftara til að setja fánana upp og náðust af því myndir þar sem myndasmiður fór líka snemma á fætur emoticon   

 
Börnum var boðið á hestbak í  Reiðhöllinni og var ágætis þátttaka. Gott var að sjá hesta aftur í Reiðhöllinni en þar hefur varla sést hestur síðan í lok apríl.


"Forsetaskjóna" var treyst fyrir börnum undir styrkri stjórn Bjargar en hún sagði upp vöfflubakstri þar sem hún tapaði fyrir Óla syni sínum í fyrra og þau Maggi Ó., ásamt fleirum tóku að sér að teyma undir börnum þennan morguninn.

Að venju var "blásið" í blöðrur og skrúðganga var farin frá SAH. Þar var andlitsmálun og ýmiss 17. júní varningur til sölu og var bara góð mæting og skemmtileg stemming  á planinu.Á Bæjartorginu stjórnaði Gísli Geirsson dagskrá, Sr. Sveinbjörn Einarsson flutti hugvekju, Þórdís Erla Björnsdóttir var fjallkonan að þessu sinni, hátíðarræðuna flutti Bóthildur Halldórsdóttir og tónlistaratriði voru flutt af Dagmar og Sigurjóni annars vegar og þeim Höskuldi og Pálma hins vegar og síðan voru leikir fyrir börnin á Þríhyrnunni.    

Kaffi og vöfflubakstur var í höndum Neistafélaga og þar stóðu Knapamerkjakonur ásamt fleiri konum sig stórkostlega eins og alltaf.


Guðrún, Jóna, Harpa og Árný


Sýndar voru 3 kvikmyndir. Ein þeirra, Fákar og fólk, er heimildarmynd úr Laxárdalnum og Skrapatungurétt. Myndin var tekin haustið 2008 og sýnir hrossasmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og fjallar um það ævintýri sem þessi viðburður er. 

Í myndinni koma m.a. fram: Haukur Pálsson, Haukur Suska, Valgarður Hilmarsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Jón Ingi Einarsson. Haukur Ásgeirsson, Benedikt Blöndal og Skarphéðinn Einarsson sömdu tónlistina en Örn Ingi  framleiddi myndina. Hann fékk þetta frábæra fólk uppá svið fyrir sýningu og veitti þeim þakklætisvott fyrir góða og skemmtilega samvinnu.


Haukur, Ragnheiður, Valgarður, Jón Ingi, Haukur, Benedikt, Haukur og Örn Ingi

(á myndina vantar Skarphéðinn).Fótboltaleikur ársins fór fram þetta kvöld  en það var stórleikur Brunavarna A-Hún gegn meistaraflokki Hvatar í knattspyrnu. Þar áttust við leikmenn meistaraflokks Hvatar í knattspyrnu og liðsmenn Brunavarna A-Hún. Fjöldi manns kom til að fylgjast með leiknum en óhætt er að segja að leikurinn hafi verið hin besta skemmtan frá upphafi til enda og líka í framlengingunni.       

     


Um kvöldið var fjölskyldudiskótek sem Sindri Guðmundsson hafði umsjón með.


Stjórn Neista þakkar öllum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. Einning þökkum við þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt kærlega fyrir og öllum sem komu á hátíðahöldin og í kaffið kærlega fyrir komuna.       Myndir eru komnar í myndaalbúm, teknar af Höskuldi og Selmu. Takk fyrir þær.

11.06.2010 18:44

Önnur uppskeruhátíð


Ekki náðist að klára öll próf í knapamerkjum fullorðinna í vor en þó svo að námskeiðum hafi ekki verið lokið þá ákváðu nemendur að halda uppskeruhátíð með leikjum og grilli í Reiðhöllinni.
Ekki er hægt að ætlast til þess að allir komist þegar boðað er til samkomu með stuttum fyrirvara en góður hópur mætti til leiks miðvikudagskvöldið 9. júní. Farið var í þrautabraut og ratleik, voru heilmikil tilþrif og klöpp hjá hvoru liði fyrir sig og var þetta hin besta skemmtun, sjá myndaalbúm.
Hjörtur formaður Neista grillaði síðan frábært kjöt frá SAH afurðum og átti þessi góði hópur notalega stund saman.
Rúmlega 30 fullorðnir stunduðu nám í knapamerki 1 í vetur. Þeir sem áttu eftir að taka próf í vor munu taka þau í haust þegar allir verða við hestaheilsu. Vonandi verður hægt að bjóða uppá námskeið í knapamerki 2 næsta vetur og að þeir sem voru á námskeiðum í vetur sjái sér fært að koma á þau.
Það væri frábært  emoticon
Nemendur úr knapamerkjum 1 ásamt kennurunum Söndru og Óla Magg
og prófdómaranum Helgu Thor.

08.06.2010 23:18

Skagfirðingar snúa vörn í sókn

Sumarsæla í stað Landsmóts hestamanna

Frestun Landsmóts hestamanna sem fara átti fram 27. júní - 5. júlí á Vindheimamelum í Skagafirði er mikið áfall fyrir hestamennsku og ferðaþjónustu í landinu og samfélagið allt, þó sérstaklega í Skagafirði, þar sem búið var að skipuleggja móttöku þúsunda gesta. 

Sveitarfélagið Skagafjörður, Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði, hestamannafélögin í Skagafirði og Hrossaræktarsamband Skagafirðinga hafa hins vegar ákveðið að snúa vörn í sókn og blása til Sæluviku að sumri á þeim tíma sem halda átti landsmótið.  

Meðal þess sem í boði verður fyrir þá sem sækja Skagafjörð heim þessa viku verða Lummudagar með glæsilegum skemmtiatriðum, knattspyrnumót fyrir stúlkur á Sauðárkróki, rútuferðir og gönguferðir um slóðir Sturlunga, Barokkhátíð á Hólum, afmælismót Golfklúbbs Sauðárkróks á Hlíðarendavelli og stórdansleikir með hestamannaívafi í Miðgarði.  Kynbótasýning mun fara fram á Vindheimamelum á vegum Hrossaræktarsambandsins.  Þá er ótalin sú fjölbreytta afþreying sem alla jafna er boðið er upp á í Skagafirði s.s. flúðasiglingar, skipulagðar gönguferðir, siglingar út í hinar glæsilegu eyjar Drangey og Málmey.  Þá bíður Skagafjörður upp á glæsilega flóra safna s.s. Vesturfarasetur, Samgönguminjasafn, Byggðasafnið í Glaumbæ, Víðimýrarkirkju og Minjahúsið á Sauðárkróki, þar sem m.a. er hægt að berja augum ísbjörninn sem gekk á land í Skagafirði árið 2008.  Gestastofa sútarans hefur verið opnuð á Sauðárkróki þar sem hægt er að fræðast um sútun á skinnum og roði og þær afurðir sem hönnuðir vinna úr því hráefni.  

Ný og glæsileg sundlaug á Hofsósi hefur bæst í hóp sundlauga og heitra náttúrulauga sem finna má um allan Skagafjörð.  Í Skagafirði eru einnig frábærir veitingastaðir sem m.a. bjóða upp á kræsingar úr afurðum úr héraðinu og gistimöguleikarnir eru fjölbreyttir og margir, m.a. á nýju og glæsilegu tjaldstæði í Varmahlíð og endurbættu tjaldstæði á Sauðárkróki.

Skagfirðingar munu því leggja sig sérstaklega fram við að taka vel á móti og skemmta gestum sínum þá daga sem ætlaðir voru fyrir Landsmót hestamanna.  Áætlað er að Landsmót verði haldið sumarið 2011 í Skagafirði.
Ennfremur ætla hestamenn í Skagafirði að blása til hestamannamóts um Verslunarmannahelgina, Fákaflugs, þar sem boðið verður upp á gæðingakeppni, kynbótasýningar, töltkeppni og kappreiðar auk þess sem áhersla verður lögð á að skapa skemmtilega umgjörð í anda gömlu hestamannamótanna sem haldin voru þar áður fyrr.

www.hestafrettir.is 

04.06.2010 10:00

Uppskeruhátíðin


Æskulýðsnefndin hélt uppskeruhátíð í gær fyrir alla krakkana úr námskeiðshópunum í vetur.
Þau mættu flest ásamt foreldrum. Farið var í þrautabraut þar sem krökkunum var skipt í tvö lið og foreldrum einnig. Þetta var hin besta skemmtun og krakkarnir hvöttu sína foreldra mikið þegar þeir fóru í brautina. Síðan var farið í ratleik og endað í pizzu.
Öll fengu þau viðurkenningarskjal og gjöf fyrir hvað þau stóðu sig frábærlega vel í vetur og var virkilega gaman að sjá hvað þau eru dugleg og flott á hestbaki. Takk fyrir skemmtilegan vetur og vonum við að þau komi öll aftur á námskeið næsta vetur emoticon Auðvitað voru teknar myndir af þessum flottu krökkum
emoticon     

Nokkrar myndir komnar í myndaalbúm.

01.06.2010 22:11

Krakkagaman


Uppskeruhátíðin hjá krökkunum verður í Reiðhöllinni 3. júní kl. 18.00Þar sem hóstapestin er enn að angra hestana okkar
frestum við útreiðum sem vera áttu á Þingeyrum 13. júní
og  hittumst í staðinn uppí Reiðhöll nk. fimmtudag 3. júní kl. 18.00
og gerum eitthvað skemmtilegt.

Uppskeruhátíðin er fyrir alla krakka sem voru á námskeiðum í vetur.

Æskulýðsnefnd


01.06.2010 09:16

Stóðhestar 2010 í Gröf Víðidal
Arður frá Brautarholti
Arður er frábærlega ættaður stóðhestur undan Orra frá Þúfu og Öskju frá Miðsitju.
Arður er með 8,38 í aðaleinkunn.
Verð 80.000 með vsk og ein sónarskoðun
Verður til afnota frá 18. júní til 25. júlí.

 


Stimpill frá Vatni
F: Kolfinnur frá Kjarnholtum I. M: Hörn frá Langholti II
Aðaleinkunn 8,35 þar af 9 fyrir tölt
Verð 70.000 með vsk
Verður til afnota til 22. júní

 

Óðinn frá Hvítárholti
F: Óðinn frá Brún, M: Hylling frá Hvítárholti
Aðaleinkunn 8,27, þar af 8,53 fyrir hæfileika.
Verð 40.000 með vsk
Verður til afnota í allt sumar.


Nánari upplýsingar hjá Tryggva Björnssyni í síma 89810


  • 1
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111694
Samtals gestir: 8462
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 14:41:02

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere