Færslur: 2013 Desember

24.12.2013 15:24

Gleðileg jólHestamannafélagið Neisti óskar
félagsmönnum, Húnvetningum
sem og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir
á árinu sem er að líða.

16.12.2013 13:12

Fundur mótanefndar

Mótanefndin fundaði á dögunum yfir kaffi og smákökum,  um mótahald vetrarins sem og framkvæmd þeirra.  Önnur mál voru að sjálfsögðu rædd en ýmislegt er í pípunum. Það skýrist síðar.  Mótin verða eftirfarandi, en auðvitað miðast þetta alltaf við færð og veður og þess háttar.

  • Ísmótið verður á Hnjúkatjörn þann 01.febrúar 2014.  Það mót, er þó öðrum mótum fremur háð veðri og verður fært til ef veður, ísleysi eða annað hamlar þennan dag.
  • Tölt T7 verður haldið 24. febrúar í Reiðhöllinni.
  • Fjórgangsmót verður haldið 10. mars í Reiðhöllinni.
  • Smalinn verður haldið 24. mars í Reiðhöllinni.
  • Fimmgangur og tölt verður haldið 7. apríl í Reiðhöllinni.

 

 

mbk.  Mótanefnd  og  Gleðileg jól !

 

PS. Á myndina vantar Ólaf Magnússon Sveinsstöðum

?

05.12.2013 10:24

Frá reiðveganefnd


Reiðvegavinna gekk vel og búið er að gera nýjan veg frá hesthúsahverfinu, það er frá hesthúsinu hans Tryggva og upp að Svínvetningabraut.  Þá var borið ofan í veginnn sem liggur frá Kleifagrúsinni og suður að Hjaltabakkagirðingu og síðan austur með þeirri girðingu og að nýja veiðihúsinu við Laxá.  Þessir vegir voru síðan malaðir og tókst það afar vel og eiga þessir vegir að nýtast hestamönnum mjög vel í framtíðinni.

Girðing var lögð meðfram þessum vegum og nú er frágangi lokið og framkvæmdum þessa árs þar með.

 

Vill reiðveganefnd þakka öllum sem að þessari vinnu komu en sérstakar þakkir fá þeir Víðir Kristjánsson og Tryggvi Björnsson fyrir gott framlag og góða verkstjórn við girðingavinnuna.

 

 

Reiðveganefnd

  • 1
Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111641
Samtals gestir: 8458
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 13:11:12

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere