Færslur: 2012 Febrúar

27.02.2012 18:41

Hrossarækt og hestamennska


Fundaröð um allt land

Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. 

Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
 
Mánudaginn 5. mars. Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík.
Þriðjudaginn 6. mars. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.
Miðvikudaginn 7. mars. Árgarði, Hvanneyri, Borgarfirði.
 
Mánudaginn 12. mars. Ljósvetningabúð, Suður - Þing. 
Þriðjudaginn 13. mars. Svaðastaðahöllinni, Sauðárkróki.
Miðvikudaginn 14. mars. Sjálfstæðissalnum, Blönduósi
 
Mánudaginn 19. mars. Gistiheimilinu, Egilsstöðum.
Þriðjudaginn 20. mars. Stekkhól, Hornafirði.
 
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Guðlaugur V. Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands og Lárus Hannesson formaður Gæðingadómarafélags LH.


27.02.2012 09:02

Grunnskólamót á Hvammstanga


Sunnudaginn 4. mars
verður Grunnskólamót hestamannafélaganna á Norðurlandi vestra haldið í reiðhöllinni Þytsheimum á Hvammstanga og hefst mótið klukkan 13:00  Þetta er fyrsta mótið í vetur og vonumst við eftir góðri þátttöku og skemmtilegri keppni eins og síðastliðin ár.

Skráningar þurfa að berast fyrir miðnætti á miðvikudag, 29. febrúar á netfangið: [email protected]

 Keppt verður í:      

1. - 3. bekkur  fegurðarreið

4. - 7. bekkur tölt

8. - 10. bekkur tölt

8. - 10. bekkur skeið, ef veður og aðstæður leyfa

Við skráningu skal koma fram:

nafn, bekkur og skóli knapa - - nafn hests og uppruni, aldur og litur - - keppnisgrein og upp á hvora hönd skal riðið.

 Skráningargjald er 1000 krónur fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur fyrir næstu skráningar og skal greiða á mótsstað (með peningum - kort ekki tekin) áður en mót hefst.

 

Reglur keppninnar eru:

Mótið er hugsað til að efla áhuga á hestaíþróttinni og gefa sem flestum kost á því að taka þátt. Keppt er eftir venjulegum hestaíþróttareglum og dæmt í samræmi við þær, keppni skal stjórnað af þul.  Keppendur skulu hneigja sig í upphafi og lok keppni og hlíta fyrirmælum þular í hvívetna.  Allir grunnskólanemar á Norðurlandi vestra eiga þátttökurétt.

 1.    Mótið heitir Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra.

2.    Keppnisgreinar eru:

Ø  Fegurðarreið      1. - 3. bekkur.  Þar eru riðnir 2 hringir og látið fara fallega dæmt skal eftir stjórnun og þokka. 2 - 3 keppendur inná í einu.

Ø  Tvígangur 4. - 7. bekkur.  Riðnir tveir hringir á annað hvort brokki eða tölti og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd. 

Ø  Þrígangur            4. - 7. bekkur.  Riðið einn hringur brokk, einn hringur tölt og fet ½ hringur.  Áseta og stjórnun dæmd.

Ø  Fjórgangur          8. - 10. bekkur.  Venjuleg íþróttakeppni, riðnir fjórir og hálfur hringur.  Einn hringur hægt tölt, einn hringur yfirferðar tölt,  ½ hringur fet , einn hringur brokk og einn hringur stökk.

Ø  Þrautabraut         1. - 3. bekkur.  Áseta, stjórnun og færni  dæmd.  Engin tímataka. Hringurinn 3 metrar í þvermál.

Ø  Smali                   4. - 7. og 8 .- 10. bekkur.  Smalabrautin skal vera skýr og hættulaus og forðast skal allan óþarfa glannaskap.  Keppt skal eftir tíma og skal bæta 4 sekúndum við tíma fyrir hverja keilu sem felld er eða sleppt.  Ef sleppt er hliði bætast  2x4  sekúndur við.  Gult spjald er jafnt og 10 sekúndur og má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.  Bannað er að fara á stökki yfir pallinn

Ø  Tölt                       4. - 7. bekkur.  Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og fegurðarreið einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Tölt                       8. - 10. bekkur.   Tveir inná í einu, riðið hægt tölt, einn hringur, snúið við og riðið tölt með hraðabreytingum á langhliðum einn hringur og greitt tölt einn hringur, samtals þrír hringir .

Ø  Skeið                   8. - 10. bekkur mega keppa í skeiði og skal tímataka vera samkvæmt venju á hverjum stað.  Fara skal 2 spretti og betri tíminn gildir.

¨       Keppni í skeiði er með fyrirvara um veður og aðstæður á hverjum stað.

v  Gult spjald má sýna ef knapi sýnir grófa reiðmennsku og jafnvel víkja keppanda úr sýningu.

 

3.    Keppandi má koma með hest hvaðan sem er, hesturinn/hesteigandi þarf ekki að vera í hestamannafélagi viðkomandi skólahverfis. 

4.    Heimilt er að sami hestur sé skráður í 2  greinar.

5.    Foreldrar mega ekki vera inn á keppnisvellinum meðan á keppni stendur

6.    Keppendur í  tví- og þrígangi í 4. - 7. bekk,  verða að velja annað hvort tvígang eða þrígang að keppa í.  Óheimilt að sami keppandi keppi í báðum greinum. 

 7.    Í tölti, tví-, þrí- og fjórgangi mega keppendur keppa á fleiri en einum hesti, en í úrslitum verður einungis einn hestur frá hverjum knapa.

8.    Ef tveir eru jafnir í 5. og 6. sæti skulu báðir mæta í úrslit og verðlauna bæði sætin sem 5. sæti.

9.    Járningar, 10 mm skeifur og 250 gr. hlífar eða 8 mm og botnar.

10.  Í smala er ekki leyft að ríða við stangir, annars gilda almennar íþróttakeppnisreglur.

11.  Í Tölti 4. - 7. og 8. - 10. bekk og Fjórgangi 8. - 10. bekk skulu riðin B og A úrslit ef keppendur eru fleiri en 16

Stig:

Stigatafla fyrir alla greinar nema skeið,

Ef allir keppendur í úrslitum eru frá sama skóla  fær skólinn einungis stig fyrir efsta sætið, síðan næsti skóli inn í úrslit og svo framvegis.

1. sæti            gefur 10 stig til viðkomandi skóla
2. sæti            gefur  8 stig
3. sæti            gefur  7 stig
4. sæti            gefur  6 stig
5. sæti            gefur  5 stig. 

Stigatafla fyrir skeið, öll stigin geta farið á sama skóla, þetta er aukabúgrein.

1. sæti            gefur  5 stig
2. sæti            gefur  4 stig
3. sæti            gefur  3 stig
4. sæti            gefur  2 stig
5. sæti            gefur  1 stig


26.02.2012 19:23

Smalinn

Eins og öllum er kunnugt um þá var Smalinn í gær og stóð okkar fólk sig alveg frábærlega. Hérna eru nokkrar myndir og fleiri eru væntanlegar.




Hákon Ari Grímsson og Frosti frá Flögu



Arnar Freyr Ómarsson og Hespa frá Þorkelshóli



Leon Paul Suska og Neisti frá Bolungarvík



Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum



Þórólfur Óli



Barbara Dittmar og Vordís frá Finnstungu




26.02.2012 10:00

Skráning hafin á Ís-landsmótið á Svínavatni


Það styttist í Ís-landsmótið á Svínavatni en það fer fram laugardaginn 3. mars á Svínavatni í A - Húnavatnssýslu. Söfnun styrktaraðila mótsins stendur nú yfir og ljóst er að verðlaunafé verður það sama ef ekki meira en í fyrra. Keppt er í tölti, A og B flokki og var verðlaunafé í fyrra 100.000 kr fyrir fyrsta sætið, 40.000 kr fyrir annað sætið og 20.000 kr fyrir þriðja sætið. Sigurvegarar 2011 voru Hulda Finnsdóttir og Jódís frá Ferjubakka 3 í töltinu, Sölvi Sigurðsson og Ögri frá Hólum í B - flokki og Þórarinn Eymundsson og Seyðir frá Hafsteinsstöðum í A - flokki. Ísinn um þessar mundir er hnausþykkur og sléttur.

Skráningar berist á netfangið [email protected]í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar. Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma. Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisgrein, kennitala knapa, og IS númer hests. Keppnisgreinar eru              A-flokkur, B-flokkur og tölt. Skráningargjald eru 3.000. kr. á skráningu. Greiðist inn á reikning 0307 - 13 - 110496, kt. 480269-7139 í síðasta lagi þriðjudaginn 28. febrúar. Sendið kvittun á [email protected]þar sem fram þarf að koma fyrir hvaða knapa og hest er verið að borga.

Ráslistar og aðrar upplýsingar verða birtar á heimasíðu mótsins þegar nær dregur.



25.02.2012 20:51

Húnvetnska liðakeppnin - smali/skeið úrslit


Þá er öðru móti Húnvetnsku liðakeppninnar lokið en keppt var í smala og skeiði á Blönduósi. Góð þátttaka var og var mótið skemmtilegt og spennandi í alla staði.  Keppnin var gríðalega jöfn og endaði með því að þrjú lið voru efst og jöfn eftir daginn en lið 1, 2 og 4 fengu öll 56 stig í dag og lið 3 fékk 38 stig. MJÖG SPENNANDI DAGUR !!!

Eftir daginn er lið 1 í efsta sætinu með 99,5 stig, næst er lið 2 með 95,5 stig, þá lið 3 með 94,5 stig og lið 4 með 84,5 stig. Þetta gerist ekki meira spennandi !!!!!

Einstaklingskeppnin eftir 2 mót er eftirfarandi:
1. flokkur:

1-2. Fanney Dögg Indriðadóttir 22 stig
1-2. Líney María Hjálmarsdóttir 22 stig
3-5. Ísólfur L Þórisson 14 stig
3-5. Stefán Logi Grímsson14 stig
3-5. Elvar Logi Friðriksson 14 stig

2. flokkur

1. Kolbrún Stella Indriðadóttir 12 stig
2. Jónína Lilja Pálmadóttir 11 stig
3-4. Vigdís Gunnarsdóttir 10 stig
3-4. Guðmundur Sigfússon 10 stig

3. flokkur
1. Rúnar 12 stig
2. Irina Kamp 5 stig
3. Julia Gudewill 4 stig

Unglingaflokkur
1-2. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 6 stig
1-2. Hákon Ari 6 stig
3. Fríða Björg Jónsdóttir 5 stig

Þökkum öllum þeim sem að þessu móti kom kærlega fyrir.

Flottir félagarnir Rúnar, Liðsstjóri liðs 4 og Kyndill fyrir keppni enda unnu þeir sinn flokk. Hann var líka kampakátur með sitt fólk eftir mót þar sem Lið 4 stóð sig frábærlega og vann alla flokkana. Til hamingju með það.



Úrslit (Tími - refstig) urðu þessi:



Unglingaflokkur:
1. Hákon Ari Grímsson og Frosti frá Flögu   286 stig
2. Fríða Björg Jónsdóttir og Ballaða frá Grafarkoti  256 stig
3. Kristján Ingi Björnsson og Tvistur  252 stig
4. Haukur Marian Suska og Sleipnir frá Hvammi 222 stig 
5. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki frá Blönduósi  204 stig






3. flokkur
1. Rúnar Örn Guðmundsson og Kyndill frá Flögu   272 stig
2. Julia Gudwill og Auðna frá Sauðadalsá   260 stig
3. Aðalheiður Sveina Einarsdóttir og Össur frá Grafarkoti  238 stig
4. Sigurður Björn Gunnlaugsson og Þyrla frá Nýpukoti  222 stig
5. Irina Kamp og Léttingur frá Laugarbakka   214 stig




2. flokkur
1. Guðmundur Sigfússon og Þrymur  244 stig
2. Halldór Pálsson og Lyfting frá Súluvöllum 238 stig
3. Ingveldur Ása Konráðsdóttir og Fjöður frá Snorrastöðum  236 stig
4. Kolbrún Stella Indriðadóttir og Kasper frá Grafarkoti   232 stig
5. Garðar Valur Gíslason og Dúkka frá Stórhól  216 stig
6. Magnús Ólafsson og Gleði frá Sveinsstöðum  214 stig
7. Jónína Lilja Pálmadóttir og Hildur frá Sigmundarstöðum  206 stig
8. Barbara Dittmar og Vordís frá Finnstungu   198 stig
9. Eline Schrijver og Snerpa frá Eyri




1. flokkur
1. Stefán Logi Grímsson og Kæla frá Bergsstöðum   286 stig
2. Líney María Hjálmarsdóttir og Kveðja frá Kollaleiru  256 stig
3. Fanney Dögg Indriðadóttir og Sjón frá Grafarkoti 252 stig
4. Elvar Logi Friðriksson og Harpa frá Margrétarhofi 232 stig
5. Hlynur Þór Hjaltason og Skekkja frá Laugarmýri   216 stig
6. Pálmi Geir Ríkharðsson og Heimir frá Sigmundarstöðum  208 stig
7. Þórarinn Óli Rafnsson og Funi frá Fremri-Fitjum 170 stig
8. Magnús Ásgeir Elíasson og Daði frá Stóru-Ásgeirsá  150 stig
9. Sveinn Brynjar Friðriksson og  Glanni frá Varmalæk  98 stig





Skeið
1. Jóhann B. Magnússon og Vinsæl frá Halakoti 3,65
2. Elvar Logi Friðriksson og Hrappur frá Sauðárkróki 3,81
3. Líney María Hjámarsdóttir og Gola frá Ólafsfirði  3,87
4. Ragnhildur Haraldsdóttir og Steina frá Nykhóli  3,90
5. Tryggvi Björnsson og Rammur frá Höfðabakka  3,91
6. Sæmundur Þ. Sæmundsson og Fatíma frá Mið-Seli  3,96
7. Pálmi Geir Ríharðsson og Ríkey frá Syðri-Völlum 4,00
8. Arnar Bjarki Sigurðsson og Sváfnir frá Söguey   4,03
9. Jakob Víðir Krisjánsson og Gúrku-Blesa fá Stekkjardal  4,06



24.02.2012 17:25

Ísmóti frestað


Ísmótinu sem vera átti á Hnjúkatjörn á sunnudag er frestað

um óákveðinn tíma vegna óviðráðanlegra orsaka.

Mótanefnd


24.02.2012 09:23

Húnvetnska liðakeppnin - smali/skeið



Keppendur munið að greiða verður skráningargjöld fyrir mót inn á reikning
Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected].
Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga og í skeið eru þau 1.000 kr.


Brautin verður eins og í fyrra nema við síðustu tunnu sem er í horninu fyrir lokaferðina, þar verður veifa ofan á tunnunni sem knapar þurfa að ná og taka með sér í mark.






Aðgangseyrir er 1.000 kr og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.




 Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar


mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar


24.02.2012 08:52

Húnvetnska liðakeppnin - smali/skeið ráslistar



Unglingaflokkur





3. flokkur


1. Veronika vinnukona  Glæsir frá Steinnesi   4
2. Hanefe Muller  Töfri frá Hæli   4
3. Jóhanna Helga Sigtryggsdóttir   Sigurbjörg Selma   1
4. Irina Kamp  Léttingur frá Laugarbakka 1
5. Þórólfur Óli Aadnegard   Mirian frá Kommu  4
6. Hjálmar Björn Guðmundsson   Alvar frá Vatni    4
7. Sigurður Björn Gunnlaugsson  Þyrla frá Nýpukoti   1
8. Jón Benedikt Sigurðsson   Gibson frá Böðvarshólum  2
9. Gunnlaugur Agnar Sigurðsson  Hreyfing frá Gauksmýri   2
10. Rúnar Örn Guðmundsson   Kyndill frá Flögu   4
11. Sigtryggur Sigurvaldason   Sál    3
12. Julia Gudewill  Auðna frá Grafarkoti  1
13. Hanefe Muller   Sprækur frá Steinnesi   4
14. Sigurbjörg Jónsdóttir  Fróði frá Litla-Dal  4
15. Aðalheiður Sveina Einarsdóttir  Össur frá Grafarkoti  1


2. flokkur






1. flokkur




Skeið

1. Guðmundur Þór Elíasson   Lúkas frá Stóru-Ásgeirsá   3
2. Elías Guðmundsson    Krenja frá Vatni    1
3. Magnús Ásgeir Elíasson   Daði frá Stóru-Ásgeirsá   3
4. Haukur Marian Suska   Tinna frá Hvammi 2    4
5. Helga Rós Níelsdóttir    Amon frá Miklagarði     1
6. Sveinn Brynjar Friðriksson   Glanni frá Varmalæk    3
7. Jóhann B. Magnússon   Vinsæll frá Halakoti    2
8. Fanney Dögg Indriðadóttir   Kapall frá Grafarkoti    2
9. Arnar Bjarki Sigurðsson    Sváfnir frá Söguey     1
10. Helga Rún Jóhannsdóttir   Hvirfill frá Bessastöðum   2
11. Pálmi Geir Ríkharðsson  Ríkey frá Syðri-Völlum   2
12. Sigurður Rúnar Pálsson    Náð frá Flugumýri 2    3
13. Magnús Ásgeir Elíasson    Dimma frá Stóru - Ásgeirsá    3
14. Elvar Logi Friðriksson    Harpa frá Margrétarhofi   3
15. Ægir Sigurgeirsson   Lukka frá Syðri-Löngumýri    4
16. Hanna Ægisdóttir    Goði frá Finnstungu   4
17. Valur Valsson   Gáta frá Flögu   4
18. Bjarni Jónasson   Komma frá Garði   2
19. Þóranna Másdóttir   Aska frá Dalbæ   2
20. Líney María Hjálmarsdóttir   Gola frá Ólafsfirði   1
21. Sæmundur Þ. Sæmundsson   Fatíma frá Mið-Seli   3
22. Ragnhildur Haraldsdóttir   Steina frá Nykhóli   4
23. Jakob Víðir Kiistjánsson   Gúrku-Blesa frá Stekkjarhlíð    4
24. Tryggvi Björnsson   Rammur frá Höfðabakka   1

25. Guðmundur Þór Elíasson  Skekkja frá Laugamýri  3
26. Elvar Logi Friðriksson   Hrappur frá Sauðárkróki    3



23.02.2012 12:35

Spennandi fyrsta móti KS-deildar


Óli og Gáski stóðu sig frábærlega í KS-deildinni.

Ísólfur og Kristófer hafa sigrað tvö fjórgangsmót sl. viku.


Ísólfur Líndal Þórisson fór með sigur af hólmi í æsispennandi fjórgangskeppni KS-mótaraðarinnar sem fram fór í gærkvöldi í Svaðastaðahöll.

 
Mikið mæddi á Ísólfi og gæðingnum hans Kristófer frá Hjaltastaðahvammi en þeir fóru fjallabaksleiðina að sigrinum, tryggðu sér sæti í A-úrslitum með sigri í B-úrslitum. Aðeins er tæp vika síðan Ísólfur og Kristófer unnu fjórgangsmót Húnvetnsku liðakeppninnar og eru þeir að stimpla sig rækilega inn meðal sterkustu íþróttakeppnispar landsins. Kristófer er undan Andvarasyninum Stíganda frá Leysingjastöðum II og Kosningu frá Ytri-Reykjum sem er undan Bakka-Baldurssyni. 
 
Annar varð Ólafur Magnússon á Gáska frá Sveinastöðum sem var efstu eftir forkeppni og bronsið fékk Sölvi Sigurðarson sem sat Óða-Blesa frá Lundi. Öll úrslit eru væntanleg á KS-deildarsíðu Eiðfaxa.
 
A-úrslit
  1. Ísólfur Líndal Þórisson - Kristófer frá Hjaltastaðahvammi  7,47
  2. Ólafur Magnússon -  Gáski frá Sveinsstöðum  7,40
  3. Sölvi Sigurðsson - Óði- Blesi frá Lundi  7,37
  4. Bjarni Jónasson - Roði frá Garði  7,23
  5. Baldvin Ari Guðlaugsson - Senjor frá Syðri Ey  7,13
  6. Fanney Dögg Indriðadóttir - Grettir frá Grafarkoti  7,0


22.02.2012 19:45

Ístölt á Hnjúkatjörn



Opið töltmót á Hnjúkatjörn
sunnudaginn 26. febrúar kl. 13.00






Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti föstudag 24. febrúar.
Keppt verður í  opnum flokki, áhugamannaflokki, unglingaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi og  hestur.

Skráningargjald er 1.500 kr fyrir fullorðna en 500 fyrir börn og unglinga.

Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista
[email protected]




22.02.2012 09:03

Lokaskráningardagur í dag í smalann/skeiðið



SMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar og mun Neisti sjá um mótið og verður það
í Reiðhöllinni Arnargerði 25. febrúar nk. og hefst kl. 13.00

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti miðvikudagskvöld 22. febrúar.
EKKI verður tekið við skráningum eftir það.

Fram þarf að koma nafn knapa, flokkur, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er.
Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Skráningargjöld í
skeið eru 1.000 kr.  Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected]


21.02.2012 09:47

Minnum á aðalfundinn í kvöld


Aðalfundur hestmannafélagins Neista
verður
þriðjudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30
í Reiðhöllinni Arnargerði.

Dagskrá:
1.    Venjuleg aðalfundarstörf
2.    Önnur mál

Stjórnin

19.02.2012 21:26

Smalabrautin verður sett upp....


Þar sem smalinn í Húnvetnsku liðakeppninni verður nk. laugardag verður brautin sett upp í kvöld og verður uppi:

Mánudagskvöld sett upp kl. 20.00 tekur smá stund, eftir það er hún opin
Þriðjudagskvöld eftir 21.00. Lið 3 kemur og æfir í brautinni kl. 20.00. Þeir gætu verið minna en klst eða svolítið lengur... en eftir það er brautin opin öðrum.
Miðvikudag eftir kl. 17.00
Föstudag eftir kl. 20.00, gæti orðið fyrr.

Mótanefnd



19.02.2012 19:48

Húnvetnska-liðakeppnin Smali/skeið



SMALI/SKEIÐ er næsta mót liðakeppninnar og mun Neisti sjá um mótið og verður það
í Reiðhöllinni Arnargerði 25. febrúar nk. og hefst kl. 13.00

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir miðnætti miðvikudagskvöld 22. febrúar.
EKKI verður tekið við skráningum eftir það.

Fram þarf að koma nafn knapa, flokkur, hestur, litur, aldur og hvaða liði keppandinn er.
Skráningargjöld eru 1.500 kr í smala fyrir fullorðna en 500 fyrir unglinga. Skráningargjöld í
skeið eru 1.000 kr.  Greiða þarf skráningargjöld áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 og senda kvittun á netfang Neista [email protected]

Keppt verður í unglingaflokki (fædd 1995 og seinna), 3. flokki, 2. flokki og 1. flokki. Í 1. og 2. flokki fá 9 hestar að fara brautina aftur en 5 hestar fara brautina aftur í úrslitum í 3. flokki og unglingaflokki.

Skeið:

Í skeiði má hver knapi keppa á eins mörgum hrossum og hann vill en getur aðeins fengið stig fyrir einn hest eins og í öðrum greinum. Þessi keppni gefur mismunandi stig í liðakeppninni og
einstaklingskeppninni. Aðeins keppt í einum flokki og stig eftirfarandi:

            Liðakeppni: einstaklingskeppni:

1.sæti - 10 stig         5 stig
2.sæti - 8 stig           4 stig
3.sæti - 7 stig           3 stig
4.sæti - 6 stig           2 stig
5.sæti - 5 stig           1 stig
6.sæti - 4 stig           1 stig
7.sæti - 3 stig           1 stig
8.sæti - 2 stig           1 stig
9.sæti - 1 stig           1 stig


Smalinn:

Reglur smalans:


Smalinn dregur nafn sitt af einu mikilvægasta hlutverki íslenska hestsins frá örófi alda. Eiginleikar sem prýða góðan smala og smalahest eru nauðsynlegir ef árangur á að nást, þetta eru þættir eins og hraði, kjarkur, fimi og snerpa.

Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og felldum keilum. Reiknireglur eru þær sömu og í tímabraut torfærunnar. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanlegur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum.

Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 280, 270 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 14 stig. Fyrir sleppt hlið eru 28 refsistig. Yfir brúnna er ekki leyft að fara á stökki þ.e.a.s allur annar gangur er í lagi. Ef brúnni er sleppt þá er það 4x28 refsistig Gult spjald= gróf reiðmennska 30 refsistig Rautt spjald= MJÖG gróf reiðmennska ÚR LEIK!

Brautin kemur hingað inn á morgun. Hún verður mjög svipuð og undanfarin ár.

Aðgangseyrir er 1.000 kr og frítt inn fyrir 12 ára og yngri.




 Aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar


mótanefnd Húnvetnsku liðakeppninnar




18.02.2012 10:05

Ís-landsmót 2012 á Svínavatni


Laugardaginn 3. mars næstkomandi verður haldið Ís-landsmót á Svínavatni í Austur-Húnavatnssýslu. Keppt verður í A og B flokki og opnum flokki í tölti. Fyrirkomulag með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár og verða nánari upplýsingar birtar þegar nær dregur á hestanetmiðlum og á heimasíðu mótsins.

 

Nú stendur yfir söfnun styrktaraðila og  ljóst er að verðlaunafé verður a.m.k. það sama og undanfarin ár eða samtals 480.000 krónur, auk bikara fyrir átta efstu sætin í hverjum flokki.


Flettingar í dag: 114
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 621
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 424792
Samtals gestir: 50827
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 03:54:08

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere