Færslur: 2011 Desember

23.12.2011 21:52

Gleðileg jól
Hestamannafélagið Neisti óskar
félagsmönnum, Húnvetningum
sem og öðrum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Þökkum stuðning, gott samstarf og
ánægjulegar samverustundir
á árinu sem er að líða.


15.12.2011 08:16

Spennandi vetur framundan


Það styttist í nýtt, spennandi og viðburðaríkt ár hjá Hestamannafélaginu Neista.

Námskeiðin verða öll á sínum stað og 1. mót vetrarins verður 5. febrúar þar sem krakkarnir ætla að hittast og keppa í tölti.

Verkleg kennsla í knapamerkjum hefst í 2. viku í janúar og ættu þeir sem voru í bóklegu námskeiði nú í haust að vera búnir að fá upplýsingar um það. Kennarar eru Barbara Dittmar og Hafdís Arnardóttir.

Eins og undanfarin ár verður boðið uppá reiðnámskeið fyrir börn, bæði byrjendur og lengra komna og byrja þau í síðustu viku janúar. Þeir sem hafa hug á þeim námskeiðum vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista fyrir 15. janúar. Kennari verður Ragnhildur Haraldsdóttir.

Birna Tryggvadóttir kemur og verður með námskeið 27.-29. janúar bæði almennt fyrir börn, unglinga og fullorðna og einnig keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna. Hún tekur einnig í einstaklingskennslu ef þess er óskað. Skráning er á netfang Neista fyrir 15. janúar. Einnig má fá uppslýsingar hjá Selmu í síma 661 9961.

Fyrsta mót í Húnvetnsku liðakeppninni verður á Hvammstanga 10. febrúar og keppt veður í fjórgangi.  Þangað ætlum við Neistafélagar auðvitað að mæta. Fyrir keppni verður boðið uppá bóklegar og verklegar æfingar og verður það auglýst síðar.


14.12.2011 08:55

Jólaleikur Landsmóts

Ó já, jólastemningin fer að ná hámarki hér á skrifstofu Landsmóts og hér eru mandarínur og piparkökur í öll mál. Við viljum endilega hvetja ykkur til að taka þátt í jólaleiknum okkar og freista gæfunnar um leið og miði á LM 2012 er keyptur á forsöluverði.

Veglegir vinningar bíða í pottinum en allir seldir miðar fram að jólum fara sjálfkrafa í pottinn. Athugið að á forsöluverði kostar vikupassi aðeins 10.000 krónur með LH/BÍ afslætti og N1 korts afslætti, en fullt verð er 18.000 krónur.

Á Þorláksmessu förum við í sparifötin, fáum okkur smákökur, malt & appelsín og drögum út heppna vinningshafa. Það er til mikils að vinna því meðal vinninga eru flugmiðar til Evrópu með Icelandair, gjafabréf í Kringluna, leikhúsmiðar, inneign hjá N1, Mountain Horse úlpa frá Líflandi, hótelgisting í 2 nætur á Hilton Reykjavík Nordica og endurgreiðsla á keyptum landsmótsmiðum.

Potturinn bíður því stútfullur af glæsilegum vinningum sem væri ekki amalegt að fá sem auka jólagjafir þetta árið. Smelltu þér á miðasöluvef landsmóts svo þú eigir möguleika á vinningi!

Gleðileg jól!

--------------------///---------------------

DVD diskur frá LM 2011

Já það er margt að gerast hjá Landsmóti. Á skrifstofu Landsmóts er hægt að kaupa gjafabréf fyrir miða á Landsmót sem er vitanlega tilvalið í jólapakka hestamannsins! Hafið samband í síma 514 4030 eða með tölvupósti á netfangið [email protected]

Að lokum minnir Landsmót á DVD diskana frá mótinu í sumar á Vindheimamelum sem nú fara að koma úr framleiðslu. Gefinn verður út annars vegar DVD með hápunktum Landsmóts og hins vegar kynbótahross á Landsmóti. Þetta er gríðarlega mikið efni, eða rúmlega átta klukkustundir í það heila og frábær heimild um gott mót norður í Skagafirði í sumar. Hápunktarnir munu kosta kr. 5.000 og kynbótadiskurinn kr. 8.000. Þarna er komin önnur hugmynd að frábærri gjöf í jólapakka hestamannsins!

Vonast er til að hægt verði að dreifa diskunum í verslanir á föstudaginn 16.desember en einnig er hægt að panta diskinn á skrifstofu LH/Landsmóts í síma 514 4030 og fá hann sendan í póstkröfu eða greiða með kreditkorti í gegnum síma. Diskurinn verður m.a. fáanlegur í eftirtöldum verslunum: Lífland Lynghálsi og Akureyri, Baldvin & Þorvaldur Selfossi, Knapinn Borgarnesi, Skagfirðingabúð Sauðárkróki, KS Varmahlíð og Fákasport Akureyri.11.12.2011 10:47

Almennur félagsfundur


Almennur félagsfundur hestamannafélagsins Neista verður haldinn miðvikudaginn 14.des kl. 20.30 í Reiðhöllinni Arnargerði. Rætt verður um dagskrá vetrarins, þáttöku og undirbúning í viðburðum vetrarins og almennt um félagsstarf Neista.
Vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin


01.12.2011 20:31

Vöru- og sölukynning í Þytsheimum, Hvammstanga

                   

Þann 3. desember nk. verða verslanirnar Kidka og Knapinn Borgarnesi með kynningu og sölu á vörum sínum í Þytsheimum frá kl. 13:00 - 19:00. Einnig verður kynning á spæni frá Skógarvinnslunni og dagatal hestamannafélagsins til sölu frá kl. 13:00 - 16:00 .

Notið ykkur þetta tækifæri til að versla í heimabyggð.     Heitt á könnunni :)

Fræðslunefnd Þyts


  • 1
Flettingar í dag: 175
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 327
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 85644
Samtals gestir: 5568
Tölur uppfærðar: 27.9.2022 18:51:07

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere