Færslur: 2008 Október

28.10.2008 18:11

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð


Sauðfjár , Kúa og Hrossaræktunar samtaka í A- Hún og
 Hestamannafélagsins Neista
verður haldin í Félagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 29. nóv.

T A K I Р  D A G I N N   F RÁ

                                                                                 nánar augl. síðar

15.10.2008 21:21

VÍTABÆTIR

   emoticon  VÍTABÆTIR - VÍTABÆTIR - VÍTABÆTIR.emoticon 

 Blanda samansett af steinefnum, snefilefnum og vítamínum
sem hross mega hafa frjálsan aðgang að.
Notist fyrir hross á öllum aldri, hvort heldur sem er utandyra´, úti í gerði eða bara með beit.

   Eykur mótstöðuafl gegn sjúkdómum.
Skammtastærð: dagleg inntaka er mismunandi í samræmi við
ástand og þarfir hestsins.
Svo er fatan hvít með bláu loki og er það ætlað hrossum.
Í fötunni er 20 kg.

emoticon emoticon
Dreifing og uppl. :
www.vitabaetir.is
      [email protected]   sími 486-5519.
Dreifingaraðili á Norðurlandi:  Hjálmar Þór Aadnegard sími: 868-4475.

11.10.2008 22:35

Fjölmenni í Víðidalstungurétt

Fjölmenni í Víðidalstungurétt

Mikið fjölmenni var í stóðrétt Víðdælinga í Víðidalstungurétt um síðustu helgi, en tveggja daga dagskrá er í kringum réttarstörfin ár hvert. Á föstudeginum var stóðinu smalað af nyrsta svæði Víðidalstunguheiðar og niður í Víðidalinn og tóku ríflega 200 manns þátt í fylgja því síðasta spölinn. Þrátt fyrir töluverðan kulda var góð stemmning í hópnum og allir komust heilir heim. þetta kemur fram á fréttavefnum feykir.is.

 Á laugardeginum var stóðið rekið til réttar kl. 10:00 í einstaklega fallegu veðri, glampandi sól og blankalogni. Auk hefðbundinna réttarstarfa fór fram sölusýning á hrossum, uppboð og happadrætti þar sem aðalvinningurinn var folald.

Folaldið góða kom í hlut hins unga Atla Steinars Ingasonar frá Borgarnesi (ættuðum frá Hrappsstöðum í Víðidal). Um kvöldið var svo slegið upp stóðréttardansleik í félagsheimilinu Víðihlíð þar sem hljómsveitin Sixties spilaði fyrir dansi langt fram á morgun.

11.10.2008 22:30

Járninganámskeið á Sauðárkróki

Járninganámskeið á Sauðárkróki

Járninganámskeið verður haldið á Sauðárkróki helgina 18.-19. október næstkomandi. Leiðbeinendur verða járningameistararnir Kristján Elvar Gíslason og Óskar Jóhannsson. Þáttökugjald er 15.000. kr og eru allir velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir.

Skráning og upplýsingar í síma 866-3566 eða á

Járninganámskeið verður haldið á Sauðárkróki helgina 18.-19. október næstkomandi. Leiðbeinendur verða járningameistararnir Kristján Elvar Gíslason og Óskar Jóhannsson. Þáttökugjald er 15.000. kr og eru allir velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir.

Skráning og upplýsingar í síma 866-3566 eða á [email protected].

11.10.2008 22:21

Vilja minnka umfang Landsmótanna

Vilja minnka umfang Landsmótanna

Almennur vilji virðist fyrir því meðal hestamanna að létta dagskrá Landsmóta hestamanna. Á umræðufundi LH um LM2008 voru flestir sem tóku til máls á þeirri skoðun. Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur lagði til að kynbótahrossum yrði fækkað í 150 á LM2010. Einnig lagði hann til að milliriðlum og B úrslitum í gæðingakeppni verði sleppt.

Góð mæting var á fundinn, þrátt fyrir drunga í þjóðarsálinni þessa dagana. Á fjórða tug manna sátu fundinn. Flestir gáfu LM2008 góða einkunn fyrir skipulag, ef frá eru talin salernismál og tjaldstæðismál, sem fóru úr skorðum. Töldu menn að mótsstjórn hefði staðið sig vel í erfiðum aðstæðum, en tvisvar sinnum gerði slíkt ofsaveður að allt ætlaði um koll að keyra.

Einnig var bent á að svæðið hefði ekki verið að fullu tilbúið þegar mótið hófst. Jóna Fanney Friðriksdóttir baðst afsökunar fyrir hönd stjórnar Landsmóts ehf. á því að ekki tókst að fylgja því skipulagi sem lagt var upp með varðandi tjaldstæðin. Hún sagði að fjöldi salerna á svæðinu hefði verið langt umfram staðla. Svo virtist sem notkun þeirra færi mjög eftir staðsetningu og það þyrfti að fara yfir. Almenn ánægja var með það framtak LH að halda fundinn og þökkuðu fundargestir það. Fram hefur komið ósk um að annar fundur verði haldinn á Norðurlandi og hefur Haraldur Þórarinsson, formaður LH tekið vel í þá hugmynd.

Búið að fullreyna gamla formið

Sú hugmynd var viðruð á umræðufundi LH um LM2008 að sleppa bæri milliriðlum í gæðingakeppni, sleppa B úrslitum og fækka hrossum. Sigurður Ævarsson, mótsstjóri, sagði að gæðingakeppnin á LM2008 hefði tekið 40 klukkustundir.

Þá er meðtalin forkeppni, milliriðlar og úrslit í A og B flokki, og keppni yngri flokka. Ekki töltkeppni. Hann sagði það ekki góða hugmynd að hverfa aftur til fyrra forms, að láta alla keppendur ríða fullt prógramm einn og einn í einu. Það væri komin full reynsla á það form. Það væri of tímafrekt og gengi ekki upp miðað við þann fjölda keppenda sem nú er á Landsmótum.

Ekki gerlegt að sleppa fordómum kynbótahrossa

Jón Finnur Hansson, framkvæmdastjóri Fáks, sagði á umræðufundi LH um LM2008 að hann væri á móti því að kynbótahrossum yrði fækkað á LM. Hann færi á Landsmótin til að sjá þau sem flest og fá samanburð. Betra væri að sleppa fordómum, láta yfirlitssýningu og verðlaunaafhendingu nægja. Hugsanlega mætti dæma tíu efstu hross í hverjum flokki eftir yfirlitssýningu til að raða í verðlaunasæti.

Guðlaugur Antonsson sagði að þessi hugmynd hefði oft verið rædd, en hún gengi einfaldlega ekki upp. Hrossin kæmu á svo ólíkum forsendum inn í yfirlitssýningu. Þar hefðu sum hross til dæmis möguleika á að hækka sig fyrir ákveðin atriði vegna breyttrar járningar frá í forskoðun. Það væri því ekki jafnræði með hrossunum. Sú hugmynd hefði einnig verið rædd að hafa bara sýningu kynbótahrossa, enga dóma. Menn óttuðust hins vegar að þá færi spennan úr og ekki yrði eins gaman lengur.

 

11.10.2008 22:15

Ráðstefna gæðingadómara

Ráðstefna gæðingadómara

  Gæðingadómarafélag LH stendur fyrir ráðstefnu um stöðu gæðingakeppninnar

og gæði dómgæslu.  Farið verður yfir skýrslu eftirlitsdómara frá landsmótinu í sumar auk þess sem fulltrúi knapa verður með umfjöllun um keppnina og dóma frá sjónarhóli knapa.  Aðalfundur G.D.L.H verður haldinn á undan ráðstefnunni.

 Ráðstefnan verður öllum opin og verða báðir viðburðir  nánar auglýstir síðar.

 

Stjórn G.D.L.H.


 

07.10.2008 21:38

KS-DEILDIN 2009 - MEISTARADEILD NORÐURLANDS

KS-DEILDIN 2009 - MEISTARADEILD NORÐURLANDS

 

 

   Undirbúningur fyrir KS-deildina 2009 er kominn á fullt skrið.

Ákveðin hefur verið úrtaka fyrir sex laus sæti þann 28.janúar.
Keppt verður í 4g. og 5g.

Nánar auglýst síðar.

 

Meistaradeild Norðurlands.

06.10.2008 21:26

Opinn fundur um LM2008

LH-Hestar/Fréttatilkynnning:

 

Opinn fundur um LM2008

 

Opinn fundur um Landsmót hestamanna 2008 verður haldinn þann 9. október næstkomandi í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn hefst klukkan 17:00 og stendur til 18:30. Frummælendur á fundinum verða Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri LM 2008, Sigurður Ævarsson, mótstjóri LM 2008, og Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur.

 

Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að tilgangur fundarins sé að fá fram skoðanir sem flestra hestamanna á því hvað tókst vel og hvað hefði mátt betur fara á LM2008 á Gaddstaðaflötum.

"Við hefðum gjarnan viljað sjá þarna eigendur og sýnendur keppnishrossa, formenn og stjórnarmenn hestamannafélaganna, og svo auðvitað áhorfendur og gesti; hinn almenna hestamann," segir Haraldur. "Markmið okkar er að Landsmótin haldi áfram að þróast; að næsta mót verði ávallt ennþá betra og glæsilegra en það síðasta. Ég held að opinská og hreinskiptin umræða á málþingi sem þessu komi til með að skila okkur fram á veginn. Ég hvet alla hestamenn til að mæta og láta í sér heyra."

 

03.10.2008 17:38

Hugmyndabanki

Nú er kominn nýr linkur hér á heimasíðunni sem heitir Hugmyndabankiemoticon
Ætlunin er að félagar geti sent inn hugmyndir um það sem þeim langar til að sjá og gera í vetrarstarfi Neista. Ekki vera feimin að koma með hugmyndiremoticon  þær mega vera t.d með  eða án hesta, samverustundir í reiðhöllinni og þá hvernig, videókvöld, bingó ofl. ofl
emoticon
Ekki feimin koma SVO.

Neistiemoticon

02.10.2008 22:29

Fjögur ungmenni keppa á heimsmeistaramóti í Trec

Fjögur ungmenni keppa á heimsmeistaramóti í Trec
LH Hestar
Fjögur íslensk ungmenni kepptu á heimsmeistaramótinu í Trec, sem fram fór í Frakklandi í september. Þátttaka Íslands í keppninni er liður í samstarfsverkefni LH og landbúnaðarráðuneytisins, sem miðar að því að auka veg íslenska hestsins í Frakklandi. Trec keppnin er tvíhliða. Annars vegar 35 km þolreið (ratleikur) og þrautakeppni, og hins vegar keppni í kerruakstri. Í þolreiðinni þarf keppandinn að nota áttavita og kort til að rata rétta leið jafnframt því að leysa ýmsar þrautir á leiðinni. Þrautakeppninni svipar nokkuð til Smalakeppninnar sem við þekkjum úr Meistaradeild VÍS, en er þó fjölbreyttari.
Keppt er í tveimur flokkum í þolreiðinni og þrautakeppninni, fullorðinsflokki og ungmennaflokki. Íslensku ungmennin kepptu upp fyrir sig, eins og sagt er, kepptu í flokki fullorðinna. Þessir fræknu knapar eru Margrét Freyja Sigurðardóttir, Helga Una Björnsdóttir, Steinn Haukur Hauksson og Guðbjartur Þór Stefánsson.
Áttaviti og innsiglaðir farsímar. Krakkarnir þurftu að tileinka sér ýmsa nýja hluti sem nauðsynlegir eru í ratleiknum. Til dæmis að læra á áttavita og reikna út hve hesturinn fer marga metra í ákveðnum fjölda skrefa á gangtegundunum; feti, brokki og stökki. Öll voru þau sammála um að Trec keppnin hafi verið skemmtilega reynsla sem þau hefðu ekki viljað missa af. Þau töldu þó hæpið að ratleikurinn, eða þolreiðin, næði vinsældum ef keppnin yrði tekin upp á Íslandi.
Í fyrsta lagi vanti skóginn til að rata í, og í öðru lagi sé erfitt að koma því þannig fyrir að áhorfendur geti fylgst með ef um slíkt væri að ræða. Í ratleiknum mega áhorfendur ekki fara inn á svæðið þar sem keppnin fer fram. Farsímar eru innsiglaðir. Keppendur eru einir síns liðs og þurfa að treysta á hyggjuvitið og kompásinn. Enginn má horfa á nema dómarar og starfsmenn.

Þrautakeppnin skemmtileg

"Þrautakeppnin var mjög skemmtileg, ég hefði alveg getað hugsað mér að fara annan hring þegar ég var búin með allar þrautirnar," sagði Helga Una þegar hún var spurð um hvað henni hefði þótt skemmtilegast. Hin tóku í sama streng. Og ekki fór á milli mála að þau skemmtu sér konunglega þær tvær vikur sem þau dvöldu í Frakklandi: Góður liðsandi, góður matur, vingjarnlegt fólk og fallegt umhverfi.


 

 

  • 1
Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 224
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 234251
Samtals gestir: 31173
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 23:00:51

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere