Færslur: 2021 Maí

29.05.2021 17:04

Úrtaka og gæðingamót

Hestamannafélögin Þytur og Neisti halda saman úrtöku fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Þytur mun einnig hafa mótið sem sitt gæðingamót en Neisti einungis sem úrtökumót (12. júní).
Mótið verður haldið á Kirkjuhvammsvelli á Hvammstanga, dagana 12. og 13. júní nk.

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka fyrir úrtökumótið (fyrir félagsmenn Neista):

A-flokk gæðinga 
B-flokk gæðinga 
Ungmenni (18-21 árs á keppnisárinu)
Unglingar (14-17 ára á keppnisárinu) 
Börn (10-13 ára á keppnisárinu)
100m Skeið

ATH. fleiri flokkar eru í boði fyrir Þyts félaga því þetta er einnig gæðingamótið þeirra.
Neisti mun auglýsa síðar hvenær Félagsmótið verður.

Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 9. júní inn á skráningakerfi Sportfengs http://skraning.sportfengur.com/

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka ef ekki næst næg þátttaka.
Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 4.000 kr. og fyrir börn og unglinga 3.000 kr. Í skeiði er skráningargjaldið 3.000 kr á hest.

Þeir sem eru með farandbikara mega koma þeim til Guðjóns (í reiðhöllinni) áður en mótið hefst.

Skráningargjald skal greiða um leið og skráð er og senda kvittun fyrir greiðslu skráningargjalds á netfangið [email protected] og líka á [email protected] Kt: 550180-0499 Rnr: 0159 - 15 - 200343

Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt.
Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar og er það forkeppnin sem gildir með hverjir komast inn á mót. Ekki verða riðinn úrslit hjá Neista félögum.

07.05.2021 19:56

Úrtökumót fyrir Fjórðungsmót Vesturlands

Hestamannafélögin Neisti og Þytur standa fyrir Úrtökumóti fyrir Fjórðungsmót Vesturlands sem haldið verður í sumar í Borgarnesi. Stefnt er á að Úrtöku- og Félagamótið fari fram 12-13 júní, á vallarsvæði Þyts með þeim fyrirvara að nýji völlurinn þeirra verði í lagi (annars verður það haldið í Neista). Boðið verður uppá A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga, ungmennaflokk, unglingaflokk, barnaflokk og pollaflokk. Við viljum minna á að þátttaka á mótinu er bundin aðild að hestamannafélögunum Neista og Þyt í barna-, unglinga- og ungmennaflokki og hross þurfa einnig að vera í eigu félagsmanna. En í A- og B-flokki þarf eigandi hestsins (keppandans) að vera í Neista eða Þyt. Fyrir hönd Neista komast 5 inn í hverjum flokki og eru tveir vara hestar. Það verða riðinn úrslit á Úrtöku- og Félagsmótinu en forkeppnin gildir þó inn á Fjórðungsmótið.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
 
Með góðum kveðjum mótanefnd Neista

01.05.2021 20:31

Úrslit úr þrígangsmóti

Hér koma úrslit úr skemmtilegu og velheppnuðu þrígangsmóti.
Þökkum öllum sem tóku þátt, keppendum og starfsfólki.

 

Pollarnir með verðlaunin sín:
Victor Líndal og Fjörnir
Halldóra Líndal og Henrý
Katrín Heiða og Prins
Margrét Viðja og Hetta
Viktoría Máney og Hnoss
Hilmir og Feykir

 


Börn

 

1. Harpa Katrín og Maístjarna, ae. 8,0
2. Harpa Katrín og Jarpblesi,  ae. 7,9
3. Kristín Erla og Obama, ae. 7,6

 

Unghrossa flokkur

 

1. Guðmundur og Ólga, ae. 6,7
2. Guðjón og Svaðilfari , ae. 6,6 

Unglingar

 

1. Inga Rós og Andvari, ae. 7,7
2. Sunna Margrét og Gáski, ae. 7,1


Ungmenni

 

1. Ásdís Freyja og Pipar, ae. 8,60
2. Sólrún Tinna og Eldborg, ae.  8,40
3. Hjördís og Glaður, ae. 8,10
4. Lilja María og Kristall, ae. 8,06

 

1. flokkur

 

1. Hafrún Ýr og Gjöf, ae. 8,30
3. Karen Ósk og Stika, ae. 8,17

2. Þorgeir og Birta, ae. 8,13
4. Guðmundur og Spenna, ae. 8,03
5
. Magnús og Elddór, ae 7,57

 

Opinn flokkur

 

1. Jakob Víðir og Stefnir, ae. 8,50
2. Guðjón og Smiður, ae. 8,48
3. Þorgerður og Nína, ae. 8,43
4. Bergrún og Galdur, ae. 8,30
5. Guðjón og Tenór  - Guðmundur knapi í úrslitum, ae. 8,10

 

  • 1
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111675
Samtals gestir: 8461
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 14:18:20

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere