Færslur: 2012 Apríl

27.04.2012 08:43

Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Neista


Þriðjudaginn 1. maí kl. 17:00
verður sýning á vegum Æskulýðsnefndar Neista
í reiðhöllinni Arnargerði.
Fram koma um 30 krakkar á öllum aldri
sem hafa verið dugleg á námskeiðum í vetur.


Hvetjum alla til að koma og sjá þessa fræbæru krakka.

Aðgangseyrir 500 kr. (ekki tekið við kortum) fyrir 12 ára og eldri.
Innifalið í aðgangseyri er kaffi og með því.


Hlökkum til að sjá ykkur.

kveðja,
Æskulýðsnefnd Neista

20.04.2012 14:24

Upptaka á söluhrossum


Fyrirhugað er að stofna heimasíðu fyrir söluhross á Norðurlandi vestra. Hrossaræktarsamtökin á Norðurlandi vestra hafa samið við Elku Guðmundsdóttur um að sjá um og reka síðuna
www.icehorse.is

Elka verður stödd í Húnavatnssýslun sunnudaginn 22.apríl nk. til að taka upp söluhross á myndbönd og taka ljósmyndir.

Félagar í hrossaræktarsamtökunum geta mætt til myndatöku á eftirtöldum stöðum og tíma:

Blönduósi   kl. 10:00-14:00

Hvammstanga kl 15:00-19:00

Nánari upplýsingar gefa formenn samtakana Jóhann Albertsson s 869-7992 og Magnús Jósefsson s.897-3486.


15.04.2012 19:48

Úrslit lokamótsins í Húnvetnsku liðakeppninni

 

Fanney og Grettir frá Grafarkoti

Þá er Húnvetnsku liðakeppninni lokið árið 2012. Lið 3 vann keppnina með miklum yfirburðum og fékk 257 stig. Í öðru sæti varð lið 2 með 184,5 stig í þriðja sæti varð lið 1 með 140,5 stig og í fjórða sæti lið 4 með 122 stig. Koma vonandi myndir frá deginum inn á þytssíðuna í kvöld.

Úrslit dagsins urðu:

1. flokkur
A-úrslit
1 Fanney Dögg Indriðadóttir / Grettir frá Grafarkoti 7,39

2 Ísólfur Líndal Þórisson / Freyðir frá Leysingjastöðum II 7,28

3 Elvar Einarsson / Lárus frá Syðra-Skörðugili 6,89

4 James Bóas Faulkner / Vígtýr frá Lækjamóti 6,39

5 Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 5,89

B-úrslit

5 Pálmi Geir Ríkharðsson / Heimir frá Sigmundarstöðum 6,00

6-7 Herdís Einarsdóttir / Brúney frá Grafarkoti 5,83

6-7 Hlynur Þór Hjaltason / Ræll frá Hamraendum 5,83

8 Guðmundur Þór Elíasson / Fáni frá Lækjardal 5,72

9 Elvar Logi Friðriksson / Líf frá Sauðá 5,50


2. flokkur
A-úrslit
1 Vigdís Gunnarsdóttir / Návist frá Lækjamóti 6,17

2-3 Harpa Rún Ásmundsdóttir / Spói frá Skíðbakka I 6,11

2-3 Jóhanna Friðriksdóttir / Rauðka frá Tóftum 6,11

4 Greta Brimrún Karlsdóttir / Hula frá Efri-Fitjum 6,00

5 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 5,78

6 Agnar Logi Eiríksson / Njörður frá Blönduósi 5,50

B-úrslit

5-6 Jónína Lilja Pálmadóttir / Svipur frá Syðri-Völlum 5,67

5-6 Harpa Rún Ásmundsdóttir / Spói frá Skíðbakka I 5,67

7 Þorgeir Jóhannesson / Bassi frá Áslandi 5,39

8 Halldór Pálsson / Fleygur frá frá Súluvöllum 5,28

9 Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir / Heikir frá Galtanesi 5,00

3. flokkur
A-úrslit
1 Jóhannes Geir Gunnarsson / Þróttur frá Húsavík 5,50 (eftir sætaröðun)

2 Rúnar Örn Guðmundsson / Kasper frá Blönduósi 5,50 (eftir sætaröðun)

3-4 Höskuldur B Erlingsson / Börkur frá Akurgerði 5,28

3-4 Kjartan Sveinsson / Tangó frá frá Síðu 5,28

5 Gunnlaugur Agnar Sigurðsson / Ganti frá Dalbæ 5,22

B-úrslit

5 Höskuldur B Erlingsson / Börkur frá Akurgerði 5,28

6 Sigurbjörg Þ Marteinsdóttir / Konráð frá Syðri-Völlum 5,00

7 Sigríður Alda Björnsdóttir / Skuggi frá Sauðadalsá 4,83

8 Jón Benedikts Sigurðsson / Dama frá Böðvarshólum 4,56

9-10 Elísabet Eir Steinbjörnsdóttir / Ljómi frá Miðengi 4,44

9-10 Pétur H. Guðbjörnsson / Klerkur frá Keflavík 4,44

11 Hedvig Ahlsten / Leiknir frá frá Sauðá 4,39


Unglingaflokkur
A-úrslit
1 Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 6,00

2 Ásdís Ósk Elvarsdóttir / Ópera frá Brautarholti 5,89

3 Birna Olivia Ödqvist / Jafet frá Lækjamóti 5,61

4 Eva Dögg Pálsdóttir / Sjón frá Grafarkoti 5,28

5 Karítas Aradóttir / Gyðja frá Miklagarði 4,89

B-úrslit
5 Helga Rún Jóhannsdóttir / Oddviti frá Bessastöðum 5,56

6 Viktoría Eik Elvarsdóttir / Máni frá Fremri-Hvestu 4,94

7 Fríða Björg Jónsdóttir / Blær frá Hvoli 4,89

8-9 Telma Rún Magnúsdóttir / Efling frá Hvoli 4,72

8-9 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir / Demantur frá Blönduósi 4,72


Einstaklingskeppnin:

1. flokkur
1. Ísólfur L Þórisson 40 stig
2. Fanney Dögg Indriðadóttir 36 stig
3. Elvar Logi Friðriksson 29 stig

2. flokkur
1. Vigdís Gunnarsdóttir 25 stig
2. Kolbrún Stella Indriðadóttir 21 stig
3. Gréta B Karlsdóttir 19 stig

3. flokkur
1. Rúnar Örn Guðmundsson 17 stig
2. Höskuldur Erlingsson 8,5 stig
3.Jóhannes Geir Gunnarsson 8 stig

Unglingaflokkur
1. Ásdís Ósk Elvarsdóttir 16 stig
2. Birna Olivia Ödqvist 11 stig
3. Helga Rún Jóhannsdóttir 9 stig


Mótanefnd þakkar öllu því frábæra fólki sem hefur komið að keppninni í vetur, bæði hópur af frábæru starfsfólki og rosalegur fjöldi af keppendum.

Landsbankinn er aðalstyrktaraðili Húnvetnsku liðakeppninnar

13.04.2012 09:01

Ráslistar fyrir töltið í Húnvetnsku


Hér má sjá ráslistana fyrir Húnvetnsku liðakeppnina á laugardaginn. Mótið hefst kl. 13.30. 
 


06.04.2012 11:28

Húnvetnska liðakeppnin - lokamótið 2012

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1., 2. og 3. flokki og unglingaflokki í tölti T3 (fegurðartölt í staðinn fyrir yfirferðartölt). Mótið verður laugardaginn 14. apríl og hefst kl. 13.30 og verður að vera búið að skrá á...

Lokamót Húnvetnsku liðakeppninnar er tölt, keppt verður í 1., 2. og 3. flokki og unglingaflokki í tölti T3 (fegurðartölt í staðinn fyrir yfirferðartölt). Mótið verður laugardaginn 14. apríl og hefst kl. 13.30 og verður að vera búið að skrá á miðnætti miðvikudagsins 11. apríl. Skráning er hjá Kollu á mail: [email protected].

Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af þul. Prógrammið er, hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt. Ekki verður snúið við. Við skráningu þarf að koma fram kt. knapa, IS númer hests, fyrir hvaða lið knapi keppir og upp á hvora höndina skal riðið.

Í mótaröðinni mega knapar ekki keppa á sama hesti í sömu grein, td má unglingur ekki keppa í tölti á einu móti og fullorðinn á öðru móti í mótaröðinni, sama á við um tölt T7 osfrv.

Skráningargjaldið er 2.000 fyrir fullorðna og 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri og verður að greiða inn á reikning 0159-15-200343 kt. 550180-0499 áður en mót hefst.

Aðgangseyrir er 1.000 en frítt fyrir 12 ára og yngri.

Mótanefnd


04.04.2012 10:46

Töltmót Neista

Í gærkvöldi fór fram lokamót vetrarins hjá Hestmannafélaginu Neista.  Keppt var í tölti og gilti mótið einnig til heildarstigasöfnunar fyrir mót vetrarins.  Góð þátttaka var og hestakostur mjög góður. Frábært að sjá hversu mikill áhugi er fyrir þessu hjá öllum aldursflokkum.

Úrslit í Barnaflokki:

1.Sigurður Bjarni Aadnegard og Prinsessa frá Blönduósi
2.Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör frá Hvammi
3.Sólrún Tinna Grímsdóttir og Gjá frá Hæli
4.Ásdís Freyja Grímsdóttir og Djákni frá Bakka
5.Magnea Rut Gunnarsdóttir og Sigyn frá Litladal

Öll börnin sem að tóku þátt í mótum vetrarins voru leyst út með páskaeggjum enda með endemum dugleg að mæta í allar uppákomur á vegum Hestamannafélagsins Neista.

Úrslit í unglingaflokki:1.Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátíð frá Blönduósi
2.Hákon Ari Grímsson og Gleði frá Sveinsstöðum
3.Haukur Marian Suska og Feykir frá Stekkjardal
4.Friðrún F.Guðmundsdóttir og Demantur frá Blönduósi
5.Hanna Ægisdóttir og Móði frá Stekkjardal

Stigahæstu knapar vetrarins í unglingaflokki:

1.Hákon Ari Grímsson
2.Haukur Marian Suska
3.Friðrún F.Guðmundsdóttir


Úrslit í áhugamannaflokki:1.Hjörtur Karl Einarsson og Syrpa frá Hnjúkahlíð
2.Agnar Logi Eiríksson og Njörður frá Blönduósi
3.Þórólfur Óli Aadnegard og Þokki frá Blönduósi
4.Höskuldur Birkir Erlingsson og Börkur frá Akurgerði
5.Hörður Ríkharðsson og Sveindís frá Blönduósi

Stigahæstu knapar vetrarins í áhugamannaflokki:

1.Þórólfur Óli Aadnegard
2.Höskuldur Birkir Erlingsson
3-4. Selma Svavarsdóttir og Magnús Ólafsson

Úrslit í opnum flokki:1.Ægir Sigurgeirsson og Gítar frá Stekkjardal
2.Ólafur Magnússon og Ódeseifur frá Möðrufelli
3.Víðir Kristjánsson og Börkur frá Brekkukoti
4.Jón Kristófer Sigmarsson og Piltur frá Hæli
5.Karen Guðmundsdóttir og Kjarkur frá Flögu

Stigahæstu knapar vetrarins í opnum flokki:

1.Ægir Sigurgeirsson
2.Víðir Kristjánsson
3.Ólafur Magnússon

01.04.2012 11:30

Töltmót í Reiðhöllinni Arnargerði


Opið töltmót verður haldið þriðjudagskvöldið 3. apríl kl.20.00 í Reiðhöllinni Arnargerði.

Keppt verður í flokki barna, unglinga, áhugamanna og í opnum flokki. Skráningargjald er kr.1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. 

Skráning sendist á netfang [email protected] fyrir miðnætti sunnudagskvöld 1. apríl.
Fram þarf að koma knapi og hestur og upp á hvaða hönd skal riðið sem og í hvaða flokki er keppt. 

Skráningargjöld skal greiða inná reikning Neista 0307-26-055624  kt. 480269-7139 fyrir mót.

Mótið er síðasta mótið til stigasöfnunar Neistafélaga en þar er spennan í hámarki. Spurning hverjir vinna emoticon en stigin standa svona:


Opinn flokkur          stig
Víðir Kristjánsson       25
Ægir Sigurgeirsson     24
Ólafur Magnússon      23
Pétur Sæmundsson    17
Eline Manon Schrijver 11
    
Áhugamannaflokkur    stig
Selma Svavarsdóttir       20
Magnús Ólafsson           20
Þórólfur Óli Aadnegaard   20
Höskuldur Erlingsson       18
Rúnar Örn Guðmundsson  11
    
Unglingaflokkur             stig  
Hákon Grímsson                23
Friðrún Fanný                  19
Haukur Suska                  19
Hanna Ægisdóttir              17
Sigurgeir Njáll Bergþórsson  10
01.04.2012 11:09

Vel heppnuð sýning


USAH afmælissýningin tókst vel og þökkum við öllum sem komu, knöpum, foreldrum, áhorfendum og öðrum kærlega fyrir. Þessi sýning átti að vera stutt svo það voru 3 atriði, jafnvægisæfingar hjá yngsta hópnum, þrautabraut hjá eldri krökkunum og mynsturreið hjá þeim elstu. Bara gaman hjáöllum.

Þessar ungu dömur tóku sig vel út og eiga örugglega eftir að láta að sér kveða í hestamennskunni í framtíðinni.
  
Salka Kristín Ólafsdóttir             Sunna Margrét Ólafsdóttir

 
Inga Rós Suska Hauksdóttir                   Dögun Einarsdóttir
og allir krakkarnir komu inn í lokin og kvöddu áhorfendur emoticon

  • 1
Flettingar í dag: 358
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 224
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 234251
Samtals gestir: 31173
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 23:00:51

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere