Færslur: 2009 Október

27.10.2009 22:02

Uppskeruhátíðin


Uppskeruhátíð
búgreinafélaganna í A.-Hún. og
Hestamannafélagsins Neista
verður haldin laugardagskvöldið
21. nóvember 2009.


Nánar auglýst síðar.

Undirbúningsnefndin.

26.10.2009 22:03

Skemmtihelgi Ungmennaráðs UMFÍ


Skemmtihelgi

  Ungmennaráð UMFÍ skipuleggur skemmtihelgi fyrir ungmenni á aldrinum 16-20 ára.   
Helgina 13.-15. nóvember færð þú tækifæri til þess að prófa eitthvað nýtt!
Þar getur þú fengið að upplifa nýja og spennandi hluti -
að sjálfsögðu án allra vímuefna.
Skemmtihelgin verður að þessu sinni haldin í húsnæði
Framhaldsskólans á Laugum í Reykjadal.
Ungmennaráð UMFÍ hefur staðið fyrir svipuðum helgum áður og
hefur aðsókn verið góð. Í þetta skiptið komast aðeins 25 manns að.
Fyrstir koma fyrstir fá!
Það eina sem þú þarft að gera er að senda upplýsingar um nafn, skóla
og símanúmer á netfangið [email protected] í síðasta lagi
sunnudaginn 8. nóvember.
Allur pakkinn er þér að kostnaðarlausu -
það eina sem þú þarft að gera er að koma þér á staðinn!

Ungmennaráð UMFÍ24.10.2009 12:32

Félagsmenn með aðgang að WorldFeng


Búið er að opna aðgang að WorldFeng
sem er ókeypis fyrir skuldlausa félagsmenn.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið upplýsingar
um opnun aðgangs þurfa að senda netfang sitt
til Neista til að hægt sé að opna aðgang.


24.10.2009 12:30

Íþrótta- og gæðingadómar komnir inn í WorldFeng

Frá og með gærdeginum gátu áskrifendur WF skoðað alla íþrótta- og gæðingadóma á Íslandi á síðustu árum. Upplýsingarnar koma úr SPORTFENGUR.COM sem er tölvukerfi sem þróað hefur verið í samvinnu við LH.

Á næstunni verður bætt við erlendum íþrótta- og gæðingadómum í samvinnu við FEIF sem koma frá Icetest forritinu en búast má við að það verði tímafrekara verk en gögnin úr SPORTFENG sem eru að fullu samræmd við gögn í WF.

Þá hófst útsending á skýrsluhaldinu í hrossarækt til þeirra um 4.000 skýrsluhaldara. Vakin er athygli á að allir geta nú skilað inn rafrænu skýrsluhaldi í gegnum heimarétt WorldFengs og þar geta þeir í leiðinni afþakkað að fá sent skýrsluhaldið í pósti.


www.hestafrettir.is  
 

24.10.2009 12:21

Helga Una tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins 2009

 
Helga Una og Karítas frá Kommu


Nú liggja fyrir tilnefningar til knapaverðlauna sem veitt verða á Uppskeruhátíð hestamanna 7.nóv. í Reykjavík. Einnig verða veitt heiðursverðlaun Landssamband hestamannafélaga.

Tilnefndir eru:

 

Efnilegasti knapi ársins 2009
- Agnes Hekla Árnadóttir
- Camilla Petra Sigurðardóttir
- Hekla Katharina Kristinsdóttir
- Helga Una Björnsdóttir
- Linda Rún Pétursdóttir


Gæðingaknapi ársins 2009
- Bjarni Jónasson
- Erlingur Ingvarsson
- Guðmundur Björgvinsson
- Jakob Sigurðsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Súsanna Ólafsdóttir


Íþróttaknapi ársins 2009
- Halldór Guðjónsson
- Jóhann R. Skúlason
- Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
- Sigurður Sigurðarson
- Snorri Dal
- Viðar Ingólfsson


Kynbótaknapi ársins
- Daníel Jónsson
- Erlingur Erlingsson
- Jakob Svavar Sigurðsson
- Jóhann R. Skúlason
- Mette Mannseth
- Sigurður Sigurðarson


Skeiðknapi ársins 2009
- Árni Björn Pálsson
- Bergþór Eggertsson
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson
- Teitur Árnason
- Valdimar Bergstað


Knapi ársins 2009
- Bergþór Eggertsson
- Erlingur Erlingsson
- Jóhann R. Skúlason
- Rúna Einarsdóttir-Zingsheim
- Sigurbjörn Bárðarson
- Sigurður Sigurðarson


www.þytur.is   


23.10.2009 11:45

Úthlutun verkefnastyrkja Menningarráðs Norðurlands vestra

Blómlegt menningarlíf framundan

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Neista sótti um verkefnastyrk til Menningarráðs Norðurlands vestra og fékk úthlutað 100.000 kr. Afhending verkefnastyrkja fór fram í Kántrýbæ á Skagaströnd 21. október sl. og mætti formaður félagsins, Sigurlaug Markúsdóttir, þangað til að taka á móti styrknum. 
Alls bárust 65 umsóknir þar sem óskað var eftir tæpum 47 milljónum króna. Á fundi sínum, 7. október sl., ákvað menningarráðið að úthluta verkefnastyrkjum til 52 aðila alls að upphæð 18.300.000 kr.


Hestamannafélagið Neisti þakkar kærlega fyrir þessa styrkveitingu, hún mun koma að góðum notum í vetur.23.10.2009 09:01

Nýr vefur Félags hrossabænda

Nýr vefur Félags hrossabænda hefur nú verið tekinn í gagnið á slóðinni www.fhb.is . Þar er að finna upplýsingar um félagið og starfsemi þess, auk ýmis konar fróðleiks er varðar íslenska hestinn, bæði á íslensku og ensku. Allar fundargerðir félagsins eru birtar á vefnum, auk þess sem þar er að finna fróðleik um fagráð, útflutning, lög- og reglugerðir og fleira. Enn á eftir að bæta meiru við myndasöfn, tengla og fræðslu og eru hestamenn hvattir til að senda félaginu ábendingar um efni sem gæti átt heima á síðunni. Efst á síðunni er að finna upplýsingar um deildir FHB og með því að smella þar á má fara beint inn á stjórnartöl viðkomandi deilda og tengla á síður þeirra ef þær eru til staðar.  Vefinn smíðaði Vefsmiðjan Orion, en um hönnun hans sá Hulda G. Geirsdóttir, sem jafnframt er vefstjóri.

www.hestafrettir.is

15.10.2009 13:48

Ræktunarmaður/menn ársins 2009

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú/ræktendur sem tilnefndir eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands ræktunarmaður/menn ársins. Valið stóð á milli 54 búa sem náð höfðu athygliverðum árangri á árinu.

Ákveðið var að tilnefna 17 bú/ræktendur sem hljóta munu viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2009 sem haldin verður á Hótel Sögu þann 7. nóvember næstkomandi. Það bú/ræktendur sem valið verður til sigurlaunanna verður að venju verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna að kvöldi sama dags.

Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
1. Auðsholtshjáleiga
2. Austurkot
3. Árbær
4. Blesastaðir IA
5. Efri-Rauðilækur
6. Fet
7. Flugumýri II
8. Hemla 2
9. Ketilsstaðir/Selfoss
10. Kjarr
11. Komma
12. Kvistir
13. Steinnes
14. Stóri-Ás
15. Strandarhjáleiga
16. Torfunes
17. Þjóðólfshagi 1www.hestafrettir.is

10.10.2009 11:14

Hrossablót Söguseturs íslenska hestsinsSögusetur íslenska hestsins stendur fyrir hrossablóti í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Veitingastaðinn Friðrik V. á Akureyri, laugardagskvöldið 17. október á Hótel Varmahlíð. Blótið hefst með drykk  kl. 19.30.

Hrossablótið er sannkallað matar- og skemmtikvöld. Hinn landsþekkti og margverðlaunaði veitingamaður Friðrik V. ásamt snillingnum Þórhildi Maríu Jónsdóttur matreiðslumeistara á Hótel Varmahlíð töfra fram glæsilega veislu, þar sem hrossið verður í aðalhlutverki.

Skemmtun  verður í anda skagfirskrar menningar. Sigurður Hansen flytur eigin ljóð. Félagarnir Siggi Björns á Ökrum og Jói í Stapa kveða rímur og Miðhúsabræður þenja nikkurnar. Blótsstjóri er Bjarni Maronsson.

Borðapantanir fara fram á [email protected] eða í síma 453 8170. Verði er stillt í hóf, aðeins kr. 6.200. Hótel Varmahlíð býður uppá sérstakt gistitilboð fyrir veislugesti, tveggja manna herbergi með morgunverði aðeins kr. 8.000

Hér er einstakt tækifæri fyrir fólk að eiga notalega kvöldstund, njóta glæsilegs kvöldverðar og upplifa sannkallaða skagfirska skemmtun.


www.lhhestar.is


08.10.2009 18:26

Úrskurður aganefndar LH

Þórður Þorgeirsson í eins árs bannFrá því var skýrt í fréttum í ágúst s.l. að Þórði Þorgeirssyni hefði verið vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna agabrota. Í áframhaldi af því var málinu vísað til  aganefndar LH. til nánari umfjöllunar. Með úrskurði sínum dags. 29. september 2009 ákvað aganefndin að Þórður Þorgeirsson skuli sæta 12 mánaða keppnisbanni frá 3. ágúst 2009 að telja.

Í rökstuðningi sínum segir nefndin að með hliðsjón af alvarleika agabrota ÞÞ telji hún að hæfileg refsing vegna slíkra brota sé tuttugu og fjögurra mánaða keppnisbann.
Síðan er vikið að því að Þórður hafi sent frá sér afsökunarbeiðni þann 14. ágúst 2009 þar sem hann m.a. biður trúnaðarmenn landsliðsins, hestamenn og aðra velunnara hestamennskunnar afsökunar á agabrotum sínum.

Með vísan til alls þessa ákveðst refsing Þórðar Þorgeirssonar vegna agabrota hans á Heimsmeistaramótinu í Sviss 2009 keppnisbann í 12 mánuði.

Hestafréttir hafði samband við Ragnar Tómasson lögmann Þórðar. Sagði Ragnar að frá hans hálfu væri sjálfgert að vísa málinu til úrskurðar dómstóls ÍSÍ. Öll meðferð og úrvinnsla málsins hefði verið þannig að ástæða væri til að efast um að dómur aganefndar yrði staðfestur hjá ÍSÍ.

07.10.2009 15:57

Kraftur fær góða tíma

Kraftur fær góða dóma

Úr myndinni Kraftur

Úr myndinni Kraftur

Bíósýningar á skagfirsku myndinni Kraftur - Síðasti spretturinn hafa mælst vel fyrir og fékk myndin m.a. fjórar stjörnur af fimm í kvikmyndagagnrýni Rásar2 í dag. Síðustu sýningardagar eru á miðvikudag og fimmtudag.

Titillag myndarinnar "Einu sinni enn" er farið í spilun á útvarpsstöðvar. Lagið er eftir Árna Gunnarsson og Söndru Dögg Þorsteinsdóttur, sem jafnframt flytur lagið.
  • 1
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 327
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 85704
Samtals gestir: 5568
Tölur uppfærðar: 27.9.2022 20:17:30

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere