Færslur: 2010 Mars

29.03.2010 22:22

Æskulýðssýning


Æskulýðssýning Neista verður 10. apríl nk.
í Reiðhöllinni Arnargerði

og munu u.þ.b. 40 börn taka þátt í henni.

Atriðin sem þar verða fara á
Æskan og hesturinn á Sauðárkrók 1. maí
en nánar verður þetta auglýst síðar.
Auk þessara venjubundnu námskeiða sem eru í höllinni, þ.e. þriðjudagskvöld frá 17.30 - 20.30, miðvikudagskvöld 17.00 - 20.00 og fimmtudagskvöld  17.30 - 20.30 verða æfingar hjá Söndru og krökkunum hennar miðvikudagskvöld 31. mars kl. 20.00 og eitthvað frameftir og þau verða líka mánudag 5. apríl frá kl. 15.00 - 17.00.

Æskulýðsnefnd Neista

26.03.2010 20:19

Ræktun Norðurlands 2010

Ræktun Norðurlands 2010, Reiðhöllinni Svaðastöðum,Laugardaginn 27. mars kl: 20:00

 

1 Tveir gráir
2 Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum
3 Afkvæmi Kommu frá Flugumýri
4 Klárhryssur
5 Ræktunarhópur Stefáns Reynissonar o.fjöl.
6 Alhliða stóðhestar
7 Afkvæmi Lukku frá Barði
8 Alhliðahryssur
9 Steinnes
10 Afkvæmi Báru frá Flugumýri
11 Glampadætur
12 Íbishóll
Hlé
13 Klárhryssur
14 Afkvæmi Sifjar frá Flugumýri
15 Grafarkot
16 Klárhestar stóðhestar
17 Tríó
18 Afkvæmi Kolskarar frá Gunnarsholti
19 Möttull og Þristur
20 Tvær af Vatnsnesinu
21 Alhliðahryssur
22 Vatnsleysa
23 Afkvæmi Hendingar frá Flugumýri
24 Garður

Útlit er fyrir hörku sýningu sem áhugasamir hrossaræktendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.  Nánari upplýsingar um uppröðun hrossa í sýningunni verður birt á horse.is og svadastadir.is.

Þar sem fáir höfðu hug á þátttöku í sölusýningu verður hún felld niður.

Sjáumst í höllinni á laugardagskvöld!!

24.03.2010 22:17

Verðlaunaafhendingar á Landsmóti

Unga fólkið hvatt til þátttöku í verðlaunaafhendingu á Landsmóti í sumar!


Elín Hulda, Harpa og Karen Ósk á Fjórðungsmóti 2009

Landsmót hestamanna sem haldið verður í Skagafirði dagana 27.  júní - 4. júlí hefur óskað eftir samstarfi við æskulýðsnefndir hestamannafélaga landsins í þeim tilgangi að virkja ungmenni og unglinga við verðlaunaafhendingu á mótinu.

Mælst er til að unga fólkið skarti félagsbúningi sínum við afhendinguna og geta áhugasamir haft samband við æskulýðsnefndir hestamannafélaganna en einnig er hægt að senda póst á  [email protected]

Í póstinum þarf að koma fram nafn og aldur ásamt upplýsingum um hvaða hestamannafélagi viðkomandi tilheyrir.

23.03.2010 23:19

Ræktun 2010 á Sauðárkróki

Styttist nú óðfluga í sýninguna Ræktun Norðurlands 2010. Útlit er fyrir að nokkrir magnaðir hópar frá hrossaræktunarbúum verði meðal sýningaratriða. Þar má nefna Garð í Hegranesi, en þaðan hefur hver gæðingurinn af öðrum komið nú á síðustu árum, þá verður hópur frá hinum þekktu ræktunarbúum Vatnsleysu í Skagafirði og Lækjarmóti í Vestur-Hún.

Síðan er von á frumlegri sýningu úr heimsmeistara ræktuninni á Íbishóli. Síðast en ekki síst skal nefna tvö bú sem bæði hömpuðu titlinum "Ræktunarbú ársins 2009" hvort á sínu svæði en það eru Steinnes í A-Hún. og Grafarkot í V-Hún. Sýningin fer fram n.k. laugardagskvöld (27. mars) í reiðhöllinni Svaðastöðum kl: 20:00.

23.03.2010 10:27

Myndir úr Grunnskólamóti


Sonja Suska tók myndir úr Grunnskólamótunum og sendi okkur slóðina á þær,
takk fyrir það
  emoticon  

frá Hvammstanga
frá Blönduósi

21.03.2010 20:25

Úrslit grunnskólamótsins

Frábærlega vel heppnað mót var í dag í Smala Grunnskólamótsins. Þökkum við öllum sem að þessu móti kom á einn eða annan hátt kærlega fyrir.

Úrslit urðu þessi:

Smali 4 - 7 bekkur
nr. Nafn Skóli Hestur
1 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Varmahlíðarskóli Glódís frá Hafsteinsstöðum
2 Jóhanna Skagfjörð Jónsdóttir Gr. Blönduósi Stígandi 
3 Arndís Sif Arnarsdóttir Gr Húnaþings vestra Álfur frá Grafarkoti
4 Fríða Ísabel Friðriksdóttir Gr austan vatna Þorri frá Veðramóti
5 Anna Baldvina Vagnsdóttir Varmahlíðarskóli Vanadís frá Búrfelli
Smali 8 - 10 bekkur
nr. Nafn Skóli Hestur
1 Haukur Marian Suska Hauksson Húnavallaskóli Laufi frá Röðli
2 Rósanna Valdimarsdóttir Varmahlíðarskóli Stígur frá Kríthóli
3 Stefán Logi Grímsson Húnavallaskóli Perla frá Reykjum
4 Ragneiður Petra Óladóttir Árskóli Perla frá Beiðabólstað
5 Rakel Ósk Ólafsdóttir Gr Húnaþings vestra Rós frá Grafarkoti
Fegurðarreið 1 - 3 bekkur
nr. Nafn Skóli Hestur
1 Guðný Rúna Vésteinsdóttir Varmahlíðarskóli Blesi frá Litlu Tungu
2 Lilja María Suska Hauksdóttir Húnavallaskóli Ljúfur frá Hvammi II
3 Ásdís Freyja Grímsdóttir Húnavallaskóli Gyðja frá Reykjum
4 Hólmar Björn Birgisson Gr austan vatna Tangó frá Reykjum
5 Lara Margrét Jónsdóttir Húnavallaskóli Varpa frá Hofi
Skeið 8 - 10 bekkur
nr. Nafn Hestur
1 Fríða Marý Halldórsdóttir Gr Húnaþings vestra Stígur Efri-Þverá
2 Kristófer Smári Gunnarsson Gr Húnaþings vestra Kofri frá Efri-Þverá
3 Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir Varmahliðarskóli Kráka 
4 Gunnar Freyr Gestsson Varmahliðarskóli Stella frá sólheimum
5 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árskóli Gneysti frá Yzta-Mó

Stigin standa svo:

Varmahlíð 63
Árskóli 45
Húnaþing vestra 44
Húnavallaskóli 39
Blönduósskóli 16
Gr. austan vatna 14


19.03.2010 10:11

Ráslisti GrunnskólamótsinsSmali 4 - 7 bekkur

nr. Nafn Skóli Hestur
1 Guðmar Freyr Magnússon Árskóli Frami frá Íbishóli
2 Fríða Ísabel Friðriksdóttir Gr austan vatna Þorri frá Veðramóti
3 Sigurður Bjarni Aadnegard Gr. Blönduósi Þokki frá Blönduósi
4 Anna Baldvina Vagnsdóttir Varmahlíðarskóli Vanadís frá Búrfelli
5 Sólrún Tinna Grímsdóttir Húnavallaskóli Perla frá Reykjum
6 Sæþór Már Hinriksson Varmahlíðarskóli Spói frá Fjalli
7 Steinunn Inga Sigurðardóttir Gr Húnaþings vestra Háski
8 Ásdís Brynja Jónsdóttir Húnavallaskóli Ör frá Hvammi
9 Jón Ægir Skagfjörð Jónsson Gr. Blönduósi Perla
10 Vésteinn Karl Vésteinsson Varmahlíðarskóli Syrpa frá Hofsstaðaseli
11 Harpa Hörnn Hilmarsdóttir Gr. Blönduósi Epli frá Blönduósi
12 Arndís Sif Arnarsdóttir Gr Húnaþings vestra Álfur frá Grafarkoti
13 Jóhanna Skagfjörð Jónsdóttir Gr. Blönduósi Stígandi 
14 Leon Paul Suska Hauksson Húnavallaskóli Daníel frá Hvammi 
15 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Varmahlíðarskóli Glódís frá Hafsteinsst.
16 Anna Herdís Sigurbjartsdóttir Gr Húnaþings vestra Diljá
17 Helgi Fannar Gestsson Varmahlíðarskóli Spá frá Blönduósi
18 Halldór Skagfjörð Jónsson Gr. Blönduósi Kapall
19 Ragna Vigdís Vésteinsdóttir Varmahlíðarskóli Pókemon frá Fagranesi
20 Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir Húnavallaskóli Galdur frá Gilá
21 Viktoría Eik Elvarsdóttir Varmahlíðarskóli Hrappur frá Sauðárkróki
22 Hinrik Pétur Helgason Árskóli Kráka

Smali 8 - 10 bekkur

nr. Nafn Skóli Hestur
1 Fanndís Ósk Pálsdóttir Gr Húnaþings vestra Ljómi frá Reykjarhóli
2 Haukur Marian Suska Hauksson Húnavallaskóli Laufi frá Röðli
3 Jón Helgi Sigurgeirsson Varmahlíðarskóli Samson frá Svignaskarði
4 Stefán Logi Grímsson Húnavallaskóli Brúða frá Húnsstöðum
5 Bryndís Rún Baldursdóttir Árskóli Askur frá Dæli
6 Sonja S. Sigurgeirsdóttir Varmahlíðarskóli Spori frá Ytri-Brennihóli
7 Ragneiður Petra Óladóttir Árskóli Perla frá Beiðabólstað
8 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir Húnavallaskóli Fantur frá Bergsstöðum
9 Kolbjörg Katla Hinriksdóttir Varmahlíðarskóli Vængur frá Hólkoti
10 Rakel Ósk Ólafsdóttir Gr Húnaþings vestra Rós frá Grafarkoti
11 Bragi Hólm Birkisson Húnavallaskóli Sproti frá Vallanesi
12 Elínborg Bessadóttir Varmahlíðarskóli Stína frá Bakka
13 Rósanna Valdimarsdóttir Varmahlíðarskóli Stígur frá Kríthóli
14 Haukur Marian Suska Hauksson Húnavallaskóli Neisti frá Bolungarvík
15 Bryndís Rún Baldursdóttir Árskóli Venus frá Vatnsleysu
16 Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir Varmahlíðarskóli Yrpa frá Vallanesi
17 Kristján Ingi Björnsson Húnavallaskóli Fjalar frá Vogsósum
18 Stefán Logi Grímsson Húnavallaskóli Perla frá Reykjum
19 Gunnar Freyr Gestsson Varmahlíðarskóli Elli frá Ysta-Felli
20 Friðrún Fanný Guðmundsdóttir Húnavallaskóli Neisti frá Bergsstöðum
21 Kristófer Smári Gunnarsson Gr Húnaþings vestra Kofri frá Efri-Þverá
22 Sara María Ásgeirsdóttir Varmahlíðarskóli Jarpblesa frá Djúpadal
23 Hákon Ari Grímsson Húnavallaskóli Galdur frá Gilá
24 Fríða Marý Halldórsdóttir Gr Húnaþings vestra Sómi frá Böðvarshólum
25 Elín Magnea Björnsdóttir Árskóli Glanni
26 Helga Rún Jóhannsdóttir Gr Húnaþings vestra Siggi frá Vatni
27 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árskóli Gneysti frá Yzta-Mó

Fegurðarreið 1 - 3 bekkur

nr. Nafn Skóli Hestur
1 Lilja María Suska Hauksdóttir Húnavallaskóli Ljúfur frá Hvammi II
2 Hólmar Björn Birgisson Gr austan vatna Tangó frá Reykjum
3 Guðný Rúna Vésteinsdóttir Varmahlíðarskóli Blesi frá Litlu Tungu
4 Magnús Eyþór Magnússon Árskóli Katla frá Íbishóli
5 Lara Margrét Jónsdóttir Húnavallaskóli Varpa frá Hofi
6 Ásdís Freyja Grímsdóttir Húnavallaskóli Gyðja frá Reykjum
7 Jódís Helga Káradóttir Varmahlíðarskóli Pókemon frá Fagranesi
8 Guðmunda Góa Haraldsdóttir Árskóli Vanadís frá Búrfelli

Skeið 8 - 10 bekkur

nr. Nafn
Hestur
1 Haukur Marian Suska Hauksson Húnavallaskóli Már frá Miðsitju
2 Jón Helgi Sigurgeirsson Varmahliðarskóli Náttar frá Reykjavík
3 Kristófer Smári Gunnarsson Gr Húnaþings vestra Kofri frá Efri-Þverá
4 Elínborg Bessadóttir Varmahliðarskóli Stína frá Bakka
5 Elín Magnea Björnsdóttir Árskóli Glanni
6 Fríða Marý Halldórsdóttir Gr Húnaþings vestra Stígur Efri-Þverá
7 Ingibjörg Lóa Hjaltadóttir Varmahliðarskóli Yrpa frá Vallanesi
8 Stefán Logi Grímsson Húnavallaskóli Hávar frá Hofi
9 Gunnar Freyr Gestsson Varmahliðarskóli Sveipur frá Borgarhóli
10 Ragneiður Petra Óladóttir Árskóli Hrekkur frá Enni
11 Sara María Ásgeirsdóttir Varmahliðarskóli Jarpblesa frá Djúpadal
12 Steindóra Ólöf Haraldsdóttir Árskóli Gneysti frá Yzta-Mó

18.03.2010 10:42

Grunnskólamótið á Blödnuósi

Grunnskólamótið

verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi

sunnudaginn 21. mars kl: 13:00.

 


Skráningar þurfa að hafa borist fyrir

miðnætti fimmtudaginn 18.mars

á  netfangið:    [email protected]
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa.

Nafns hests, aldur, litur, keppnisgrein og upp á hvora hönd er riðið.


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrsta hest og 500 kr fyrir annan hest

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.  

                              

Dagskrá:

Smali 4-7. bekkur.

Smali 8-10. bekkur.
Hlé

Fegurðarreið 1-3. bekkur.
Skeið 8-10.  bekkur.

ATH. Í smala er EKKI leyft að ríða með stangir.

18.03.2010 10:38

KS-deildin úrslit fimmgangurÞriðja mótið var haldið í gærkvöldi í KS-deildinni og var keppt í fimmgangi að þessu sinni. Knaparnir voru mættir með 18 nýja hesta eins og við var að búast og var keppnin hörð og spennandi og ekki hægt að ganga að neinu vísu eins og venjan er í fimmgangi og þá sérstaklega á minni braut.

Eftir forkeppnina var í raun ekki nokkur leið að spá fyrir hver myndi sigra og til gamans má geta að öll níu hrossin sem komust í úrslit eru 1. verðlauna kynbótahross.

Í B-úrslitunum hafnaði Ólafur og Ódysseifur í 9. sæti eftir að skeiðið hafði misheppnast. Jöfn í 7. og 8. sæti lentu Heiðrún með Venusi og Ísólfur með Kraft og verður að viðurkennast að Kraftur olli smá vonbrigðum en þeir komu efstir inn í úrslitin. Magnús Bragi með Vafa og Elvar með Smáralind börðust um sigurinn hafði Magnús forystuna þar til í skeiðinu en þá skaust Elvar tveimur kommum upp fyrir hann og komst þannig inn í A-úrslitin.

Í A-úrslitunum höfnuðu Mette og Háttur í fimmta sæti en skeiðið heppnaðist ekki sem skyldi. Elvar komst upp í fjórða sæti og Erlingur með gæðinginn Blæ sóttu þriðja sætið. Tveir knapar börðust helst um fyrsta sætið en það voru Þórarinn með Þóru og Bjarni með Djásn og var keppnin jöfn en það er skemmst frá því að segja að Bjarni náði strax forystunni og sleppti henni aldrei og fór með sigur af hólmi.

Eftir þrjár keppnir er Bjarni í forystunni, Ísólfur annar, Ólafur þriðji og Mette fjórða en mjótt er á mununum og þegar tvær greinar eru eftir smali og skeið getur allt gerst. 

17.03.2010 12:50

Smalabrautin upp í kvöld


Smalabrautin verður sett upp í kvöld á milli 18.00 og 20.00
fyrir þá sem vilja æfa sig fyrir smalann á sunnudag.

Æskulýðsnefndin

17.03.2010 11:04

Jóar þandir á spegilfögum ísnum


Margir hafa efalaust haldið það óðs manns æði að ríða Svínavatn á ís nú á miðri Góu, þegar búin var að vera langvarandi hláka. En ráðsettir bændur við vatnið töldu þetta í góðu lagi, ísinn væri um eða yfir hálfan meter á þykkt á þessum árstíma þrátt fyrir hlýindin og engin hætta á að hann brysti þótt hópur manna leggði jóa sína um vatnið þvert.

Það var á þriðja tug karla, sem safnaðist saman í Bótinni norðanvert við vatnið. Láskýjað var en logn og indælis veður.  Eftir liðskönnun var haldið út á vatnið undir öruggri leiðsögn Gísla á Mosfelli og Ægis í Stekkjardal. Ísinn var sléttur og reiðfæri eins og það best getur orðið. Hvorki var vatn né snjór á ísnum og gleði í mönnum og hestum.


Trúlega eru fá vötn í byggð með jafn öruggan ís, enda liggur vatnið nokkuð hátt og er mjög djúpt. Langoftast er ísinn líka sléttur, enda veðursæld í Svínadal. Þar hafa verið haldin fjölsótt mót undanfarna vetur, ætíð í góðu veðri að undanskildu mótinu sem haldið var í vetur. 

Meginþorri þátttakenda í þessari karlareið var úr Húnaþingi, en svo voru dæmi um að menn kæmu með hesta langan veg til að taka þátt í þessari upplifun og urðu eigi fyrir vonbrigðum. Vitað var um allmarga, sem ætluðu að koma með, en afleit veðurspá aftraði þeim þar sem spáð var miklu úrfelli hér norðanlands þennan dag. En sú spá rættist ekki og í ferðinni höfðu sumir á orðið að það væri alveg frábært fyrir ferðaþjónustuaðila í héraði að bjóða upp á reglulega reiðtúra um vatnið. Ferðinni lauk við Dalsmynni sunnan við vatnið eftir að riðnir höfðu verið hátt í tugur kílómetra. Þaðan var hestum ekið til Blönduóss og menn söfnuðust saman í Reiðhöllinni Arnargerði þar sem grillað var og gleði fram eftir kvöldi.

Magnús Ólafsson

16.03.2010 21:18

Knapamerkjanámskeiðstími fellur niður !

Knapamerkjanámskeiðstímar falla niður á morgun 17/3. Ekki verða heldur tímar un helgina en látið verður vita tímanlega um næstu tíma.Væntanlega verða þeir þó miðvikudaginn 24/3 hjá þeim sem hefðu átt tíma á morgun !15.03.2010 22:10

Fimmgangur í KS-deildinni


Næstkomandi miðvikudagskvöld verður keppt í fimmgangi í KS-deildinni. Það verður örugglega mikil spenna í Svaðastaðahöllinni og hefst keppni kl: 20:00. Stigakeppnin er mjög jöfn og ljóst er að knapar meiga ekki við miklum mistökum ætli þeir sér að vera áfram í baráttunni um efstu sæti. Mjög gott áhorf hefur verið á þau mót sem búin eru í deildinni og mikil stemming. Spennan er mikil og verður spennandi að fylgjast hverjir raða sér í efstu sæti.

Ráslisti í fimmgang 17. mars 2010.

 1. Þorsteinn Björnsson - Kilja frá Hólum.
 2. Riikka Anniina - Styrnir frá Neðri-Vindheimum.
 3. Þórarinn Eymundsson - Þóra frá Prestbæ.
 4. Þorbjörn H. Matthíasson - Úði frá Húsavík.
 5. Bjarni Jónasson - Djásn frá Hnjúki.
 6. Líney María Hjálmarsdóttir - Þerna frá Miðsitju.
 7. Tryggvi Björnsson -  Óðinn frá Hvítárholti.
 8. Magnús Bragi Magnússon - Vafi frá Ysta-Mó.
 9. Elvar E. Einarsson - Smáralind frá Syðra-Skörðugili.
 10. Mette Mannseth - Háttur frá Þúfum.
 11. Björn F. Jónsson - Dagur frá Vatnsleysu.
 12. Viðar bragason - Sísí frá Björgum.
 13. Ísólfur Líndal Þórisson - Kraftur frá Efri-Þverá.
 14. Erlingur Ingvarsson - Blær frá Torfunesi.
 15. Ragnar Stefánsson - Maur frá Fornhaga II.
 16. Sölvi Sigurðarson - Gustur frá Halldórsstöðum.
 17. Ólafur Magnússon - Ódeseifur frá Möðrufelli.
 18. Heiðrún Ósk Eymundsdóttir - Venus frá Sjávarborg.

15.03.2010 22:05

Bréf frá Matvælastofnun

Sláturhúsum er óheimilt að taka við ómerktum hrossum eftir 1. apríl 2010

 

Reglugerð um einstaklingsmerkingar búfjár tók gildi árið 2005 þar sem m.a. er kveðið á um að skylt sé að skrá og einstaklingsmerkja öll hross eldri en 10 mánaða. Í byrjun voru hross fædd fyrir árið 2003 undanþegin merkingarskyldu en nú hefur sú undanþága verið felld úr gildi. Hross sem fædd eru árið 2008 og síðar skulu vera örmerkt en frostmerki eru viðurkennd í eldri hrossum, að því gefnu að þau séu læsileg.

Á þeim 5 árum sem liðin eru frá gildistöku laganna hefur orðið afar jákvæð þróun í einstaklingsmerkingum hrossa en betur má ef duga skal.

Til að tryggja rekjanleika afurða, matvælaöryggi og útflutningshagsmuni er nauðsynlegt að herða eftirfylgni með merkingum hrossa.  Eigendur hrossa bera alla ábyrgð á að hross þeirra séu skráð og merkt. Ennfremur bera þeir ábyrgð á að hross sem þeir senda til slátrunar séu ekki í sláturbanni vegna lyfjameðhöndlunar. Dýralæknum er skylt að skrá allar lyfjameðhöndlanir í gagnagrunninn WF og koma þar fram upplýsingar um sláturfrest og sláturleyfishafar bera ábyrgð á að ómerkt hross (og þar af leiðandi ekki inni í lyfjaskráningakerfinu) séu ekki notuð í afurðir sem fara til manneldis.

Með vísan til framangreinds og 10. gr. laga nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir, en þar segir að sláturdýr megi ekki vera haldin sjúkdómi né bera leifar lyfja eða annarra aðskotaefna sem geti verið hættuleg heilsu neytenda, verður frá og með 1. apríl n.k. óheimilt að láta afurðir af ómerktum hrossum fara til manneldis. 

Sláturleyfishöfum verður þá skylt að framfylgja eftirfarandi reglum:

1.      Óskráð og ómerkt hross: Ekki hægt að uppfylla kröfu um rekjanleika og matvælaöryggi. Afurðir fara því ekki til manneldis en má nýta í loðdýrafóður.

2.      Grunnskráð hross ómerkt /ólesanlegt eða merkt hross sem ekki er grunnskráð: Eigandi fær tækifæri til að sýna fram á eignarhald og að um réttan einstakling hafi verið að ræða (t.d. með því að einkenni svari til lýsingar í WF) enda fylgi hrossinu yfirlýsing um að svo sé og að hrossið hafi ekki fengið lyfjameðhöndlun undanfarna 6 mánuði ( 24 klst regla). Að öðrum kosti fara afurðir ekki til manneldis en má nýta í loðdýrafóður.

3.      Grunnskráð hross og einstaklingsmerkt: Merking sannreynd í sláturhúsi. Ef skemmri tími en 6 mánuðir eru frá örmerkingu skal hrossinu fylgja skrifleg yfirlýsing eiganda um að það hafi ekki fengið lyfjameðhöndlun á þeim tíma. Afurðir viðurkenndar til manneldis.

4.      Folöld yngri en 10 mánaða sem koma til slátrunar skulu merkt fæðingarnúmeri móður. Auðveldast er skrifa númerið á plastlímband í ljósum lit  og festa tryggilega við fax. Ef um stóra hópa er að ræða má notast við hlaupandi númer enda fylgi með skrá sem tengir þau númer við fæðingarnúmer mæðra.

Þeim sem vilja kynna sér forsögu málsins og/eða fá nánari upplýsingar, er bent á neðangreinda umfjöllun:

·         Aukin eftirfylgni með lögum sem eiga að tryggja að ekki séu lyfjaleifar í hrossakjöti sem birtist í Bændablaðinu 12. Janúar 2010 og á www.mast.is 3. febrúar 2010.

·         Veraldarfengurinn viðurkenndur af Evrópusambandinu sem rafrænn hestapassi á www.mast.is 4. febrúar 2010.                                            


15.03.2010 15:34

Grunnskólamótið á Blönduósi

Grunnskólamót hestamannafélaga á Norðurlandi vestra

verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi

                                         sunnudaginn 21. mars kl: 13:00.

 

ÞETTA MÓT ER FYRIR ALLA Í GRUNNSKÓLANUM ÓHÁÐ ÞVÍ HVORT
ÞIÐ ERUÐ Í HESTAMANNAFÉLAGI EÐA EKKI !

ÞEIR SKÓLAR SEM TAKA ÞÁTT ERU:

GRUNNSKÓLARNIR Í : HÚNAÞINGI VESTRA,  Á BLÖNDUÓSI, Á SIGLUFIRÐI OG AUSTAN VATNA, VARMAHLÍÐARSKÓLI, ÁRSKÓLI OG HÚNAVALLASKÓLI.

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir miðnætti fimmtudaginn 18.mars 2010 á
 netfangið:
    [email protected]
 

Fram þarf að koma: nafn, bekkur og skóli knapa.

nafns hests, aldur, litur, keppnisgrein, og upp á hvora hönd er riðið.


Skráningargjald er 1000 kr. fyrir fyrsta hest og 500 kr fyrir annan hest.

og skal greiða á staðnum áður en mót hefst.  

                              

Dagskrá:

Smali 4-7. bekkur.

Smali 8-10. bekkur.
Hlé

Fegurðarreið 1-3. bekkur.
Skeið 8-10.  bekkur.

ATH. Í smala er EKKI leyft að ríða með stangir.

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 26
Gestir í gær: 6
Samtals flettingar: 75719
Samtals gestir: 4970
Tölur uppfærðar: 17.8.2022 11:26:03

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere