Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 18:13

Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmót


Mánudaginn 13. júní kl. 10.00 verður félagsmót Neista haldið á Blönduósvelli og verður það einnig úrtaka fyrir Landsmót.

Neisti á rétt á að senda 2 hesta til keppni á Landsmót í hverjum flokki. 

Keppt verður í  A og B flokki gæðinga, flokki barna, unglinga og ungmenna. Skráningar á mótið skulu berast á netfangið
[email protected]  í síðasta lagi kl. 24.00 þriðjudagskvöld 7. júní.

Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139  sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang. 

Nánar auglýst síðar

Mótanefnd


27.05.2011 20:35

Yfirliti lokið á kynbótasýningunni á Hvammstanga


Í dag lauk kynbótasýningu á vallarsvæði Þyts á Hvammstanga með yfirlitssýningu. Hér fyrir neðan má sjá efstu hross mótsins en alls fóru 65 hross í fullnaðardóm og til viðbótar voru 14 aðeins byggingardæmd.


Efstu hross á þessu móti Sýnandi Sköpulag Kostir Aðaleinkunn
IS2006165495 Símon frá Efri-Rauðalæk Baldvin Ari Guðlaugsson 8,33 8,38 8,36
IS2006256275 Heiðdís frá Hólabaki Agnar Þór Magnússon 8,24 8,17 8,2
IS2006238377 Hrefna frá Vatni Agnar Þór Magnússon 8,35 8,07 8,18
IS2005156304 Freyðir frá Leysingjastöðum II Ísólfur Líndal Þórisson 7,8 8,41 8,17
IS1999225298 Gola frá Reykjavík Björn Haukur Einarsson 8,44 7,93 8,14
IS2006149193 Hróður frá Laugabóli Ísólfur Líndal Þórisson 8,18 8 8,07
IS2006236366 Von frá Miðgarði Agnar Þór Magnússon 7,96 8,09 8,04
IS2006155652 Sveipur frá Áslandi Tryggvi Björnsson 8,31 7,83 8,02
IS2005187251 Vökull frá Sæfelli Ísólfur Líndal Þórisson 7,93 8,08 8,02
IS2006156290 Dynfari frá Steinnesi Tryggvi Björnsson 8,09 7,95 8,01
IS2006156400 Magni frá Sauðanesi Tryggvi Björnsson 8,26 7,85 8,01
IS2007136679 Svikahrappur frá Borgarnesi Agnar Þór Magnússon 7,9 8,08 8,01
IS2005255052 Hula frá Efri-Fitjum Tryggvi Björnsson 8,08 7,95 8
IS2003256292 Staka frá Steinnesi Tryggvi Björnsson 7,93 8,04 8
IS2006165491 Öngull frá Efri-Rauðalæk Baldvin Ari Guðlaugsson 8,13 7,88 7,98
IS2004201081 Sif frá Söguey Tryggvi Björnsson 8,25 7,79 7,97
IS2006135565 Snotur frá Vatnshömrum Björn Haukur Einarsson 8 7,93 7,96
IS2007238736 Vissa frá Lambanesi Birna Tryggvadóttir Thorlacius 7,68 8,15 7,96
IS2006255105 Návist frá Lækjamóti Ísólfur Líndal Þórisson 8,13 7,8 7,93
IS2006237538 Dimma frá Gröf Björn Haukur Einarsson 8,24 7,71 7,92
IS2005237216 Stjarna frá Borgarlandi Agnar Þór Magnússon 8,01 7,83 7,9
IS2007180714 Vísir frá Valstrýtu Björn Haukur Einarsson 7,79 7,97 7,9
IS2005235546 Ísbrún frá Syðstu-Fossum Ómar Pétursson 7,86 7,88 7,88
IS2007235546 Heiðdís frá Syðstu-Fossum Björn Haukur Einarsson 7,57 8,08 7,87
IS2005237215 Dyndís frá Borgarlandi Agnar Þór Magnússon 8,2 7,58 7,83
IS2004255469 Orka frá Sauðá Fanney Dögg Indriðadóttir 8,11 7,65 7,83
IS2002265980 Sóldís frá Akureyri Baldvin Ari Guðlaugsson 7,61 7,96 7,82
IS2003256510 Hátíð frá Blönduósi Ísólfur Líndal Þórisson 7,57 7,95 7,8
IS2007156288 Munkur frá Steinnesi Agnar Þór Magnússon 8,17 7,55 7,8
IS2004235543 Tilvera frá Syðstu-Fossum Tryggvi Björnsson 7,83 7,78 7,8
IS2005156521 Þytur frá Stekkjardal Tryggvi Björnsson 8,09 7,6 7,79
IS2007256275 Gullbrá frá Hólabaki Tryggvi Björnsson 7,99 7,6 7,76
IS2005281609 Rás II frá Flagbjarnarholti Ísólfur Líndal Þórisson 7,78 7,74 7,76
IS2004155570 Skyggnir frá Bessastöðum Jóhann Birgir Magnússon 7,64 7,83 7,76
IS2006255108 Alúð frá Lækjamóti Ísólfur Líndal Þórisson 7,94 7,63 7,75


www.worldfengur.com

25.05.2011 07:16

Frá Æskulýðsnefnd


Það fer að styttast í uppskeruhátíð hjá krökkunum sem voru á námskeiðum hjá Neista í vetur en hugmyndin er að fara í Þingeyrar sunnudaginn 5. júní og vonum við auðvitað að þá verði sól og sumar.Þetta verður allt auglýst betur þegar nær dregur en endilega takið daginn frá, pabbar og mömmur, afar og ömmur, frænkur og frændur og allir aðrir, gerum skemmtilegan dag með krökkunum okkar 5. júní á Þingeyrum því þar eru frábærar útreiðaleiðir og skemmtilegt að vera.

23.05.2011 08:29

Kynbótasýning á Hvammstanga - Hollaröðun


Hollaröðun á kynbótasýningu á Hvammstanga 24. - 26. maí má sjá á vef
Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda


22.05.2011 21:31

Félagsmót Neista og úrtaka fyrir landsmót


Fyrirhugað er að halda


félagsmót Neista ásamt úrtöku fyrir landsmót

á Blönduósi 11. júní nk.

Nánar auglýst síðar.

21.05.2011 16:00

Jakkarnir komnir


Fyrir þá sem pöntuðu jakka þá eru þeir komnir í hús hjá
Hólmari gsm 6956381
Hægt er að nálgast þá hjá honum eftir kl. 19.00 í dag og næstu daga.


Vinsamlegast takið með ykkur pening,
helst rétta upphæð.


19.05.2011 10:42

Síðasti skiladagur einkunna fyrir LM


Landssamband hestamannafélaga og Landsmót vilja beina þeim skilaboðum til mótshaldara að sunnudagurinn 19.júní er síðasti dagurinn til þess að skila inn niðurstöðum allra móta í mótakerfið Sportfeng svo þær séu gildar fyrir Landsmót.

Einkunnir og tímar í skeiðgreinum sem berast eftir þann tíma gilda ekki fyrir Landsmót.

19.05.2011 10:11

Reiðmaðurinn


Endurmenntun LbhÍ vill koma því á framfæri að nú fer að styttast í að umsóknarfrestur renni út fyrir allt nám innan Landbúnaðarháskólans, þar með talið Reiðmanninn sem í boði verður á Hvammstanga haustið 2011-2013.  Hægt er að lesa sér til um námið á heimasíðu skólans www.lbhi.is/namskeid undir Reiðmaðurinn. Þar má finna í undirskjölum allt um námið, þær kröfur sem gerðar eru varðandi hross, reiðtýgi, tölvuþekkingu og fleira ásamt upplýsingum um verð og umsóknareyðublað. Við hvetjum ykkur eindregið til að koma þessum upplýsingum á framfæri við þá sem geta haft áhuga þannig að þær fari ekki fram hjá neinum í nágrenni þínu.

Verkefnisstjóri námsins fyrir hönd Endurmenntunar LbhÍ er Ásdís Helga Bjarnadóttir, að faglegri uppbyggingu námsins koma Reynir Aðalsteinsson, Þorvaldur Kristjánsson, o.fl..

Aðalkennari við verklega kennslu á Hvammstanga verður Þórir Ísólfsson reiðkennari á Lækjamóti og umsjón með bóklegri kennslu verður Gunnar Reynisson.

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Helga - [email protected] eða í síma 433 5000.

Umsóknafrestur er til 4. júní 2011

www.lbhi.is/namskeid


17.05.2011 21:58

Kynbótasýning hrossa á Hvammstanga

Kynbótasýning hrossa hefst á Hvammstanga miðvikudaginn 25. maí 2011. Dómar verða miðvikudag og fimmtudag og yfirlitssýning á föstudegi. Þetta getur þó breyst ef skráningar verða ekki í samræmi við áætlanir.

Best er að senda skráningar á tölvupósti - [email protected]  - en einnig má hringja í síma 451 -2602.
Síðasti skráningardagur er föstudagur 20. maí.

Við skráningu þurfa að koma fram upplýsingar um hrossið, fullnaðardómur eða bara bygging eða hæfileikar, nafn og kennitala sýnanda, nafn og kennitala þess sem greiðir reikning og óskir um tíma ef einhverjar eru.
Gjald er 15.000 fyrir fullnaðardóm en 10.500 ef bara annað hvort bygging eða hæfileikar. Greiðist inn á banka 307-26-2650 (kt 471101-2650) samhliða skráningu og senda kvittun á [email protected] með upplýsingum fyrir hvaða hross er verið að greiða. Kynnið ykkur vel reglur um járningar, spattmyndir, dna ofl

Nánari upplýsingar og tímasetningar á www.rhs.is þegar nær dregur

Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda

16.05.2011 10:02

Reiðnámskeið á Þingeyrum

Tvö reiðnámskeið fyrir börn og unglinga verða haldin á Þingeyrum í vor. Boðið verður upp á hefðbundna reiðkennslu í reiðhöll auk leikja og útreiðatúra.

Nánari upplýsingar um námskeiðin má finna  HÉR.
11.05.2011 16:41

Folalda- og ungfolasýning Hvammstanga

Folalda- og ungfolasýning var haldin í Þytsheimum á Hvammstanga 1.maí sl. Fresta þurfti sýningu þessari fyrr í vetur og sökum þéttrar dagskrár hestamanna í Húnavatnssýslum var ekki hægt að halda hana fyrr. Þátttaka var því ekki eins góð og mörg undanfarin ár þar sem sauðburður var byrjaður hjá mörgum bændum. Engu að síður komu fram mörg álitleg tryppi og álitleg stóðhestefni.

Dómari var Eyþór Einarsson og gaf hann tryppunum stig bæði fyrir byggingu og hæfileika.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Folöld ( veturgömul )

Hryssur:
1. Salka frá Hólabaki , rauð. Faðir Seifur frá Hólabaki . Móðir Elding frá Hólabaki.
 Eigandi Björn Magnússon. Bygging:  70 hæfileikar 76 Aðaleinkun 74 stig.

2. Snilld frá Syðri-Völlum, jörp. Faðir Kraftur frá Efri-Þverá.  Móðir Rakel frá Sigmundarstöðum. Eigandi Ingunn Reynisdóttir. Bygging:  73 hæfileikar 71 Aðaleinkun 72 stig.

3. Arabella frá Skagaströnd, rauðblesótt. Faðir Hnolli frá Fellskot. i Móðir Sól frá L-Kambi. Eigandi Þorlákur Sveinsson. Bygging:  75 hæfileikar 69 Aðaleinkun 71 stig.

Hestar:
1. Hávarður  frá Syðri-Völlum, brúnn. Faðir Dofri frá Steinnesi  Móðir Hending  frá Sigmundarstöðum. Eigandi Gunnar Reynisson. Bygging:  76 hæfileikar 78 Aðaleinkun 77 stig.

2. Henrý fra Kjalarlandi, rauðskjóttur. Álfur frá Selfossi  Móðir Regína frá Flugumýri. Eigandi Hall og Vilhjálmur. Bygging:  67 hæfileikar 84 Aðaleinkun 77 stig.

3. Herjan frá Syðri-Völlum, jörp. Dofri frá Steinnesi  Móðir Venus frá Sigmundarstöðum. Eigandi Ingunn Reynisdóttir. Bygging:  68 hæfileikar 80 Aðaleinkun 75 stig.

2ja vetra stóðhestar:
1. Davíð  frá Hólabaki, brúnn. Faðir Auður frá Lundum  Móðir Dreyra Hólabaki. Eigandi Björn Magnússon. Bygging:  79 hæfileikar 86 Aðaleinkun 83 stig.

2. Hástígur  frá tóru-Ásgeirsá, bleikálóttur. Faðir Meyvant frá Feti  Móðir Píla frá Stóru-Ásgeirsá. Eigandi Elías Guðmundsson. Bygging:  71 hæfileikar 80 Aðaleinkun 76 stig.

3j vetra stóðhestur.
1. Kjalar frá Hólabaki, rauður. Faðir Kaspar frá Kommu  Móðir Sandra frá Hólabaki. Eigandi Björn Magnússon. Bygging:  76 hæfileikar808 Aðaleinkun 78 stig.07.05.2011 22:42

Æskan og hesturinn


Frábær dagur á Sauðárkróki að baki þar sem Æskan og hesturinn fór fram á tveim sýningum í dag 7. maí.
Mætt var á æfingu stundvíslega kl. 10 í morgun en það þurfti aðeins að pússa saman atriðin fyrir svolítið stærri reiðhöll en við höfum hér og erum vön. Það var ekki lengi gert, ótrúlega flott og fljót að ná þessu krakkarnir en þau voru með sömu atiðin og þau voru með á Æskulýðssýningunni sl. helgi.
Krakkar úr 8 hesta hestamannafélögum tóku þátt í þessari sýningu og það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur endalausar hugmyndir í gerð atriða. Virkilega skemmtileg sýning í alla staði og heppnaðist mjög vel.
Sýningin hjá krökkunum okkar tókst frábærlega vel og stóðu þau sig með stakri prýði og megum  við öll vera stolt og glöð með að eiga svona flotta krakka. Takk takk fyrir frábæra sýningu og frábæran dag emoticon emoticon emoticon    
 
Þau Hrafnhildur, Sigurgeir og Hákon voru í fánareið og tóku sig vel út í góða veðrinu.Sniðug þau Rúnar og Ranna að taka bara fellihýsið með þar sem þau komu hestunum á Óla A sem var hvort eð er að fara með kerru. Þarna var gott að setjast niður og fá sér kaffi og sóla sig.Það voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu knapana úr grunnskólamótunum en í 4.-7 bekk var Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduskóla stigahæstur ásamt Ásdísi Ósk Varmahlíðarskóla og Haukur Suska, Húnavallaskóla í 8.-10. bekk. Til hamingju með það.
Hér eru stigahæstu knapar en á myndina vantar Hauk.


Hér er þessi flotti hópur sem átti frábæran dag saman.

              á myndina vantar Hörpu Hrönn


Myndir eru komnar í myndaalbúm
.

06.05.2011 12:06

Æskan og hesturinn


Reiðhöllin Svaðastaðir, Sauðárkróki

laugardaginn 7. maí 2011
kl.13:00 og 16:00


Fjölskylduskemmtun
Æskan og hesturinn - Stórsýning barna
úr hestamannafélögunum á Norðurlandi

Aðgangur ókeypis
Allir velkomnir

Veitingar seldar í anddyri reiðhallarinnar

Sérstakur gestur sýningarinnar verður
Þórarinn Eymundsson og Ingunn Kristjánsdóttir

05.05.2011 08:14

Námskeiðahaldi vetrarins lokið


Þá er námskeiðahaldi vetrarins lokið en í gær mætti Arndís Brynjólfsdóttir og tók út 17 nemendur í knapamerkjum 1, 2 og 3. Auðvitað var fólk misstressað þegar í próf var komið en allt gekk þetta vel og stóðust allir prófin. Innilega til hamingju með það.

Í vetur voru 23 fullorðnir sem luku prófum í knapamerki 1 og 2 og 14 krakkar sem luku prófum í 1, 2 og 3.
Knapamerki 3 er kennt á 2 vetrum og byrjuðu þrjú í vetur en þau taka þá ekki próf fyrr en næsta vor.
Á almennum námskeiðum voru 16 börn á aldrinum 4-11 ára en aldurstakmark í knapamerkin er 12 ára svo þessi hópur mun halda áfram á skemmtilegum námskeiðum fram að þeim aldri.

Kennarar í vetur voru Petronella Hannula, Barbara Dittmar, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir og Hafdís Arnardóttir. Þökkum við þeim kærlega fyrir frábært og skemmtilegt starf í vetur.

Þá er bara að fara að huga að Æskan og hesturinn sem verður á Sauðárkróki laugardaginn 7. maí og síðan verða uppskeruhátíðir fyrir námskeiðshópa í lok maí - byrjun júní.

  • 1
Flettingar í dag: 166
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111641
Samtals gestir: 8458
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 13:11:12

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere