Færslur: 2017 Nóvember

20.11.2017 18:49

Uppskeruhátíð 2017

Uppskeruhátíð húnvetnskra bænda og hestamanna var haldin 18. nóvember sl. og eins og fyrri ár voru veitt verðlaun fyrir hesta, kýr og kindur. 


Knapi ársins 2017 hjá Hestamannafélaginu Neista er Ásdís Brynja Jónsdóttir.

Innilega til hamingju með frábæran árangur á árinu.

 

 

 
 
Ásdís var atkvæðamikil á keppnisbrautinni á liðnu tímabili og náði góðum árangri með honum Sleipni frá Runnum m.a. á Íslandsmóti yngri flokka, Fjórðungsmóti Vesturlands en hæst ber þó að nefna árangur hennar á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 
Ásdís er metnaðarfullur og flinkur knapi sem við í Neista erum afar stolt af.


Að venju veittu Samtök Hrossabænda í A.-Hún ræktendum í félaginu viðurkenningar fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin. 

Viðurkenningar kynbótahrossa:

Stóðhestar 4. vetra
Jarl frá Steinnesi, a.e. 8,05
 
Stóðhestar 5. vetra
Mugison frá Hæli, a.e. 8,55 

Stóðhestar 6. vetra
Bogi frá Flögu, a.e. 8,22
 
Stóðhestar 7. vetra og eldri
Sómi frá Hólabaki, a.e. 8,36
 
Hryssur 5. vetra
Svana frá Kagaðarhóli, a.e. 8,06
 
Hryssur 6. vetra
Þyrnirós frá Skagaströnd, a.e. 8,32
 
Hryssur 7.vetra og eldri
Sóta frá Steinnesi,  a.e. 8,28
 
Ræktunarbú ársins 2017
Hæli 

  • 1
Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111675
Samtals gestir: 8461
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 14:18:20

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere