Færslur: 2017 Júlí

16.07.2017 22:00

6. sætið



Keppnin í fimmgangi ungmenna á Hólum var um fimm leytið í dag í úrhellisrigningu en þar náðu Ásdís og Sleipnir 6. sætinu með 6.26 í einkunn. Vel gert. Innilega til hamingju með það.
Þá er það Holland næst, gangi þér vel þar

15.07.2017 22:23

Ásdís valin í Hollenska liðið

 
 

Ásdís Brynja vann B-úrslit í fimmgangi ungmenna á Íslandsmótinu í dag á Sleipni og keppir því í A-úrslitum á morgun.
Hún var líka valin í Hollenska liðið sem keppir á HM í ágúst.

Því miður fékk Lara ekki sæti í Hollenska liðinu þrátt fyrir mikla vinnu og þjálfun úti í Hollandi.

Glæsileg ástundun og árangur hjá þeim báðum, til hamingju með það.

10.07.2017 20:39

Systurnar á Hofi

 
 
 

Ásdís Brynja og Sleipnir frá Runnum hafa verið í þjálfunarbúðum og æft stíft hjá Sigga Matt og Eddu Rún til að reyna við þátttökurétt á Heimsmeistramótið sem fram fer í Hollandi í ágúst.  Þau tóku þátt í fimmgangi á Íslandsmóti fullorðinna á Hellu nú um helgina og náðu frábærum árangri.  Einungis þau ungmenni sem reyndu við þátttöku á Heimsmeistaramótið fengu að taka þátt. Ásdís og Sleipnir fengu hærri einkunn en þau  ungmenni sem tóku þátt í úrtöku fyrir nokkrum vikum síðan. Frábært hjá Ásdísi og Sleipni.
 

 

 

Lara Margrét og Zelda frá Sörlatungu tóku þátt í skeiðmóti í Oirschot en þar var úrtaka í skeiðgreinum.
Þær eru nýbyrjaðar að þjálfa saman og Lara ekki mikið riðið skeið hingað til en þær náðu frábærum tíma 7,98,   1. sætið í unglingaflokki og 2. sæti í fullorðinsflokki.
Zelda er í eigu Mike van Engelen sem þjálfaði þær fyrir skeiðið.
Lara hefur verið í Hollandi meira eða minna síðan í byrjun mai. Hún hefur aðallega verið að þjálfa Örk frá Hjarðartúni í T2. Eigandi Arkar er Mieke van Herwijnen, sem hefur þjálfað þær saman. Tækifærið með Zeldu kom upp fyrir hálfum mánuð en þær keppa í 100 m skeiði og gæðingaskeið. Hún getur bara farið með aðra þeirra, en á meira sjens ef hún er með fleiri hross.


Báðar hafa tekið þátt í fimm úrtökumótum. Lara á eina eftir sem verður í Hollandi núna um helgina. Í Hollandi þarf að ná lágmarkseinkunn, tvisvar í hverjum flokk fyrir sig til að eiga möguleika á að verða valinn í lið.


Aldeilis frábær árangur hjá þeim systrum. Það verður gaman að fylgjast með hvort þær verða valdar í liðið, en það fá þær að vita nk. laugardagskvöld.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 614
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 621
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 425292
Samtals gestir: 50868
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 21:33:52

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere