Færslur: 2010 Október

28.10.2010 13:50

Knapamerki bóklegt
Knapamerkjanámskeið 2011 hjá Neista hefjast með bóklegri kennslu 9. nóvember 2010.
Kenndar verða 2 kennslustundir í einu og áætlað er að klára bóklega hlutann fyrir jól.
Engin bókleg kennsla verður eftir áramót.

Þriðjudagur 9. nóvember

kl. 16.15 - 17.45   knapamerki 1                              (verða á þriðjudögum)
kl. 18.00 - 19.30   knapamerki 2   börn og unglingar    (verða á þriðjudögum)

Fimmtudagur 11. nóvember

kl. 16.15 - 17.45   knapamerki 3   unglingar    (verða á fimmtudögum)
kl. 18.00 - 19.30   knapamerki 2   fullorðnir     (verða á fimmtudögum)


Verkleg kennsla hefst strax eftir áramótin.

Þeir sem ætla í knapamerkin í vetur vinsamlegast skráið ykkur á netfang Neista. 
Fram þarf að koma nafn og hvaða knapamerki er fyrirhugað að fara í.
Aldurstakmark í knapamerki 1 er 12 ára (fædd 1999).


Þeir sem áhuga hafa á að fara á reiðnámskeið, börn eða fullurðnir mættu líka skrá sig á áðurnefnt netfang.

Æskulýðsnefnd

27.10.2010 15:53

Uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð


búgreinasamtaka í A-Hún. og

Hestamannafélagsins Neista
verður haldin laugardagskvöldið
27. nóvember 2010.


Nánar auglýst síðar.

Undirbúningsnefndin

25.10.2010 12:11

Húnvetnska liðakeppnin 2011


Komnar eru dagssetningar fyrir mót Húnvetnsku liðakeppninnar 2011. Einnig eru komnar tillögur að breytingum sem verða kynntar liðsstjórum liðanna á næstunni og settar inn á heimasíðu Þyts ef þær verða samþykktar.

En mót vetrarins verða:

11. febrúar - Fjórgangur
25. febrúar - Smali
11. mars - Fimmgangur
8. apríl - Tölt

Þytur

24.10.2010 22:19

Gott Landsþing LH


Glæsilegu landsþingi LH lauk í gær með þingslitafagnaði. Almenn ánægja var með þingið
sem var málefnalegt og afkastaði miklu en mörg mál voru rædd og afgreidd. Töluverðar umræður urðu um mál er varða landsmót, framtíð þeirra, framkvæmd og landsmótsstaðina.

Mörgum málum þessa málaflokks var vísað til hinnar nýlega skipuðu landsmótsnefndar þannig að þar er nóg af verkefnum að vinna.
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri stóð verulega vel að þessu þingi og var þinghaldið allt Létti til mikils sóma. Allar veitingar voru mjög góðar og fór vel um fólk í þingsal og utan. Vel til fundið var móttakan og sýningin í TopReiter höllinni á föstudagskvöldið.Ný stjórn LH 

Haraldur Þórarinsson, Sleipni var endurkjörinn sem formaður án mótframboðs.
Gunnar Sturluson, Snæfellingi var kjörinn varaformaður án mótframboðs.

Níu einstaklingar gáfu kost á sér sem meðstjórnendur, kosningu hlutu fimm eftirtalin:
Sigurður Ævarsson, Sörla var áður í stjórn
Oddur Hafsteinsson, Andvara var áður í stjórn
Sigrún Kristín Þórðardóttir, Þyt ný í stjórn
Þorvarður Helgason, Fáki nýr í stjórn
Andrea M. Þorvaldsdóttir, Létti ný í stjórn


Einar Höskuldsson frá Mosfelli fékk Gullmerki LH
og óskum við Neistafélagar honum innilega til hamingju með það.


Félagar heiðraðir

Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Að þessu sinni voru eftirtaldir aðilar heiðraðir og var það Haraldur Þórarinsson sem veitti þeim gullmerki LH:

Pétur Behrens, Sigurður Hallmarsson, Anna Jóhannesdóttir, Einar Höskuldsson, Jón Ólafur Sigfússon og Friðbjörg Vilhjálmsdóttir.
Landssamband hestamannafélaga óskar þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna og þakkar þeim fyrir þeirra framlag.


Íslandsmót 2011 og 2012

Á Landsþinginu var ákveðið hvar næstu Íslandsmót, yngri flokka og fullorðinna, færu fram. Kjósa þurfti um hvar skyldi halda Íslandsmótið 2012 þar sem fleiri en eitt hestamannafélag bauðst til þess að halda mótið. Hinsvegar var einungis eitt félag sem bauðst til að halda Íslandsmótið 2011 og þurfti því ekki að kjósa um það.

Íslandsmót fullorðinna 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi.
Íslandsmót yngri flokka 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Mána í Keflavík.

Íslandsmót fullorðinna 2012 verður haldið sameiginlega af hestamannafélögunum Stíganda, Svaða og Léttfeta á Vindheimamelum. Þau hlutu 91 atkvæði í kosningunni gegn 46 atkvæðum hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ.

Íslandsmót yngri flokka 2012 verður haldið af hestamannafélaginu Geysi á Hellu. Það hlaut 102 atkvæði í kosningunni gegn 35 atkvæðum hestamannafélagsins Hrings á Dalvík.Allar fréttir af þinginu eru er hægt að lesa á Eiðfaxa-  og  LH- vefnum  

08.10.2010 10:20

Próf í knapamerkjum


Loksins, loksins, loksins var hægt að klára prófin í knapamerkjunum sem ekki náðist að klára í vor vegna hóstapestarinnar. Það var því líf og fjör í Reiðhöllinni í gær.

Allir stóðu sig með stakri prýði þótt ekki var nú mikill tími til undirbúnings og hestarnir feitir og pattarlegir eftir gott sumar.
Kennararnir okkar þær Hanna og Christina komu úr Skagafirðinum nokkrum sinnum sl. viku, fóru yfir og fínpússuðu fyrir prófið.


Hér eru þær kennararnir ásamt Helgu prófdómara.


Í knapamerki 2 tóku 3 krakkar próf .

Hér eru þau, Hrafnhildur og Sigurgeir með Hönnu kennaranum sínum og Helgu prófdómar (á myndina vantar Alexöndru).

Í knapamerki 1 voru 4 krakkar sem tóku próf.

Hér eru þau Harpa Hrönn, Þórunn Marta, Kristófer Már og Jón Ægir ásamt Hönnu og Helgu.

Nokkrar konur komust heldur ekki í próf í vor frekar en krakkarnir og komu 5 í próf í
knapamerki 1.

Hér eru þær Christina, Anna, Lilja, Gerður Beta og Harpa með kennaranum sínum  Christinu og Helgu.

Vel heppnaður prófdagur, innilega til hamingju öll.


Þá er bara að fara að skipuleggja næsta vetur en það verður örugglega boðið uppá jafnmörg námskeið eins og sl. vetur þar sem þátttakan var svo frábær.
Það verður vonandi auglýst hér fljótlega svo við getum öll farið að hlakka til vetrarins.

  • 1
Flettingar í dag: 134
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 111609
Samtals gestir: 8456
Tölur uppfærðar: 9.12.2022 12:27:28

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere