Færslur: 2008 Nóvember

28.11.2008 10:44

Íslandsmót Barna,ungmenna og unglinga á Hvammstanga árið 2010

Hestamannafélagið Þytur mun halda Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna árið 2010 eins og flestir vita. Það kemur fram í fundargerð Byggðaráðs á heimasíðu Húnaþings vestra að á síðasta fundi var farið yfir hugmyndir um tengingu hesthúsahverfisins og vallarsvæðis félagsins með byggingu reiðleiða og ræsis yfir Ytri-Hvammsá. Fulltrúar félagsins leggja áherslu á að unnið verði að þessum tengingum á árinu 2009 og telja þær mjög mikilvægar gagnvart framkvæmd fyrirhugaðs móts. Einnig var óskað eftir auknu fjármagni til byggingar reiðhallar.

25.11.2008 11:35

Hver að verða síðastur!!!!!!

Jæja Þá fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á


emoticon UPPSKERUHÁTÍÐINAemoticon

Ekki verða svo óheppin/n að missa að þessari einstöku skemmtun

Matseðill

Forréttur: Reykt laxa- og gæsapaté með brauði og sósu

Aðalréttur: Villikryddað lambafillet með brúnuðum kartöflum

og pönnusteiktu grænmeti
Eftirréttur: Dísudraumur, konfekt og kaffi

Veislustjórn verður í höndum Gríms Atlasonar,emoticon

hljómleikahaldara og sveitarstjóra Dalabyggðar.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi.


Verð kr. 4.500
.-(sama verð og 2007)
-miðinn gildir sem happadrættismiði -


  Heiða og Björn, s: 895 4473                  Silla og Himmi, s: 691 8228

       Erna og Maggi, s: 866 9144              Jóna Fanney og Hjörtur , s: 861 9816.

Síðastalagi Þriðjudaginn 25. nóv


19.11.2008 10:36

Mestu stóðhestakaup sögunnar

 18. nóvember 2008.
Mestu stóðhestakaup Íslands- sögunnar
Stóðhestarnir Ágústínus frá Melaleiti og Dugur frá Þúfu, eru komnir undir hnakk hjá Daníeli Jónssyni í Pulu. Danskur aðili, Mikael Lennartz, keypti stóðhestana nýlega. Eru þetta án efa ein mestu stóðhestakaup Íslandssögunnar.

Báðir hestarnir slógu í gegn síðastliðið vor og sumar. Dugur var seldur á árinu fyrir verð sem svaraði góðri íbúð í blokk á Selfossi. Sem hefur þá legið á bilinu 20 til 30 milljónir. Ágústínus er ekki verðminni hestur frá kynbótafræðilegu sjónarmiði. Það má því áætla að hér sé um að ræða pakka upp á alla vega 50 milljónir.

Ágústínus er undan Gnótt frá Steinmóðabæ, sem fékk fyrstu verðlaun á Melgerðismelum 1987. Hún er frjósöm, á fimmtán skráð afkvæmi, þar á meðal stóðhestana Eril frá Kópavogi, 8,03, og Gasalegan-Helling frá Hofsósi, 8,14. Einnig dótturina Drótt frá Kópavogi, sem er móðir Krafts frá Efri-Þverá, sem var hæstur í 4 vetra flokki stóðhesta á LM2006 á Vindheimamelum.

Ágústínus sækir til föður síns gangrými og skörungsskap. Hann er flugrúmur á brokki og skeiði, góður á tölti. Daníel segir hestinn góðan og að sér kæmi ekki á óvart að hann færi í hæfileikaeinkunn næsta vor sem ekki hefur sést áður, ef allt gengur að óskum. Ágústínus er með 8,61 í aðaleinkunn, þar af 8,93 fyrir hæfileika. Hann er með 9,0 fyrir skeið og stökk, og 9,5 fyrir brokk og vilja.

Dugur er hæst dæmdi fimm vetra klárhestur í röðum stóðhesta. Með 8,42 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og hófa. Hann er með 9,5 fyrir fegurð í reið. Hann er undan tveimur Orrabörnum, Sveini-Hervari frá Þúfu og Dröfn frá Þúfu, sem er út af Stjarna frá Bjóluhjáleigu í móðurætt.

Það sem er sérstakt við þessi kaup er að báðir hestarnir eru móbrúnir (ef ekki glóbrúnir). Ágústínus er með ljósbrún augu. Dugur ber leirljósan erfðavísi (hugsanlega Ágústínus líka) og getur gefið leirljós afkvæmi og sennilega marga af þeim litum sem leirljósi liturinn getur framkallað í blöndun.

17.11.2008 23:45

UPPSKERUHÁTÍÐ

 Uppskeruhátíð 
húnvetnskra  bænda og hestamanna  

verður haldin í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd,

laugardaginn, 29. nóvember nk.

Hátíðin hefst kl. 20:30 með fordrykk í boði SAH Afurða .

Matseðill

Forréttur: Reykt laxa- og gæsapaté með brauði og sósu

Aðalréttur: Villikryddað lambafillet með brúnuðum kartöflum

og pönnusteiktu grænmeti

Eftirréttur: Dísudraumur, konfekt og kaffi

Veislustjórn verður í höndum Gríms Atlasonar,emoticon

hljómleikahaldara og sveitarstjóra Dalabyggðar.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar leikur fyrir dansi.

Verð kr. 4.500.-
-miðinn gildir sem happadrættismiði -

-           

Sætaferðir frá Ólafslundi og Húnaveri kl. 19:30

og N1 Blönduósi kl. 20:00.

 

Tryggið ykkur miða og pantið sætaferðir hjá eftirtöldum aðilum eigi

síðar en þriðjudaginn, 25. nóvember nk.

                     Heiða og Björn, s: 895 4473                  Silla og Himmi, s: 691 8228

       Erna og Maggi, s: 866 9144              Jóna Fanney og Hjörtur , s: 861 9816.

emoticon koma svo saman og skemmta séremoticon


Sérstakar þakkir fá:
SAH afurðir ehf.
Vélsmiðja Alla.
Jötunn-vélar.
Auðhumla.
Knapinn.
Krákur.
N1.

 


 

 

 

 

14.11.2008 14:41

Skaflajárn hækka í verði


Skaflajárn hækka í verði
www.lhhestar.is


Skaflaskeifur hafa hækkað umtalsvert í verði og kosta nú á bilinu 2000 til 3000 krónur gangurinn með sköflum. Þess skal getið að til langs tíma hafa skeifur verið fremur ódýrar og ekki hækkað í verði í samræmi við aðrar hestavörur. Eða þar til á þessu og síðasta ári.Ef borin eru saman verð á 8 mm skeifum þá eru ódýrustu skeifurnar sem LH Hestar fundu í þeim verslunum sem haft var samband við á höfuðborgarsvæðinu svokallaðar Sæluskeifur í versluninni Ástund í Austurveri á 300 krónur stykkið. Skaflar í Ástund kosta 100 krónur stykkið. Ástund er einnig með dýrustu skeifurnar, en það er innpakkaður heill gangur, pottaður með sköflum, á 2999 krónur. Einnig er Ástund með skeifur með eigin nafni á 495 krónur parið, eða 1980 krónur gangurinn fyrir utan skafla. Með sköflum 2780 krónur.

Í Hestagallerýi kostar gangurinn 1690 og skaflarnir 50 krónur. Gangurinn kemur því út á 2190 krónur. Í Líflandi eru þrjár gerðir skeifna: Líflandsskeifur á 830 - 950 parið, eftir því hvort um er að ræða pottaðar, ópottaðar eða með uppslætti. Gangur er því á 1860 og upp í 1900 krónur fyrir utan skafla. Kerckhaert skeifur á 900 krónur parið og Mustad á 900 krónur parið, sem gerir 1800 krónur gangurinn fyrir utan skafla. Skaflar í Líflandi kosta frá 40 og upp í 90 krónur eftir tegund.

Í Hestum og mönnum kostar gangurinn af 8 mm Mustad skeifum 1860 krónur og átta skaflar 720 krónur, sem gerir samtals 2580 krónur. Í versluninni TopReiter kostar gangur af 8 mm Mustad 1980 krónur, átta skaflar 760 krónur, sem gerir samtals 2740 krónur.


10.11.2008 11:31

Þórður Þorgeirsson knapi ársins

Þórður Þorgeirsson knapi ársinns 2008
Þórður Þorgeirsson knapi ársinns 2008

Þórður Þorgeirsson knapi ársins og konungur kynbótaknapanna, aldrei sterkari. Setti met í fjölda sýndra hrossa og hélt hæstu meðaleinkunn, flest verðlaun á Landsmóti og þrefaldur sigurvegari, náði að slá fyrra met sitt í 7. vetra hryssna og eldri á Lukku frá Sóra-Vatnsgarði.

Einkunnir í hinum flokkunum voru hærri en nokkru sinni fyrr, einnig kom hann við á hringvellinum.
Þórður Þorgeirsson vann þrenn gullverðlaun á Landsmóti á Lukku og hæst dæmdu stóðhestunum, Gaum og Óm. Þórður sýndi tvö kynbótahross í 2. sæti og eitt í 3. sæti. Alls með 7 hross í efstu fimm, 13 í efstu tíu sætunum. Sýndi 49 hross til 1. verðlauna með meðalhæfileikaeinkunn 8,31.

Gæðingaknapi ársins

Árni Björn Pálsson. Kom sá og sigraði í dramatískum A-flokki gæðinga á Landsmóti, á Aris frá Akureyri með 8,86 í einkunn. Árni Björn kom víðar við, sigraði til að mynda í B-flokki í Gæðingakeppni Fáks.

Skeiðknapi ársins

Sigurður Sigurðarson Landsmótsmeistari, Íslandsmeistari og ósigrandi í 100 metra skeiði á Drífu frá Hafsteinsstöðum. Besti tími 7,13 sekúndur, undir heimsmeti en meðvindur of mikill. Góðir skeiðsprettir á öðrum hestum, silfur í 150 metrum á Íslandsmóti

Íþróttaknapar ársins

Þorvaldur Árni Þorvaldsson Íslandsmeistari í tölti á hinum víðfræga Rökkva, annar í landsmótstölti. Sigraði á Ístölti í Laugardal fjórða árið í röð (á alls 3
hestum). Annar í tölti á Reykjarvíkurmeistaramóti.

Viðar Ingólfsson sigurvegari í tölti á snillingnum Tuma á Landsmóti hestamanna, sigraði í spennuþrunginni Meistaradeild VÍS, Reykjavíkur- og Fáksmeistari, vann stóðhestakeppni LH á ís, á Íslandsmóti og annar á Ístölti.

Efnilegasti knapinn

Teitur Árnason, unglingurinn magnaði sem varð annar í gæðingaskeiði á Norðurlandamóti. Íslandsmeistari, samanlagður sigurvegari skeiðleika og sigursælastur í 150 metra skeiði. Var efstur í 150 metra skeiði á Gæðingamóti Fáks, Suðurlandsmóti og á Meistaramóti Andvara.

Ræktunarbú ársins í fjórða sinn með 21 hross sýnd í 1.verðlaun. Gunnar og Krisbjörg, Auðsholtshjáleigu

Svo má til gamans geta að skoðunakönnun Hestafretta um hver yrði knapi ársins 2008  fór svo,

 Árni Björn Pálsson 38  (8.35%)
 Ísleifur Jónasson 45  (9.89%)
 Sigurður Sigurðarson 135  (29.67%)
 Viðar Ingólfsson 47  (10.33%)
 Þorvaldur Árni Þorvaldsson 22  (4.84%)
 Þórður Þorgeirsson 168  (36.92%)

Fengið af Hestafréttum.is 08.11.2008 22:33

UPPSKERUHÁTÍÐ UPPSKERUHÁTÍÐ

Uppskeruhátíð Búgreinasambandanna sem áður var auglýst hér á síðunni þann 29. nóv. í Félagsheimilinu á Blönduósi hefur verið færð af óviðráðanlegum orsökum og mun verða í !!

emoticon  Félagsheimilinu emoticon
FELLSBORG á SKAGASTRÖND
29.nóvember 2008.

Nánar augl. síðar
Nefndin.

07.11.2008 22:44

Endurmenntun - Knapamerki

Endurmenntun - Knapamerki

Minnt er á að umsóknarfrestur á endurmenntunarnámskeið fyrir prófdómara og reiðkennara, á vegum Hólaskóla, rennur út  mánudaginn, 10 nóvember. Öllum reiðkennurum og leiðbeinendum er frjálst að skrá sig á námskeiðið en bent er á að prófdómarahluti þess er einungis ætlaður reiðkennurum sem hafa hug á að öðlast prófdómararéttindi fyrir Knapamerkin.

Öllum reiðkennururm og leiðbeinendum er jafnframt frjálst að mæta á kynningu á Knapamerkjunum sem haldin verður á Hótel Sögu (föstudaginn 21 nóv.) og Háskólanum á Hólum (föstudaginn 28 nóv.) kl: 18:00 - 22:00 án þess að skrá sig fyrirfram.

Þar verður ítarleg kynning á Knapamerkjunum, prófum, nýjum gagnagrunni, heimasíðu og fleiru sem gott er að vita fyrir þá sem ætla sér að kenna Knapamerkin. Þeir sem hafa hug á að skrá sig á námskeiðið er bent á að hafa samband við skrifstofu Hólaskóla í síma: 455-6300.

Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Hólaskóla:
www.holar.is
Námskeiðið er styrkhæft af Starfsmenntasjóði Bændasamtakanna.


07.11.2008 22:42

Aðalfundur Félags hrossabænda

Aðalfundur Félags hrossabænda
Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytið

Félag hrossabænda efndi til aðalfundar síns í dag í Bændahöllinni. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ávarpaði fundarmenn og sagði meðal annars: "Hvað hrossabúskapinn varðar hef ég minni áhyggjur af honum en mörgu öðru í þjóðfélaginu.

Ég er sannfærður um að greinin er vel í stakk búin til að spjara sig en okkar allra bíða erfiðir tímar um sinn, það væri hreint ábyrgðarleysi af mér að halda öðru fram. Hrossabúskapurinn hefur búið við mikinn uppgang um árabil; hrossakynbætur standa á traustum grunni og taka sífelldum framförum, jafnframt sem tamningu, reiðmennsku og meðferð allri á hestinum fleygir fram. Þetta hefur gerst vegna þess að hið opinbera hefur frá upphafi sett greininni leikreglur, bæði með beinni laga- og reglugerðarsetningu og eins með verkefnum sem það hefur falið Búnaðarfélagi Íslands, nú Bændasamtökin, ábyrgð á. Samtímis hefur greinin alla tíð notið mikils sjálfræðis og frelsis, hún hefur því byggst upp á eigin forsendum þar sem aflavakinn hefur verið framtak einstaklinganna sjálfra sem í greininni starfa.

Sjá ræðu ráðherra:
http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/radherra/Raedur_EKG//nr/9458


07.11.2008 22:22

Ráðstefnan Hrossarækt 2008

Ráðstefnan Hrossarækt 2008

Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 8. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum.

Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson.

Dagskrá:
13:00  Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt
13:05 Hrossaræktarárið 2008 - Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ
13:30 Tilnefningar til ræktunarverðlauna 2008
13:45 Erindi:
-  Húsvist hrossa, Sigtryggur Veigar Herbertsson, LbhÍ
-  Forval í kynbótadómi, Elsa Albertsdóttir , LbhÍ
-  Vægistuðlar dómstigans, Guðlaugur V. Antonsson, BÍ
- Breytt sýningarfyrirkomulag kynbótahrossa, Kristinn Guðnason, Fhrb
15:30 Kaffihlé
16:00 Umræður - orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt
17:00 Ráðstefnuslit

Fagráð í hrossarækt   

  • 1
Flettingar í dag: 186
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 327
Gestir í gær: 24
Samtals flettingar: 85655
Samtals gestir: 5568
Tölur uppfærðar: 27.9.2022 19:12:26

Vafraðu um

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere